Feykir


Feykir - 19.07.2000, Blaðsíða 2

Feykir - 19.07.2000, Blaðsíða 2
2 FEYKIR 25/2000 Oft hlaupið fleiri í Krókshlaupinu Krókshlaupið fór fram laug- ardaginn l.júlí sl. í ágætu veðri, þó nokkurs mótvindar gætti á lokakaflanum og áttu hlaupar því erfitt um vik að bæta sinn persónulega árangur. Þátttaka hefur oft verið betri en að þessu sinni en þó vel viðunandi. Urslit í hlaupinu urðu þessi: Karlar 17-39 ára: 1. Jón Þór Jósepsson 41:08 2. Dofri Þórðarson 43:42 3. Birgir Gunnarsson 43:56 4. Arnar Þór Snorrason 53:53 Konur 17-39 ára 1. María Haraldsdóttir 53:04 2. Hrefna Bjamadóttir 56:23 Karlar 40-49 ára: 1. Guðmann Elíasson 37:39 2. Guðmundur Jensson 39:59 3. Bjami Ó. Bjamason 43:59 4. Árni Stefánsson 44:18 5. Ólafur Þorbergsson 44:40 6. Viggó Jónsson 48:10 7. Kristján Kárason 54:36 Konur 4049 ára: 1. Guðrún K. Sæmundsd. 49:26 2. Herdís Klausen 50:00 3. Sigríður Svavarsdóttir 51:29 4. Sigríður Stefánsdóttir 53:23 5. Margrét Stefánsdóttir 55:10 6. Vilborg Björgvinsd. 58:04 7. Hulda Kristjánsd. 1:05:36 Karlar 50 ára og eldri: 1. Ómar Kristjánsson 40:24 2. Óskar Jónsson 46:24 3. Gunnar J. Geirsson 47:07 4. Snorri B. Sigurðsson 49:00 5. Aðalsteinn Geirsson 50:47 6. Guðm. G. Þórarinss. 01:01:44 Konur 50 ára og eldri 1. Aðalheiður Amórsd. 55:11 2. Lína Gunnarsdóttir 56:48 Þrír fyrstu 17-39 ára karlar: Birgir, Jón og Dofri. Konur 17-39 ára: María og Hrefna. Þrjár fyrstu 40-49 ára konur: Sigríður, Guðrún og Herdís. Þrír fyrstu 4049 ára karlar: Bjami, Guðmann og Guðmundur. Ibúðalánasjóður var stofnaður l.janúar 1999 og er sjálfstæð ríkisstofnun. Hlutverk sjóðsins er að stuðla að öryggi og jafnrétti í húsnæðis- málum með lánveitingum sem auka möguleika fólks til að eignast eða leigja húsnæði á viðráðanlegum kjörum. Hjá íbúðalánasjóði starfa um 50 starfsmenn í Reykjavík og 10 á Sauðárkróki. Sauðárkrókur er stærsti þéttbýliskjarninn á Norðurlandi vestra, bærinn hefur verið í örum vexti undanfarin ár og búa þar nú um 2800 manns. Á Sauðárkróki er fjölþætt atvinnulíf og vel er staðið að allri samfélags- og heilbrigðisþjónustu. Auk leikskóla, grunnskóla og tónlistarskóla er Fjölbrauta- skóli Norðurlands vestra á Sauðárkróki. Sauðárkrókur liggur vel við samgöngum við aðra landshluta. íþrótta- og félagslíf er mjög blómlegt og gott framboð afþreyingar af ýmsum toga. Lögfræðingur Sauðárkróki Laus er til umsóknar staða lögfræðings á innheimtusviði íbúðalánasjóðs á Sauðárkróki. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst. Starfssvið Skjalagerð og lögfræðileg símaráðgjöf. Úrlausn ýmissa lögfræðilegra erinda auk annarra verkefna. Menntunan- og hæfniskröfur Lögfræðimenntun. Góðir skipulags og samskiptahæfileikar. Frumkvæði og metnaður til að beita faglegum vinnubrögðum. Áhugi á húsnæðis- og lánamálum. I boði er góður starfsandi og möguleiki á endurmenntun í starfi. Nánari upplýsingar veitir Svanhildur Guðmundsdóttir hjá íbúðalánasjóði milli kl. 10.00 og 12.00 frá og með þriðjudeginum 1 I. júlí, í síma 455-5505. Skriflegar umsóknir skulu sendast til íbúðalánasjóðs fyrir 23. júlí nk. merktar: Ibúðalánasjóður “Lögfræðingur" Ártorgi I, 550 Sauðárkróki Öllum umsóknum verður svarað og með þær farið sem trúnaðarmál. ✓ Ibúðalánasjóður Gáttir í ash Gall- eríi Laugardaginn 22. júlíkl. 14opnarSvein- björg Hallgrímsdóttir grafíksýningu í Galler- íi ash í Varmahlíð í Skagafirði. Sýninguna nefnir hún Gáttir en myndefnið er aðalega sótt í innbæinn á Akur- eyri. Sjónarhomið er gluggar og dyr (gáttir) sem gefa húsunum svip og persónuleika. Sveinbjörg stofnaði og rekur gallerí Svartfugl í Listagilinu á Akur- eyri. Þetta er sjötta einkasýning hennar en auk þess á hún að baki fjölda samsýninga. Sýningin er opin alla daga nema þriðjudaga og henni lýkur 11. ágúst. Kemur út á miðvikudögum. Utgefandi Feykir hf. Skrifstofa: Ægisstíg 10, Sauðái'króki. Póstfang: Box 4, 550 Sauðárkróki. Símar: 453 5757 og 453 6703. Myndsími 453 6703. Farsími 854 6207. Netfang: feykir @ krokur. is. Ritstjóri: Þórhallur Ásntundsson. Fréttaritari: Örn Þórarinsson. Blaðstjórn: Jón F. Hjartarson, Guðbrandur Þ. Guð- brandsson, Sæmundur Hennannsson, Sigurður Ágústsson og Stefán Árnason. Áskriftarverð 170 krónur hvert tölublað með vsk. Lausasöluverð: 200 krónur með vsk. Setning og umbrot: Feykir. Prentun: Hvítt & Svart hf. Feykir á aðild að Samtökum bæja- og héraðs- fréttablaða.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.