Feykir


Feykir - 19.07.2000, Blaðsíða 5

Feykir - 19.07.2000, Blaðsíða 5
25/2000 FEYKIR 5 Söngveisla í Hóladómkirkju Drottni sunginn nýr söngur í fomu húsi Mánudagskvöldið 22. maí sl. var mikil söngveisla í Hóladóm- kirkju. Þar hélt Skagfirski kam- merkórinn vortónleika undir stjóm Sveins Amars Sæmunds- sonar. Þetta er ungur kór, hefur að- eins starfað í 1-2 ár, og er að mestu skipaður söngfólki úr Skagafirði, fólki sem flest allt hefur komið nálægt söngstarfi hér í héraði um Iengri eða skemmri tíma. Kórinn eða hluti af honum kom fyrst fram á svo- nefndri „Hallgrímsvöku" á liðnu sumri, dagskrá um sr. Hallgrím Pétursson í tali og tónum, sem sett var saman í tilefni kristnihá- tíðarárs og flutt í fimm kirkjum í Skagafirði við góðar undirtekt- ir. Síðasta vetur æfði kórinn reglubundið og árangur þess mátti heyra á vortónleikunum í Hóladómkirkju. Fjölgað hefur í kórnum, skipa hann nú um 20 manns. Er skemmst af að segja að tónleikar þessir voru hinir glæsi- legustu og mikið eymayndi. Efnisskráin er metnaðarfull og fjölbreytt, en alls söng kórinn 14 lög og varð að endurtaka nokkur. Sr. Dalla Þórðardóttir kynnti lög- in og sálmana sem sungnir voru. A efnisskrá voru sálmalög forn og ný, 4 lög við texta úr sálmum sr. Hallgríms, þ.á.m. Allt eins og blómstrið eina, en þessi lög söng kórinn meðal ann- ars á fyrmefndri Hallgrímsvöku. Ekki þarf að fara mörgum orðum um sálma sr. Hallgríms, en þarna vom þeir fluttir af fág- aðri smekkvísi og virðingu, sem sæmir. Þá vom á dagskrá ýmiss sálmalög, þekkt og minna þekkt. Þar má nefna hinn þekkta sálm Heyr himnasmiður, við lag Þor- kels Sigurbjömssonar, einnig tvo sálma í raddsetningu Jóns Þórar- inssonar, Jesú, Mín morgun- stjama og páskasálminn, Nú rís og brosir röðull nýr. Einnig var fluttur nýr sálmur, Þú sem líf af Minning séra Bjarna heiðruð Fimm daga þjóðlaga- hátíð á Siglufírði Mikið er að gerast á Siglu- firði þessa dagana en í gær- kvöldi (þriðjudag) hófst þar þjóðlagahátíð sem standa mun fram á sunnudag. Dagskráin er fjölbreytt og umfangsmikil og byggist á fyrirlestmm á nám- skeiðum frá morgni til kvölds, og á kvöldin em tónleikar á ýmsum stöðum í bænum þar sem fram koma bæði innlendir og erlendir listamenn. Meðal annars flytja tveir Samar frá Finnmörku ævafoma þjóð- lagatónlist sem kallast jojk, listamaður frá Baffinslandi í Kanada sýnir trommudans, þjóðlagahópurinn Embla syng- ur og leikur, en hann skipa Diddi fiðla, Kristín Ólafsdóttir og Bára Grímsdóttir. Einnig em með tónleika á hátíðinni Guit- ar Islancio en það er þjóð- lagatríó Bjöms Thoroddsen, Gunnars Þórðarsonar og Jóns Rafnssonar. Þá munu þjóðdansar skipa veglegan sess á hátíðinni. Þjóð- dansaflokkur kemur frá Fær- eyjum og Egilsstöðum, auk þess sem kántrídansarar frá Skagaströnd troða upp. Gömlu Stormar munu spila á ráðhús- torginu á föstudag í tengslum við pylsuveislu sem Sparisjóð- urinn býður til, en hápunktur hátíðarinnar verður samkoma í íþróttahúsinu á laugardag. Þar verða miklir tónleikar þar sem tónlistarfólk og danshópar á há- tíðinni koma fram og samkom- an endar