Feykir


Feykir - 19.07.2000, Blaðsíða 8

Feykir - 19.07.2000, Blaðsíða 8
19. júlí 2000, 25. tölublað, 20. árgangur. Sterkur auglýsingamiðill Hlutafélagið Eyjaskip gerir út Hraðskeytt skip til skemmtisiglinga Hraðskeytt skip til skemmti- siglinga hefur verið keypt til Skagafjarðar og kom það í hendur nýrra eigenda um síð- ustu mánaðamót, en um kaupin var stofnað hlutafélagið Eyja- skip ehf. Skipið heitir Straumey en hét áður Hafrún og var þá gert út frá Stykkishólmi. Bátur- inn tekur allt að 62 farþega í siglingu. Það eru Sigurður Friðriks- son, sem rekur ferðaþjónustuna á Bkkaflöt skammt frá Varma- hlíð, og Þorgrímur Ómar Una- son á Hofsósi, sem em aðaleig- endur Eyjaskipa og mun Ómar sjá um daglegan rekstur skips- ins. Ómar segir að meiningin sé að stunda skemmtisiglingar urn Skagafjörð, umhverfis Drang- ey, vestur og norður fyrir Málmey og að Þórðarhöfða. Ómar, sem hefur boðið upp á slíkar ferðir á litium bád í nokk- ur ár, segir að mikil eftirspum sé eftir siglingum um Skagafjörð- inn, enda hafi ferðamanna- straumur þangað aukist til muna síðustu ár og fólk stoppi nú lengur en áður. Hann segir að kaupin á bátnum hafi komið snögglega til og því séu þeir fé- lagar í raun að byrja að kynna nýja afþreyingarmöguleika. Að sögn Ómars er þægileg- ur hraði á Straumey 18 mílur á klukkustund og því komi vel til greina að fara lengri ferðir á bátnum, nefnir hann t.d. út með Ströndum, til Héðinsfjarðar og jafnvel til Grímseyjar, allt eftir vilja viðskiptavina. ÖÞ. Eins og sjá má er mikið og gott rými fyrir farþega í Straumey. Ómar Unason skipstjóri og annar tveggja aðaleigenda í far- þegasal skipsins. Trúlega hafa þessar ungu og snotru peysufatakonur á Hofsósi skemmt sér vel á Hofsós 2000. Brottfluttir Hofsósingar fjölmenntu á átthagamótið Mikill mannfjöldi var saman- kominn á Hofsósi um helgina, þar sem haldin var hátíðin Hofsós 2000. Fólk með rætur til Hofsós flyktist í þorpið, heiiu fjölskyldurnar komu saman, og strax á föstudags- kvöld var orðið fullt út úr dyr- um í kaffihúsinu Sólvík og Sigtúni, en opið var á báðum stöðum. Veðrið var Iíka yndælt þetta kvöld eins og um helg- ina, þó svo að nokkuð hressi- legar hitaskúrir hafi gert á Iaugardeginum. A laugar- dagskvöld var síðan húsfyllir í Höfðaborg á dansleik með Hljómsveit Geirmundar. „Þetta var ákaflega vel heppnað og fólk mjög ánægt. Þetta fór vel af stað á föstudags- kvöldið og þá þegar mikið líf í þorpinu. Minna varð úr veiðinni á laugardaginn út af úrkominni enda mikið vatn komið í ána, en það gerði ekkert til. Fólk spjall- aði saman í tjöldunum og það var tekið til við leiki og mikið að gerast á íþróttavellinum, þar sem fram fór heilmikill fótboltaleik- ur. Við grilluðum síðan við Höfðaborg um kvöldið og svo var farið á ballið, eða spjallað saman fram eftir nóttu”, sagði Björgvin Guðmundsson aðalfor- sprakkinn fyrir hátíðinni. Björgvin segist ekki þora að giska á hvað margt hefði verið í þorpinu um helgina, en um 400 manns hefði verið á ballinu og fjöldi tjaldvagnanna mikill auk þess sem erfitt hafi reynst að fá gistingu á Hofósi þessa helgi, Þegar Hofsósingar voru að ganga til rekkju að lokinni átt- haga-hátíð sinni aðfaranótt sunnudagsins sást til þriggja pilta þar sem þeir voru að dunda sér við að fjarlægja garð- styttur úr görðum í þorpinu. Lögreglunni á Sauðárkróki var gert viðvart og voru piltamir gómaðir á leið sinni til Sauðár- króks. Reyndust þeir auk þrátt fyrir að þar sé þónokkuð framboð á góðri gistingu hjá ferðaþjónustunni. „Eg get heldur ekkert sagt um það hvenær næsta Hofsóshá- tíð verður haldin og óvfst hvort ég stend fyrir henni. Það eru fimm ár síðan við komum síðast saman og mér finnst hæfilegt að láta þann tíma líða á milli”, sagði Björgvin. tveggja stórra garðstyttna hafa í fórum sínum áfengisflöskur sem þeir hnupluðu af tjaldstæð- inu og eitthvað smádót voru þeir líka með sem lögreglan tók í sína vörslu. Drengjunum var sleppt að lokinni yfirheyrslu enda málið upplýst. Að öðru leyti var um rólega helgi að ræða hjá lögreglunni í Skaga- firði. Stálu styttum úr görðum á Hofsósi ...bílar, tryggtagar, bækur, ritföng, framköllun, rammar, tímarit, ljósritun, gjafavara... BÓKABÚÐ BRYHJABS SUÐURGÖTU 1 SÍMI 453 5950

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.