Feykir


Feykir - 19.07.2000, Blaðsíða 6

Feykir - 19.07.2000, Blaðsíða 6
6 FEYKIR 25/2000 Hagyrðingaþáttur 299 Heilir og sælir lesendur góðir. Það mun hafa verið Karl Sigvalda- son á Fljótsbakka sem orti svo. Hér við eyðihraunið grátt hugann seyða myndir. Spegla heiðið hreint og blátt Herðubreiðar lindir. Önnur vísa kemur hér sem ég hef heyrt að sé eftir Karl. Ljóma á þitt lífsstarf brá listaþráin ríka. Fjallabláa eyjan á alltof fáa slflca. Þorleifur Jónsson á Blönduósi mun hafa ort þessa. Lífið gegnum ljúft í sprett lítt því kenni meina, flýg ég eins og fuglinn létt frjáls á milli greina. Og enn kveður Þorleifur. Á því hraðast hef ég grun horfin skaða kjörum lyndisglaður lifa mun lífs í svaðilförum. Gott er þá næst að leita til Ólafs Sig- fússonar í Forsæludal. Einn mér vinning auðna gaf út frá kynnum ljósum, meðan fínn ég ylminn af æsku minnar rósum. Benedikt Valdimarsson frá Þröm yrkir svo. Löngum vínið lífgar þrá iætur dvína harma. Sé ég skína bjarta brá brosin þín og arma. Nú fyrir skömmu birtist í blaðinu Skessuhomi, vísnaþáttur ásamt mynd af Dagbjarti Dagbjartssyni umsjónar- manni hans. Var það reyndar án hans vitundar, en þegar hann augum leit blaðið varð til þessi vísa. Það er ekki sjón að sjá svona bænda kurfa. Lesendur að fæla frá finnst mér varla þurfa. Með næsta vísnaþætti Skessuhoms birtist enginn mynd og var það undir- rituðum tilefni eftirfarandi hugleiðinga. Áfram streymir lífsins lind lituð ýmsu skarti. Aumt er þó ef engin mynd er nú til að Bjarti. I síðasta þætti spurði ég um höfund að nokkrum vísum. Hef ég nú fengið greinargóðar upplýsingar þar um úr Skagafirði, sem ég þakka vel fyrir. Veturinn 1955 var Sveinn Ásgeirs- son með spuminga- og vísnaþátt í út- varpinu sem kallaður var „já og nei”. Voru þar nokkrir hagyrðingar sem ortu í þáttum þessum, og var talsvert um að þeim væri ætlað að botna fyrriparta sem varpað var fram í þáttunum, en aldrei var gefið upp eftir hvem þeir væm. Þeir hagyrðingar sem þátt tóku í þessu vom Karl ísfeld, Steinn Steinarr, Helgi Sæm. og Guðmundur Sigurðs- son. Man ég eftir að þeir gengu oft manna á meðal undir nafninu snilling- arnir um þetta leyti. Munu nokkrar af þeim vísum er ég spurði um í síðasta þætti vera ættaður af þessum vettvangi. Slæmt er að vita ekki hver ort hefur fyrripartana, en trúlega ekki hægt í dag að fá þær upplýsingar. Einn af þeim var svohljóðandi. Glatt hefur margan góðan dreng glaða konu að hitta. Guðmundur Sig. botnar. Ennþá leggur ör á streng Amor bogaskytta. Gaddi hálum hyljast strá hríðin málar þilin, Helgi Sæm. botnar. en vín á skál og vorsins þrá vekja sálar ylinn. Vopnum sóttur feygðar fljótt flý ég ótta hraður. Karl ísfeld botnar: Brott frá drótt um dimman nótt dæmdur flóttamaður. Úr þessum þáttum mun einnig vera vísan „Nálgast vorið Norðurland”, sem birtist í síðasta þætti og Steindór frá Hlöðum gerði ágætan botn við. Þá er þess að geta að í síðasta þætti brenglaðist ein hending í vísu og á fýrri hluti hennar að vera þannig. Mærðarfúllur málugur magur bullustrokkur. Einar Sigtryggsson á Sauðárkróki yrkir svo. Nú er stjómarstefnan skýr stöðugt hamar valdaglíma. Bráðum seldir bankar þrír barist er um póst og síma. Önnur vísa kemur hér eftir Einar. Á verðbólgunni virðist skrið verðlag hækkar. Byggðaröskun blasir við borgin stækkar. Eftir að hafa heyrt af málefnum fé- lagsmálaráðuneytisins yrkir Einar. Eitilharður ekki þjáll alltaf til í slaginn. Ennþá stendur upp úr Páll eins og fyrri daginn. Þrátt fyrir að enn sé mikið til af fal- legum vísum sem koma í hugann og gaman væri að birta, er kvótinn fylltur að sinni og gott að leita til Einars með lokavísuna. Engum verð ég ofurseldur er því lundin hörð sem stál. Meðan lífsins lifir eldur lyfti ég glasi og segi skál. Veriði þar með sæl að sinni. Guðmundur Valtýsson, Eiríksstöðum, 541 Blönduósi, sími 452 7154. Nokkur afsökunarorð vegna ógætni í sagnfræði Þann 31.maí s.l. birtist í Feyki greinarkom skrifað af Jóni Eiríks- syni á Fagranesi og ber heitið: Háspenna lífshætta ekki heimild- arrit. Umrædd grein er vel rituð og skipulega og texti hennar ber höfundi sínum góðan vitnisburð unt málfar og efnistök. Þama er lögð mikil vinna í að leiðrétta ýmsar villur í áminnstri bók. Ár- töl em mörg færð til réttrar lend- ingar (vonandi), enda að sögn Jóns oftar en ekki stuðst við dag- bækur. Sjálfur veit ég allra manna best að ýmsu kann að skeika hvað varðar sagnfræði þessarar bókar enda var var hún fráleitt skrifuð í neina þá vem. Hitt er mér þó auð- vitað ljóst að