Feykir - 02.08.2000, Blaðsíða 4
4 FEYKIR 26/2000
„Þetta er ekki sem verst hjá ykkur strákar“
Dubbi Stebbu hefur frá ýmsu að segja af unglingsárunum á Króknum
Orðspor manna getur verið af ýmsum toga, og kannski mismunandi hvað
þeir vinna sér til frægðar. Tveir eru þeir menn af Króknum sem líklega hafa
orðið frægari en aðrir fyrir prakkarastrik, eftir sögum að dæma. Annar er
Bjössi bomm, sem skrifað hefur tvær bækur um sinn ferlil, Glampar á götu
og Blautt og þurrt fyrir vestan. Hinn er Dubbi, öðm nafni Guðmundur Þór
Asgeirsson, en um hann hafa enn ekki verið skráðar neinar sögur. Dubbi
var frægur fyrir uppátæki sín á árum áður, og þekktur er hann bæði austur
um og vestur eftir að sjómannsferillinn byrjaði fyrir alvöm. En á Króknum
var hann þekktur fyrir sín djörfu uppátæki, sem féllu í misjafnan jarðveg.
Til að mynda hefur Magnús heitinn Bjamason kennari ekkert verið öfunds-
verður af því að fást við Dubba. Hann neyddist til að reka hann úr skólan-
um, en Dubbi lét sér ekki segjast, fór heim náði í boga sinn og örvar og birt-
ist síðan í dyrum kennslustofunnar með bogann spenntan. Magnús bar
kennslubækumar fyrir sig miðjan til að verjast, og Dubbi hleypti af. Það var
þó ekki lengi sem Dubbi var í skólafríinu. Hann sá að það var þó ennþá
verra að vera utan skólans, því þar vom allir leikfélagarnir og Dubbi leitaði
því sátta við Magnús um að fá inntöku í skólann að nýju.
Ýmislegt var rifjað upp þegar Dubbi
kom í heimsókn á Krókinn um daginn,
en hann hefur búið í Bíldudal ásamt
fjölskyldu sinni í mörg ár, gerir þar út á
innfjarðarrækjuna, og siglir á miðin á
inniskónum til að ná í skammtinn, eins
og hann sjálfur hefur sagt.
„Það allra eftirminnilegasta og
skemmtilegasta sem ég man eftir, en
það var reyndar svolítið óþægilegt
meðan á því stóð, var þegar Adolf
stjúpi minn keypti drossíuna um 1955,
en þá voru nokkrir bílar keyptir í bæ-
inn. Hann tók mig og mömmu með í
ökutúr niður á Sanda og lofaði okkur
þar að taka í og prófa bílinn. Það var nú
ekki mikil umferð þarna á þessum
tíma. Mamma var að keyra og þá birt-
ist allt í einu bíll sem kom á móti okk-
ur. Pabbi hallaði sér yfir til hennar, en
þegar bíllinn nálgast og hann sér hver
þetta er, þá henti hann sér ofan á
mömmu í framsætinu. Pabbi heilsaði
Jóhanni Salberg sýslumanni, sem varð
strax eitthvað kyndugur á svipinn, og
þeir tóku tal saman. Og mammma lá
þarna eins og klessa undir pabba og
önnur hendin kom máttleysileg út und-
an sætinu og kraflaði svona ráðleysis-
lega aftur í til mín. Til að sýsli tæki síð-
ur eftir þessu hallaði ég mér að fram-
sætinu til karlanna, blandaði mér í
samræðurnar, og setti hendina yfir
hendina á mömmu. En þetta var stutt
spall, sýslumaðurinn gerðist æ kynd-
ugri á svipinn og hann kvaddi síðan í
skyndingu og keyrði burtu.
Ekki fyrir svo ýkja mörgum árum
hitti ég svo Jóhann Salberg á biðstofu í
Reykjavík og spurði livort hann mundi
nokkuð eftir þessu atviki á Söndunum.
Hann kvaðst vel muna það og hann
hafi fyrst verið að spekúlera í því hvort
að Adolf sæti á púða í framsætinu, en
svo hafi hann áttað sig á því hvers kyns
var.
Hjá Alla og Gunnu í Nesi
Á þeim árum sem Dubbi var að al-
ast upp var mikið um það að strákar
færu í sveit að sumrinu. Dubbi var
sendur til systkinanna í Villinganesi
Alla og Gunnu. Dubbi segir að þar hafi
svo sem verið ágætt að vera, en þó hafi
hann strokið þaðan einu sinni.
„Eg keyrði þama frameftir í gær og
mældi vegalengdina. Þetta eru rúmir 50
kílómetrar sem ég gekk, enda var ég
orðinn býsna þreyttur þegar ég kom á
Krókinn. En það var enginn miskunn
ég var sendur strax í sveitina daginn
eftir.
Myrkfælinn í sendiferðum
Það var býsna mikið verk að vera
kúasmali í Villinganesi og kýmar vildu
rangla ansi mikið þegar maður var að
reka þær. Svo var það einu sinni að þau
systkinin fóru í afmælisveislu á bæ í
sveitinni, Breið. Mér virtist að það tíðk-
aðist að gefa vínflösku í afmælisgjöf
þarna í sveitinni. Alli var búinn að
kaupa flösku af dýrindisvíni, en var
alltaf að smáseilast í hana, þótti greini-
lega „bragðið” gott, þannig að á endan-
um þurfti hann að fara að leita að fleyg
undir restina. Ég hafði svolítið gaman
af jjessu.
