Feykir


Feykir - 02.08.2000, Blaðsíða 2

Feykir - 02.08.2000, Blaðsíða 2
2 FEYKIR 26/2000 I>að var að byrja fundur um Mistral-verkefnið sem Evrópusambandið styrkir. Guðmundur Örn Ingólfsson í Máka til hægri, þá R.H. Hilderbeek Hollendingur frá ES, Orri Hlöðvarsson framkvæmdastjóri Atvinnuþróunarfélagsins Hrings sem stjórnar verkefninu, Claes Edlund Svíi frá ES og Jakop Frímann Þorsteinsson nýráðinn starfsamaður Hrings. Mælífellshnjúkur Sjötíu manns í helgi- stund í rjóma blíðu „Þetta var ógleymanlegur dagur, og ég býst við að hann verði það fyrir flesta þá sem þarna voru. Eg veit ekki til þess að helgistund hafi verið haldin á þessum stað áður”, segir séra Olafur Þór Hallgrímsson á Mælifelli, en sunnudaginn 23. júlí efndu prestamir í Skagafirði til göngu á Mælifellshnjúk og bænastundar á hnjúknum. Sjötíu manns tóku þátt í ferðinni. Lagt var upp frá Mælifellsdal um 12,30 og stoppað á tveimur stöðum á leiðinni upp. Voru þær stundir nýttar til lesturs úr fjall- ræðunni. Athöfnin á hnjúknum hófst kl. 15, stutt helgistund. Séra Olafur flutti hugvekju og sungin voru nokkur vers og lesnir ritningatextar. Kristján Stefánsson frá Gilhaga lýsti því sem fyrir augu bar af hnjúknum, ‘en veður var ákaflega bjart og fagurt, hægur sunnan andvari og sól, og var því ekki hægt að óska sér betra veðurs til fjallgöngunn- ar. Fólk á öllum aldri tók þátt, þeir elstu voru 75 ára og yngstu 7 ára. Að sögn séra Olafs kviknaði þessi hugmynd hjá prestunum í vor. „Við vorum að ræða um það að gera eitthvað sérstakt og skemmtilegt í tilefni kristni- tökuársins og þessi ágæta hug- mynd kom upp”, sagði séra O- lafur á Mælifelli. Barrinn kominn í Fljótin Svava Lilja Magnúsdóttir, Ragnheiður Sveinsdóttir og Sveinn Benónýsson hjá Brauð- og kökugerðinni á Hvammstanga. Brauð- og kökugerðin á Hvammstanga 20 ára Barrinn er kominn í Fljótin og virðist una þar mjög vel hag sínum. Guðmundur Örn Ingólfsson framkvæmda- stjóri Máka segir unun að horfa á fiskinn í kerjunum, hann sé þar afslappaður og líði greinilega vel. Byrjað var að flytja flskinn út í FÍjót rétt fyrir niiðjan júlí og þangað er nú komið um 3 tonn af 70- 100 gramma fiski. Barrinn verður alinn í 500 grömm í Máka II á Lambanesreykj- um en áætlað er að stöðin verði komin í full afköst í byrjun næsta árs, um 1000 tonna ársframleiðslu. Miklar breytingar þurfti að gera á stöðinni á Lambanes- reykjum sem Máki keypti af Byggðastofnun. Þær stærstu eru þær að byggt var 300 fer- metra hús við stöðina þar sem sjótökubúnaði og endurnýting- arkerfinu var komið fyrir. Greinilegt er að við það verk hafa menn þurft að útfæra hlut- ina vel, en það er stækkuð út- gáfa á kerfínu í litlu stöðinni á Sauðárkróki og tengd Mistral- verkefninu sem ES styrkir. Björn Theódórsson stöðvar- stjóri í Máka II skýrði kerfið fyrir blaðamanni Feykis og ljóst er að um mjög tæknilega fullkomið keifi er að ræða þar sem sjónum er marg umbreytt til að gera löginn sem hæfastan fyrir eldið, en sjórinn tapar nokkru af eiginleikum sínunt við að fara í gegnum endumýt- ingarkefið. Björn vakti athygli blaðamanns á því að inn- takslögnin er einungis um 