með því að Harmon- ikkusveit Siglufjarðar leikur fyrir dansi. „Þetta er fjölbreytt dagskrá hjá okkur og ég býst við að all- ir finni eitthvað við sitt hæfi, þar sem við emm líka með dag- skrá fyrir bömin. Við vonumst til að margt fólk komi í bæinn og vitum að margir koma sem beinir þátttakendur, t.d. er að- sókn að námskeiðunum tals- verð”, segir sr. Bragi J. Ingi- bergsson. Segja má að minnig sr. Bjama Þorsteinssonar svífi yfir vötnum á Siglufirði þessa dag- ana en þjóðlagahátíðin er hald- in í tengslum við fyrirhugaða stofnun þjóðlagaseturs á Siglu- firði og stefnt að því að gera há- tíðina að árvissum viðburði. A- fornt em uppi um að kaupa svokallað Maddömuhús, seinna Hafliðahús, en það var fyrsti bústaður sr. Bjama á Siglufirði. Þetta er elsta hús Siglufjarðar og hugmyndin að þar verði þjóðlagasafn og fræðasetur. Turn Hóladómkirkju. Myndin tekin í suniar þegar \iðgerð og málun tumsins stóð yfir, en þeim framkvæmdum er nýlokið. lífi gefur, við texta séra Hjálmars Jónssonar. Eitt fegursta lagið þótti mér þó Leið mig Guð, við lag eftir Samuel Wesley. Það hljómaði mjög fallega. Þá voru á dagskránni 3 Maríuvers og Maríu- bænir, m.a. við lag Karls O. Runólfssonar, hvert öðru fallegra. Að lokum má nefna verkið Alma Redemtoris við lag G. Palestrina og hið þekkta Iag Panis Angelicus eftir César Frank. Einsöngvarar með kómum vom Haukur Stein- bergsson, Sigríður Elliðadóttir og Þuríður Þor- bergsdóttir, sem öll skiluðu hlutverkum sínum með miklum ágætum. Undirleikari á orgel var Stefán R. Gíslason. Hóladómkirkja var þéttsetin áheyrendum þetta kvöld, sem létu hrifningu sína í ljós með lófaklappi. Segja má að þar hafi Drottni verið sunginn nýr söngur í fornu húsi. Ekki er ætlunin með þessum fáu línum að gera neina listræna úttekt á söng Skagfirska kam- merkórsins, heldur aðeins koma á framfæri þakk- læti fyrir Ijúfa kvöldstund og óska kómum og stjómanda hans, Sveini Amari, til hamingju og vel- famaðar í ffamtíðinni. Auðséð er, að þar fer hæfur stjómandi, sem hefur góð tök á sínu fólki. Vonandi á þessi nýi kór eftir að auðga söngflór- una hér í Skagafirði á næstu árum, sem þó er nú talsverð fyrir. Hafið öll þökk fyrir ánægjulega söngskemmtun. Olafur Þ. Hallgrínisson. haínardagur 4 Króknuty Við bjóðum öllum á höfnina laugardaginn 22. júlí Dorgveirfi Dorgveiðin vinsæla hefst kl. 15:00 og verður veitt til kl. 17:00. Verðlaun! ^AemrnrtiSigúnfi Ómar Unason býður upp á siglingu yfír í Lundey. Ómar fer tvær ferðir, þá fyrri kl. 1 5:30 og þá seinni kl. 21:00. Sjókajakleiga Hafsteins Oddssonar verður opin. Ekkert jafriast á við hressilegan róður. I%rytiqjuM( Við byijum að dansa kl. 20:55 og það verður Svanfríður Ingvadóttir danskennari sem mun leiða unga fólkið í dansinum. Hörður G. Ólafsson og Eiríkur Hilmisson munu halda uppi fjörinu. Boðið verður upp á sérframleiddar pylsur frá Kjötvinnslu KS, gos og eitthvað fleira. Fíugeldasýning Við klárum daginn með því að dúndra hundruðum flugelda í loft upp á miðnætti! HAFNARNEFND SKAGAFJARÐAR

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.