Feykir


Feykir - 13.09.2000, Blaðsíða 1

Feykir - 13.09.2000, Blaðsíða 1
KIM. 13. september 2000, 30. tölublað 20. árgangur. Óháð fréttablað á Norðurlandi vestra raf sjá hf RAFVERKTAKAR SERVERSLUN MEÐ RAFTÆKI SÆMUNDARGÖTU1 SAUÐÁRKRÓKI Göngur og réttir, segja okkur að nú sé sumarið á enda og haust á næsta leyti. Um síðustu helgi var víða réttað í hinu besta veðri. í Víðidalstungurétt voru m.a. japanskir kvikmyndatökumenn, en þeir eru að gera 70 mínútna sjónvarpsmynd um göngur og réttir á íslandi, þar sem bæði kindum og hrossum er smalað eins og af Víðidalstunguheiðinni. Þar leika feðginin á Lækjarmóti Þórir ísólfsson og Sonja Líndal Þórisdóttir aðalhlutverkið. Myndin var hinsvegar tekin í Staðarrétt í Skagafirði sl. mánudagsmorgun. Sala á sauðfiárkvóta á Norðurlandi vestra Meira en áætlað var í Húnaþingi vestra - talsvert í Skagafírði en litið í A.-Hún. Fleiri umsóknir eru um sölu á sauðfjárkvóta í Húnaþingi vestra en búist var við. Þar er útlit fyrir að 12-13% af kvót- anum verði seldur í haust og bændur nýti sér þann kost að selja ríkinu framleiðslurétt- inn. Einnig er talsvert um að skagfirskir bændur nýti sér tækifærið að hverfa úr sauð- fjárframleiðslunni. Eins og staðan er í dag er útlit fyrir að 10% kvótans verði seldur í liaust. I Austur - Húnavatns- sýslu lítur hinsvegar út fyrir að litlar breytingar verði á Formaður sauðfíárbænda um flutning sláturfiár úr Skagafírði til Blönduóss „Margir bændur að hugsa sig um" - Verðstríð sem ekki er hægt að taka þátt í - segir Vésteinn í afurðadeild KS „Maður er hundfúll og það er alveg greini- legt að bændur eru margir hverjir mjög óá- nægðir með það sem KS býður og þetta er lægsta verðið hérna á svæðinu. Það sem við erum mest hissa á er að hérna er nýbú- ið að bæta sláturlínuna, sem bæði eykur af- kóstin og bætir framleiðsluna, þannig að maður hefði haldið að þeim hérna veitti ekki af fleira sláturfé, þannig að ég held að menn séu að taka alveg vitlausan pól í hæð- ina", segir Jóhann Már Jóhannsson for- maður Félags sauðfjárbænda í Skagafirði, en talsvert er um það í haust að skagfirskir bændur fari með dilka sína til slátrunar á Blönduós, sláturloforð frá þeim fyrir vest- an eru nú 4500 fjár og Jóhann segir að margir bændur séu að hugsa sig um. Jóhann segir að félagið sé búið að funda með kaupfélagsmónnum og senda bréf en það hafi ekki borið árangur og KS sé sá slát- urleyfishafi sem hafí komið minnst á móti kröfum bænda, en þær hafí verið hóflegar, eða 5,7% meðaltalshækkun frá því í fyrra og þar verið miðað við almenna verðlags- þróun í landinu. Jóhann Már segir að vitaskuld vilji menn helst slátra í heimahérðaði, en þegar það muni orðið tugi þúsunda, þá fari saman- burðurinn að vera heimaaðilanum óhag- stæður. Þannig bjóði Sölufélag Austur-Hún- vetninga tæpum 30 krónum ódýrari flutning á hverja kind og rúmum 40 krónum meira fyrir slátrið, auk þess sem þeir borgi Iíka betur fyrir kjötið, meira að segja 5-6 krón- um meira fyrir hvern af verðmestu flokkun- um, þar sem KS býður best, en í þá flokka fer reyndar minnsta kjötmagnið, að mati Jó- hanns Más. Vésteinn Vésteinsson hjá afurðadeild KS segist ekki verða var við þennan flutn- ing dilka til Blönduóss, sem frést hefur af. Þvert á móti sé sláturloforðum að fjölga hjá KS milli ári, séu um 2000 fleiri en í fyrra, þannig að horfur séu á að í haust verði slátr- að um 37.000 fjár. Vésteinn segir að KS hafi farið að tilmælum Félags sauðfjárbænda og borgi best fyrir verðmestu flokkana og það sé rangt hjá Jóhanni Má að KS bjóði lægsta verðið fyrir kjötið, þvert á móti sé félagið með næsthæsta kjötverðið fyrir utan SAH og Ferskar afturðir á Hvammstanga. Varð- andi flutningsgjaldið á fénu, segir Vésteinn að það sé óraunhæft og þarna sé SAH að efna til verðstríðs sem ekki sé hægt að taka þátt í. „Þetta er orðið algjört bull sem við tökum ekki þátt í. Við erum hér að borga sanngjarnt og eðlilegt verð." kvótahaldinu. Þar liggja ein- ungis fyrir tvær eða þrjár umsóknir. Svanborg Einarsdóttir ráðu- nautur hjá Búnaðarsambandi Vestur - Húnvetninga segir að þetta sé meira en búist var við þar sem Húnaþing vestra sé mjög sterkt sauðfjárræktar- svæði. Framleiðslurétturinn þar er rúmlega 24.300 ærgildi. Svanborg sagði ómögulegt að lesa neitt út úr þessum umsókn- um. Þania væri bæði um fjárfáa bændur allt upp í stórbú, sum hver mjög vel rekin. Svanborg sagði að ástæðurnar fyrir því að bændur væru að hætta í sauð- fénu væru líka af ýmsum toga, sumir að hætta en ætluðu samt að vera áfram á jörðinni, aðrir að selja en sá sem tekur við ætli ekki að fara í sauðféð. Egill Bjarnason hjá Búnað- arsambandi Skagfirðinga segir að um 30 umsóknir hafi borist, um 3000 ærgildi af 30,000 ær- gilda kvóta, og mest sé þetta frá minni fjárbændum, en fæstir þeirra með mjólkurframleiðslu, þannig að ekki væri um það nema í litlu mæli að menn væru með þessu að leita í aukna mjólkurframleiðslu. Egill sagði að ef eitthvað mætti lesa út iír umsóknunum, sem 15. október breystast í samninga, þá væri hreyfingin mest á Skaganum, í Skefilsstaðahreppi. „Það ereitt- hvað um að umsækjendur hafi auglýst sínar jarðir til sölu, þannig að þetta gæti hugsan- lega eitthvað breyst fram til 15. október", sagði Egill. Aðalgötu 24 Skr. sími 453 5519, fax 453 6019 •ALMENN RAFTÆKJAÞJÓNUSTA • FRYSTI- OG KÆLIÞJÓNUSTA • BÍLA- OG SKIPARAFMAGN • VÉLA- OG VERKFÆRAÞJÓNUSTA Ʊ bílaverkstæÖi sími: 95-35141 Sæmundargata Ib 550 Sauðárkrókur Fax: 36140 # Bílaviðgerdir Hjólbarðaviðgerðir Réttingar ^Sprautun

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.