Feykir


Feykir - 02.08.2000, Blaðsíða 3

Feykir - 02.08.2000, Blaðsíða 3
26/2000 FEYKIR 3 Söguarfínum haldið til haga á Revnistað Bæjardyraport Þóru endurgert Gengið úr kirkju í hinu mesta blíðskaparveðri. ÚTSALAN hefst fimmtudaginn 1. ágúsl Við athöfn í Reynistaðar- kirkju sunnudaginn 23. júlí var fagnað endurgerð bæjardyra- ports Þóru, en undanfarin miss- eri hefur verið unnið að endur- bótum á gamla bæjardyrahús- inu á Reynistað. Það er eitt af örfáum stafhúsum frá 18. öld sem enn stendurog það heilleg- asta. Það var þáverandi eigandi Reynistaðar, Þóra Bjömsdóttir biskupsekkja, sem lét endur- byggja bæinn á ámnum 1758- ’63 eftir að eldri bærinn brann. Eftir henni hefur Hörður Agústsson arkitekt nefnt húsið Bæjardyraport Þóm. „Það er alltaf gaman þegar vel er gert og ennþá frekar þeg- ar allir em á eitt sáttir. Þetta hús er falleg umgjörð um magnaða og merka sögu staðarins”, sagði Sigríður Sigurðardóttir for- stöðumaður Byggðasafnsins í Glaumbæ við athöfnina í Reynistaðakirkju en Byggða- safnið og Þjóðminjasafnið stóðu að lagfæringu hússins og nutu þar m.a. styrks frá mennta- málaráðuneytinu. Bjöm Bjamason mennta- málaráðherra var viðstaddur at- höfnina, en hann var á sínum tíma sumarstrákur á Reynistað. Bjöm sagði þetta verkefni eitt skemmtilegasta embættisverk sem hann hefði unnið, ekki síst fyrir tengsl sfn við Reynistað. Menntamálaráðherra vék að þeiiri sögu sem Skagafjörður geymdi og þar kæmi Reyni- staður ekki síst við sögu. Hann þakkaði Reynistaðamönnum fyrir að varðveita þennan arf. Bjöm vék að sumardvöl sinni á Reynistað og kvaðst eiga dýr- mætar minningar. Það hefðu verið forréttindi að kynnast þama tveimur tímum og t.d. væm ógleymanlegir túrarnir í hestakerrunni. Séra Gísli Gunnarsson for- seti sveitarstjómar Skagafjarðar hafði umsjón með athöfninni í kirkjunni, kirkjukórinn söng við undirleik Stefáns R. Gíslasonar og þær systur Berglind og Sara Katrín léku á blásturshljóðfæri. Þá flutti Hjalti Pálsson ritstjóri Byggðasögu Skagafjarðar ítar- legt erindi um sögu Reynistað- ar allt fram á þennan dag. Sigurður Jónsson bóndi á Reynistað tók við blómvendi sem þakklætisvotti frá sveitar- stjórn Skagafjarðar en Reyni- staðabændur varðveittu stafhús- ið með þvf að færa það í heilu lagi fram á hlað og byggðu þar yfir það. Það var Bragi Skúla- son hjáTrésmiðjunni Borg sem hafði umsjón með tréverki við framkvæmdina en Helgi Sig- urðsson sá um torf- og grjót- hleðslur. Fyrir dyrum gamla bæjardyrahússins: Sigríður Sigurðardóttir safnvörður í Glaumbæ, Sigurður Jónsson bóndi á Reynistað, honum á vinstri hönd eru síðan eiginkona dómsmálaráðherra og ráðherrann sjálfur Bjöm Bjamason. Messa á Ábæ á sunnudaginn Hin árlega messa í Ábæjar- kirkju í Austurdal fer fram nk. sunnudag 6. ágúst og hefst kl. 14. SéraÓlafur Þór Hallgríms- son sóknarprestur á Mælifelli prédikar og þjónar fyrir altari. Einsöng og tvísöng syngja Kristján Valgarðsson og Sigríð- ur E. Snorradóttir. Organisti er Bjami Valtýr Guðjónsson. Að venju verður boðið til kaffidrykkju að messu lokinni heima á Merkigili og eru það systkini Helga heitins Jónsson- ar sem bjóða til þess eins og þau hafa gert síðustu fjögur árin frá því Helgi lést. Næsta blað Feykis kemur út 23. ágúst.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.