180 mm og trúlega væri hægt að komast af með minna inntak, en karfið margnýtir sjóinn. Guðntundur Örn fram- kvæmdastjóri Máka segir að ágætlega líti út með fjármögn- un á fyrirtækinu og menn séu ákveðnir í því að standa vörð um Máka II. A aðalfundinum sem haldinn verður 12. ágúst nk. verður lögð fram tillaga um að auka hlutafé í fyrirtækinu um 40 milljónir, og þar kemur svo í ljós hvort nýir hluthafar ætli að taka þátt, en stóm áætl- anirnar eru þær að taka strand- eldiskerin við Hraunakrók í notkun. Þar verði fiskurinn al- inn í kílóstærð, sem þýði mun verðmætari afurð, og við hvert ker í Hraunakróki nærri tvö- faldist afköst Máka II, og stóru plönin gera ráð fyrir 7-10.000 tonna ársframleiðslu. Guðmundur Örn segir að vel hati gengið að afsetja barr- ann og ágætis skilaverð fengist, þrátt fyrir að við seinkun á Máka II hafi orðið að slátra minni fiski en ella. Skilaverð hafi verið 4-500 krónur á kíló, en Magnús Andrésson hjá Isalt, nýi bóndinn í Armúla í Skaga- firði, sér um sölu á fiskinum og hefur það gengið vel. Tuttugasta júní sl. voru 20 ár liðin frá því að Sveinn Benón- ýsson bakari opnaði Brauð- og kökugerðina á Hvamms- tanga. Þótti mörgum það bí- ræfni hjá Sveini að fara út í þessa starfsemi í ekki stærra byggðarlagi með öflug bakarí til sitthvorrar handar, á Blönduósi og í Borgamesi. „A þessum tíma vomm við að baka eina kökutegund á dag fyrir utan matarbrauðin. Hús- mæðumar vom þá meira heima en nú tíðkaðist, að hugsa um börn og bú, og það þótti sjálf- sögð búmennska að baka fyrir heimilið. En þetta hefur verið að breytast með árunum og í dag bökum við fjölda kökuteg- unda á hverjum degi. Fólk vill hafa þónokkurt val um það hvað það fær sér með kaffinu og nú kemur maður inn á heim- ili hjá fyrirmyndar húsmæðmm þar sem bakaríisbrauð em á borðum", sagði Svava Lilja Magnúsdóttir kona Sveins, en hún varð fyrir svömm þegar blaðamaður Feykis leit við í sýningarbás Brauð- og köku- garðarinnar á Atvinnu 2000 sýningunni á Hvammstanga nýlega. Sveinn bakari hafði í nógu öðru að snúast en ræða við blaðamenn. Svava sagði að Brauð- og kökugerðin hefði dafnað nokk- uð vel á þessuin 20 ámm. I dag starfa 6 manns hjá fyrirtækinu og að sjálfsögðu hefur það sótt ntarkað út fyrir Húnaþing vestra, enda það markaðssvæði í það minnsta fyrir bakarí með fjölbreytt vömframboð. Starfsmenn Máka á Lambanesreykjum: Jónas Baldursson, Hafliði Jónsson og Jón Sigvaldason gá að barranum sem er afslappaður í kerjunum. Kemur út á miðvikudögum. Útgefandi Feykir hf. Skrifstofa: Ægisstíg 10. Sauðárkróki. Póstfang: Box 4, 550 Sauðárkróki. Símar: 453 5757 og 453 6703. Myndsími 453 6703. Farsími 854 6207. Netfang: feykir @ krokur. is. Ritstjóri: Þórhallur Asmundsson. Fréttaritari: Örn Þórarinsson. Blaðstjórn: Jón F. Hjartarson, Guðbrandur Þ. Guð- brandsson, Sæmundur Hermannsson, Sigurður Ágústsson og Stefán Ámason. Áskriftarverð 170 krónur hvert tölublað með vsk. Lausasöluverð: 200 krónur með vsk. Setning og umbrot: Feykir. Prentun: Hvítt & Svait hf. Feykir á aðild að Samtökum bæja- og héraðs- fréttablaða.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.