Feykir


Feykir - 06.09.2000, Blaðsíða 2

Feykir - 06.09.2000, Blaðsíða 2
2 FEYKIR 28/2000 Menntun er skemmtun Vika símenntunar 4. - 10. september 2000 Vika símenntunar á íslandi er haldin að tilhlutan menntamálaráðuneytisins sam- kvæmt samþykkt UNESCO, sem hefur beint því til aðildarlanda sinna að vikan sé að þessu sinni tengd alþjóða læsisdeginum 8. september. Menntamálaráðuneytið mælist til þess að athyglinni sé sérstaklega beint að þeim sem hafa stysta skólagöngu og þeir hvatt- ir til sóknar. Oft stendur kjarkleysi og ó- vissa um möguleika í vegi þess að hið hæfasta fólk leiti sér ánægju og þroski hæfileika sína með frekara námi. Opinber markmið með vikunni eru að þessu sinni *að auka skilning þess hóps, sem síst stundar nám, á mikilvægi símenntunar. *að veita ráðgjöf um nám við hæfi og námsmöguleika sem standa til boða. *að styðja við þróum mismunandi leiða til ráðgjafar og til að nálgast markhópinn. *að stuðla að samstarfi fagaðila sem koma að símenntunarmálum *að stuðla að því að boðið sé upp á námstilboð sem höfði til markhópsins. Símenntunarmiðstöðvar á landsbyggð- inni em umsjónaraðilar viku símenntunar hver á sínu svæði. A Norðurlandi vestra var myndaður samstarfshópur fulltrúa verkalýðsfélaga, Svæðisvinnumiðlunar, atvinnuþróunarfélaganna Hrings og INVEST, Jafnréttisráðgjafa Norðurlands vestra og Farskólans, til undirbúnings. Hér hefur verið gengið út frá því við alla skipulagningu að sams konar dagskrá standi til boða alls staðar í kjördæminu og munum við leitast við að vera sýnileg, nýta prent- og ljósvakamiðla og nýjustu tækni til að koma málefninu á framfæri í heimabyggð hvers og eins. Meðal þess sem er í boði í vikunni má nefna ókeypis kynningu á fjamámskeiði í frönsku og franskri menningu. Þetta nám- skeið er tilraun sem við ætlum að hleypa af stokkunum í vetur og nýta okkur tækn- ina og fjarfundabúnaðinn sem allir íbúar Norðurlands vestra eiga aðgang að. Einnig verður símenntunarnámskeið fyrir sjúkraliða “Umönnun lungnaveikra” kennt í vikunni. Það námskeið verður kennt frá Neskaupstað og er kennslan í höndum Bjöms Magnússonar, sérffæðings í hjarta- og lungnasjúkdómum. Námsvísir FSNV - miðstöðvar sí- menntunar á að hafa borist í hvert hús, hér- aðsfréttablaðið Feykir er tileinkað mál- efninu og dreift á hvert heimili, svæðisút- varpið mun leggjast á sveif með okkur og helga morgundagskrána umfjöllun um sí- menntun á Norðurlandi. Fyrirtæki verða heimsótt og á föstudag verða fulltrúar undirbúningshóps um viku símenntunar á helstu samkomustöðum í- búanna, matvöruverslunum, ásamt hand- verksfólki sem mun kynna eitthvað af því sem í boði verður í vetur, á vegum Far- skólans og annarra. Samstarfshópurinn hvetur Norðlend- inga, einstaklinga sem forsvarsmenn fyrir- tækja, til að kynna sér möguleika sína á námi og símenntun og býður fram ráðgjöf og aðstoð við upplýsingaleit, hvort heldur er í viku símenntunar eða síðar. F.h. samstarfshóps um Viku símenntunar, Anna Kristín Gunnarsdóttir. í samstarfshópi um Viku sfrnenntunar sitja fulltrúar: Farskóla Norðurlands vestra - mið- stöðvar símenntunar, INVEST, Hrings At- vinnuþróunarfélag Skagafj. hf, stéttarfélaga á Norðurl. vestra, SvæðisvinnumiðlunarNorð- url. vestra og Jafnrétúsráðgjafinn á Norður. vestra. Að láta drauminn rætast Hvert á ég að snúa mér ef mig langar í frekara nám? Suma dreymir um velgengni... Aðrir vinna markvisst