Nú svo fóm þau í afmælið og ég átti
að bera ábyrgð á kúnum. En það var
eins og kýrnar væru meðvitaðar um
það að nú var við mig einan að fást og
þær rangluðu þvers og kms um holtið
þannig að ég missti gjörsamlega tökin
á þessu skylduverki mínu. Ég var í öng-
um mínum og sá að nú væri besti kost-
urinn að strjúka. Fór heim og náði í
góða gönguskó sem Ingibjörg Smith
systir stjúpa míns hafði gefið mér og
lagði svo af stað í gönguna miklu á
Krókinn. Það keyrðu náttúrlega bílar
um veginn, en ég var þá snöggur til og
henti mér á grúfu í vegkantinn.
Seinna var ég svo sendur á fleiri bæi
í sveit. Meðal annars héma í nágrenn-
inu eins og Ásgeirsbrekku í Viðvíkur-
sveit og þaðan fannst mér nú alveg
bamaleikur að strjúka eftir að hafa lagt
að baki þessa vegalengd úr Villinga-
nesi.
Ég var svolítið myrkfælinn [regar ég
var í Nesi hjá Alla og Gunnu. Mér
Dubbi, svolítið alvörugefnari en áður.
fannst það t..d ekkert sérstakt þegar ég
var sendur í kvöldrökkrinu með mjólk-
ina út hálsinn að vegamótunum við
Tunguháls, enda hafði maður dmkknað
þama skammt frá nokkru áður. Mjólk-
ina flutti ég á kerru sem hestar vom
spenntir fyrir. Kerran hristist heil ósköp
og mér fanst þetta frekar þreytandi
ferðalag.
Það var heldur ekki mitt uppáhalds-
verk þegar ég var sendur upp á þak til
að slökkva á vindrellunni. Þegar nóg
rafmagn var komið á geyminn var gott
að losna við hávaðann ffá henni, en það
var alltaf beigur í mér að skríða upp
bratt þakið í myrkrinu og paufast bak
við stélið á rellunni til að slökkva á
henni. Það var eins gott að skrika ekki
fótur á hálu þakinu.
Veiðiferðin í Fljótin
Sjómennskan og veiðiskapurinn
heillaði Dubba snemma og honum er
minnisstætt veiðiferðin og útilegan út í
Fljót, sem hann fór ásamt félaganum
Óskari Jónssyni, sem nú er yftrlæknir á
Heilbrigðisstofnuninni á Sauðárkrók.
„Við Óskar tókum með okkur
veiðistangirnar og nokkur bjúgu sem
við ætluðum að elda ef að veiðin brigð-
ist. Við fengum að tjalda á Syðsta -
Mói, niður við vatnið. Og ekki þuifti að
bíða lengi eftir að biti á. Þessi stærðar
urriði sem kom á nánast í fyrsta kasti.
Við britjuðum hann niður í smáa bita til
að fljótlegt yrði að sjóða hann á
prímusnum. En þegar til kom reyndist
okkur ógjömingur að koma lagi á þetta
eldunartæki okkar sem orðið var lélegt.
Þegar frá leið fór svengdin að segja
til sín og það varð úr að við fórum nið-
ur í Haganesvík og ætluðum að fá okk-
ur eitthvað að borða í kaupfélaginu fyr-
ir þessar fáu krónur sem við höfðum
meðferðis. En þá hittist svo á að það
var lokað í Víkinni enda frídagur versl-
unarmanna.
Óskar taldi rétt að fyrst ég var ættað-
ur þama úr sveitinni væri ekki svo vit-
laust að ég bankaði uppá í húsunum
þarna og bæði um vatn að drekka, í
þeirri von að fólk sæi hvað við væmm
svangir og aumkaði sig yfir okkur. Jú,
ég bankaði í nokkrum húsum og kvaðst
vera sonur Stefaníu Frímanns frá Aust-
ara - Hóli. „Nú ertu sonur Stebbu frá
Hóli”, sagði fólkið og það var sjálfsagt
að við fengjum vatnið, en annað var
okkur ekki boðið, þannig að sveitung-
arnir þama útfrá hafa nú ekki veriði í
sérstöku uppáhaldi hjá mér síðan.
Við vorum alveg orðnir glorhungr-
aðir og sáum að það væri best að taka
upp tjaldið og flytja sig framar í dalinn,
fram að Austara-Hóli til afa og ömmu,
og þar fengum við nóg að éta.
A kolólöglegum veiðum
Við Kári Steindórs leigðum eitt
sumarið átta tonna trillu sem Aggi
Sveins átti. Við alveg rótfiskuðum,
miklu meira en Hörður Fríðu sem var
með fimm karla með sér á 38 tonna bát.
Þetta vor var nefnilega verið að dæla
upp úr höfninni og við Kári höfðum
það þannig að við fómm alltaf út á nótt-
unni og köstuðum við svæðið þar sem
pramminn losaði. Þama var reiðinnnar
býsn af fiski og við mokþénuðum, en
þetta vom auðvitað kolólöglegar veið-