ónákvæmni í frá- sögnum má aldrei vera tiigangur og vel máttum við Finni fara bet- ur yfir ýmsa þá þætti sem Jón hef- ur gert sínar athugasemdir við Það skal játað að ég hirti ekki urn að sannreyna ártöl í þessum frásögn- um og tel líklegt að það rétta hafi komið fram í þeim efnum í at- hugasemdum Jóns, enda sýnist mér að þar hafi hann lagt á sig nokkra vinnu. Og nú er komið að slæmri játningu: Ég hef eiginlega ekki neinar skelfilegar áhyggjur út af þessu ártalabrengli. Ég hef heldur ekki sérlegar áhyggjur af því hvor þeirra Fgranessbræðra var með Finna og Stebba frá Tungu í Illastapanum þegar Finni var að sýna af sér þennan hrekk með steininn. Ég tel mig muna það rétt að Stebbi hafi sagt mér að þetta hafi verið Sintmi, en þótt svo hafi ekki verið þá var nú eiginlega um aukapersónu í frásögninni að ræða og varla ástæða til að gera mikinn reka að því að fá það atriði sannreynt. Engar myndir em til af þessu atviki og því ekki á annað að treysta en minnið eitt og jafn- vel Jón á Fagranesi er engan veg- inn óbrigðull í þieim efnum. En nóg um það. Að Éinni hafi rakið sig upp Illastapagjána svonefnda, er hins- vegar rétt. Að vísu er það rang- hermi hjá okkur Finna að sú gjá sé norðan við Illastapann. Hitt er jafnframt vafasöm lýsing þegar Jón afgreiðir málið með því að þar sé engin gjá. Síðast þegar ég kom á Uppgönguvíkina var þar gjá og hefur að minni hyggju ver- ið lengur en minni okkar þriggja nær til. Sú gjá nær að vísu ekki niður í sjó og var því ekki um hana að ræða í nefndu atviki. Um það að flösin umrædd sé norðaustur af Kerlingu misminn- ir okkur Finna líklega báða. Það er auðvitað slæmt mál ef svo kynni að fara að einhverjum dytti í hug að nota bókarfjandann fyrir sjókort og gæti í versta tilfelli valdið slysi. Leyfi ég mér að vona að svo verði ekki. Um handvað og tábragð þyk- ir mér Jón nota skondnar ályktan- ir. Á minni tíð í Drangey vom tvær skilgreiningar á notkun kað- als eða festar við að fara frá brún. Til siga fóm menn bundnir í festi og háðir afli þeirra manna sem ofar brúnar vom. Handvað not- uðu menn þannig að endinn á kaðlinum var festur uppi og menn handstyrktu sig niður og upp af eigin afli. Ef um loftsig var að ræða, þ.e. þegar menn náðu ekki að bjarginu var notað tábragð í flestum tilfellum til að létta und- ir, enda öllum skiljanlegt að flest- um verður ofraun að draga sig upp á höndunum einum. Handvaður var notaður með eða án tábragðs og því langsótt skilgreining að einhver hafi ekki farið á handvað heldur tábragði! Þetta er orðnotkun sem ég hef frá eldri mönnum en Jóni á Fagra- nesi. Um förina á Kerlingu vorið 1952 er það að segja að þar ber greinilega mikið á milli í nokkmm atriðum hjá þeim Sigur- finni og Jóni. Þar var ég ekki við- staddur en heyrði frá þessu sagt eins og fleiri. Þykir mér með ólík- indum hvað margt af því sem ég taldi mig muna um þessar frá- sagnir reynist vera fjarri raunveru- leikanum. Ég hafði komist að þessu áður en ég gekk frá bókinni og reyndi nokkuð til að fá sam- ræmdar frásagnir þátttakenda þótt ekki tækist betur til en raun ber vimi. Verður því hver og einn sem les frásagnir þeirra Jóns og Sigur- fmns að trúa því sem honum þyk- ir trúlegast í því efni. Nú mun ég ekki fara í meiri sparðatíning úr leiðréttingum Jóns, enda slæmur í baki og hef lengi verið. En ég tek undir það með honum að rétt sé að leita heimilda og geta þeirra. Kemur mér þá í hug að Jón vitnar til Skagfirðingabókar 1994, bls. 139 um sviplegt fráfall Friðriks Jóns- sonar vorið 1923. í áttunda hefti Skagfirskra fræða, sem ber heitið Drangey og kom út árið 1950, gefið út af Sögufélagi Skagfirð- inga er þáttur um ömefni í Drang- ey, ritaður af Kolbeini Kristins- syni fræðimanni á Skriðulandi. Þar er getið Svarta-skúta í Lamb- höfða. Orðrétt á bls.9: „í þessum skúta var að bjargsigi Friðrik Jónsson frá Sauðárkróki, er hann hrapaði til dauða árið 1925”. Svo bregðast nú krosstré sem önnur tré og hvenær skyldi ntaður treysta heimildum og hvenær var- ast þær? En þá er komið að þeim þætti þessa Drangeyjarþáttar í bók okk- ar Sigurfinns þar sem þyngst er undiraldan og varðar samstarfsslit þeirra við nýtingu Drangeyjar til eggjatöku. Það þykir mér mjög að vonum að Jóni hugnist ekki þessi kafli, hvorki að efni né orðalagi, en á því síðamefnda hlýt ég að taka alla ábyrgð. Jón ber af sér öll óheilindi í þessu máli og sparar nú hvergi tilvitnanir í fundargerðir, ártöl og dagsetningar. Það þótti Finna mínum verst eftir að hafa

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.