að því að ná ár- angri. Gildi símenntunar fyrir starfsframa og starfsöryggi er óumdeilanlegt. Ljóst er að vinnuumhverfið í íslenskum fyrirtækjum er að breytast og þær breytingar kalla á aukna menntun og sjálfstæðari einstak- linga. Krafan um vel upplýsta einstak- linga eykst stöðugt og eftirsóttustu eigin- leikar hjá starfsmönnum verða í næstu framtíð sveigjanleiki, hæfni til hópstarfs, hæfni til samráðs og færni í upplýsinga- leit. Þess vegna er það hverjum einstak- lingi afar mikilvægt að hafa stöðugan að- gang að menntun og upplýsingum. Hver og einn þarf í dag að vera undir það bú- inn að þurfa að gegna fleiru en einu starfi á ævinni, ekki er lengur hægt að undirbúa sig í eitt skipti fyrir öll á unglingsárunum þó menntun á þeim tíma sé vissulega mjög mikilvæg. Eins er nauðsynlegt að geta tileinkað sér nýja þekkingu og fæmi innan þess starfs sem einstaklingurinn gegnir því tækninýjungar eru örar og stöðugar breytingar framundan. Framboð á menntun er alltaf að aukast og aðgengi að henni sömuleiðis. Nú geta flestir nálgast þá menntun sem þeir hafa áhuga á í næsta nágrenni við sig, ef ekki í næsta skóla eða símenntun- arstofnun þá í fjamámi. Fjarnám á Byggðabrúnni er nú hægt að nálgast á öllum þéttbýlisstöðum á Norðurlandi vestra og fjarnám í gegn um tölvu geta allir stundað úr heimilistölvunni sinni ef hún er tengd veraldarvefnum. Eðlilegt er að mörgum, bæði unglingum og full- orðnum, reynist erfitt að rata um frum- skóg námsframboðsins en möguleg lausn á því er að leita sér ráðgjafar hjá næsta náms- og starfsráðgjafa. Á Norðurlandi vestra er t.a.m. boðið upp á ókeypis náms- og starfsráðgjöf hjá ráðgjöfum Svæðisvinnumiðlunar Norðurlands vestra og sú þjónusta stendur öllum til boða. Rannsóknir hafa sýnt að þeir sem minni menntun hafa eiga frekar á hættu að missa vinnuna og lenda í erfiðleikum með að komast aftur inn á vinnumarkað- inn. f nýlegri samantekt kemur fram að tæplega 70% þeirra sem eru atvinnulaus- ir hafa einungis gmnnmenntun eða gagn- fræðapróf og stutta starfsmenntun. Sam- bærilega menntun hafa hins vegar rétt rúmlega 40% þeirra sem eru starfandi á vinnumarkaðinum. Af [ressu má ráða að aukinni menntun fylgir aukið öryggi á vinnumarkaði. Þekking og hæfni getur þannig ráðið úrslitum í hörðum heimi samkeppninnar. Þá er talið að 7 af hverj- um 10 störfum sem lagst hafa niður á síð- ustu ámm hafi ekki krafist neinnar sér- þekkingar en á hinn bóginn þá krefjist núna sérþekkingar 7 af hverjum 10 störf- um sem skapast. Ef litið er til þessara upplýsinga má það vera ljóst að einhvers konar menntunar verður krafist af all- flestum starfsmönnum á vinnumarkaðin- um á næstu ámm. Sá sem einungis lætur sig dreyma um velgengni nær seint árangri. Að breyta draum í vemleika getur á stundum virst næsta vonlaust en reynslan sýnir að það er mögulegt. Dag hvem stendur sá sem lætur sig dreyma frammi fyrir ótal val- kostum og þarf að ákveða hvað hann ætl- ar gera. Hann getur valið að stíga fyrsta skrefið og leita sér ráðgjafar eða upplýs- inga um námsframboð eða hann getur valið að halda áfram að láta sig dreyma. Tilgangurinn með viku símenntunar er að sem flestir láti drauminn rætast. Líney Árnadóttir. forstöðumaður Svæðisvinnumiðlunar Norðurl. vestra. Eitt af því sem fólk þarf að gera upp við sig er hvort það ætlar að setjast á skólabekk í formlegt nám sem tekur fullan dagvinnutíma, eða hvort það hugsar sér frekar að vinna og læra utan vinnutíma í fjarnámi, kvöldskóla eða einhverju af því tagi. Hyggist fólk hefja fullt nám í dag- skóla en veit ekki nákvæmlega hvaða skóli eða námsbraut hentar því best, í ljósi áhugasviðs og reynslu, má alltaf byrja á að hafa samband við námsráð- gjafa Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra eða starfsmenn Farskólans. Hólaskóli veitir einnig upplýsingar um allt nám sem lýtur að landbúnaði, hesta- mennsku, fiskeldi og ferðaþjónustu. Kjósi fólk annars staðar en í Skagafirði að hefja eftirgrennslan heima hjá sér má benda á Svæðisvinnumiðlun Norður- lands vestra, Iðnþróunarfélagið eða stéttarfélögin sem aðstoða einnig eftir föngum. Staðreyndin er sú að jafnvel þó fólki sé nokkuð ljóst hvað það vill læra þá kunna að vera til margar og fjölbreyti- legar leiðir að settu marki. Sumir skól- ar bjóða samningsbundið nám til starfs- réttinda með all nokkrum reynslutíma á vinnumarkaði inniföldum í námi á með- an aðrir skólar bjóða starfsréttindanám með meiri skólagöngu. Sumir skólar eru sérhæfðir í matvælagreinum, aðrir með vélvirkjun og húsasmíði og svo mætti lengi telja. Síðan eru skólar sem bjóða fjamám og má gera ráð fyrir að námsframboð af því tagi fari vaxandi. Ef fólk er í stakk búið til að hefja nám á háskólastigi má fá upplýsingar og aðstoð hjá Farskóla Norðurlands vestra um það nám sem mögulegt er að stunda í fjamámi, hvort heldur það er með aðstoð tölva eða fjarfundabúnaðar sem staðsettur er á hinum ýmsu stöðum á Norðurlandi vestra. Geta má þess að stúdentsprófs er ekki alltaf krafist, ef fólk hefur náð ákveðnum aldri og öðlast ákveðna reynslu kann það að duga til að hefja tiltekið nám. Háskólamir í Reykjavík, Akureyri og Bifröst bjóða upp á ijamám og einnig Endurmenntun- arstofnun Háskóla íslands sem m.a. býður upp á mjög áhugavert rekstrar- og viðskiptanám. Einstaklingar geta hafið nám í því sem er í boði samkvæmt auglýstum námskrám. Ef hins vegar hópur fólks á tilteknum stað eða stöðum vill að á- kveðið nám verði boðið í fjamámi, sem ekki er auglýst samkvæmt námskrá, þá er mögulegt að semja um það sérstak- lega við viðkomandi skóla. Skilyrði er einungis að ákveðinn lágmarksfjöldi vilji hefja námið og má þá semja um verkefnið sem slíkt. Með þessu móti hafa áhugahópar um t.d. hjúkmnarfræði og leikskólakennslu náð fram kennslu í þeim fögum á stöðum eins og Sauðár- króki, Isafirði og Keflavík en kennt er frá Háskólanum á Akureyri. Að lokum hvetjum við fólk til að bera sig eftir björginni og láta heyra í sér. Hörður Ríkharðsson, er formaður stjómar Farskóla Norðurlands vestra - miðstöðvar símenntunar og starfsmaður INVEST. Óháð fréttablað á Norðurlandi vestra Kemur út á miðvikudögum. Utgefandi Feykir hf. Skrifstofa: Ægissú'g 10, Sauðárkróki. Póstfang: Box 4, 550 Sauðárkróki. Símar: 453 5757 og 453 6703. Myndsími 453 6703. Farsími 854 6207. Netfang: feykir @ krokur. is. Ritstjóri: Þórhallur Ásmundsson. Fréttaritari: Örn Þórarinsson. Feykir á aðUd að Samtökum bæja- og héraðsfréttablaða. Sérblað í tílefni Viku símenntunar 4.-10. september. Umsjónarmaður og ritstjóri Anna Kristín Gunnarsdóttir. Ritnefnd: Ásdís Guð- mundsdóttir, Ásdís Magnúsdóttir, Bjamheiður Jóhannsdóttir, Bylgja Björnsdóttir, Hörður Rík- harðsson, Jakob Frímann Þorsteinsson, Lilja J. Ámadóttír og Líney Árnadóttir.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.