Feykir


Feykir - 13.09.2000, Blaðsíða 6

Feykir - 13.09.2000, Blaðsíða 6
6 FEYKIR 30/2000 Hagyrðingaþáttur 301 Heilir og sælir lesendur góðir. Byrja þarf ég á að leiðrétta mistök í einni vísu er urðu í síðasta þætti. Mun nær sanni að hún sé á þessa leið. Mín á enda ferð er felld fljótt til vendi náða. En hvar svo lendi loks í kveld læt ég hending ráða. Þá er í síðustu vísu þáttarins rangt orð, og á fyrri hluti hennar að vera þannig. Sértu göfga gæddur þeim að gleðja hrakta smáða, (og svo framvegis). Gott er að rifja upp fleiri vísur eftir Villa frá Skáholti. Um samferðamann yrkir hann svo. Pétur laug og fór með fals flestöllum til baga. Hafði fyrir allt til alls alla sína daga. Um annan sem var talsvert öðmvísi skapaður orti hann svo. Óli sjúkra vitja vann vildi sárin græða. Launin, sem að hæfðu hann, harmur sár og mæða. Ein kemur hér í viðbót eftir Vil- hjálm. Þegar andinn eykur allra hendu mál. ljóðaharpan leikur af list í þinni sál. Það mun hafa verið Sveinbjöm Beinteinsson sem orti svo fallega kveðju. Óljóst man ég okkar skraf engri minning háður, það er fljótt að fenna í kaf flest sem spratt hér áður. Sortnar flest því sigin er sól að vesturfjöllum. Eg á mest að þakka þér þú varst best af öllum. Þar sem nú stendur yfir hjá sumum, þessi langþráði tími, göngur og réttir, er gott að rifja upp nokkrar vísur sem tengjast |x;im vettvangi. Jóni í Gýgjarhólskoti verður hugsað til liðinna gleðistunda í lágreistum heiðarkofum og yrkir svo. Lögin smá og ljóðin snjöll léttu gráum dofa. Breittu þá í háa höll heiða - lágum kofa. Trúlega hefur Kári Jónsson frá Valadal verið á ferð um Eyvindarstaða- heiði jregat' hann orti svo. Margan leit ég blómabing breiðar lendur grænar. Kindur bíta kvist og ling koma af heiðum vænar. Heilnæmt loftið heiðin gaf hennar gæði lofa. Eina nótt í ágúst svaf inni í Bugakofa. Ekki veit ég fyrir víst hvar Kári hef- ur verið staddur þegar þessi er gerð. Staka kveðin sterkri raust við stúlkur reynt að kela. Enn em réttir, enn er haust enn úr drukkið pela. Ein í svipuðum dúr. I sig gutli engu sulla efnahagur fyrirtak. Bændur dilka draga fulla drekka óblandað koníak. Næstu tvær vísur Kára munu vera ortar í Stafnsrétt. Ríða í göngur rétta stóð ræða löngum saman. Hér em föngin heldur góð hefjum söng og gaman. Hjörðin væn í hólfi stóð heiðina búið smala. Syngja drengir sumaróð sumaróð á bala. Kunnar vom hér á árum áður svo- kallaðar beinakerlingarvísur. Vom þær um langt skeið skemmtun gangna- manna og oft mikið kveðnar í göngum. Ein slík kemur hér sem ort mun hafa verið á Eyvindarstaðaheiði. Höfundur Gísli Ólafsson frá Eiríksstöðum. Fast í leyni að fomum sið flest þó mein á herði, mun ég reyna að mynnast við Munda í Steinárgerði. Önnur ort á sömu slóðum kemur hér eftir Gísla. Vel sá kynna vildi sig vanur að grynna trega. Brúnar Finnur beiddi mig bónar innilega. Ein vísa kemur hér enn af sama toga og mun Skarphéðinn Einarsson vera höfundur hennai'. Þrái ég drengi en kúri kjur hvatir þrengja að viltar. Ó að ég fengi að faðma ykkur fast og lengi piltar. Ekki veit ég í hvaða gangnaflokki eftirfarandi vísa hefur verið ort og heldur ekki hver er höfundur hennar. Grösin rotna um gmndirnar glös ei þrotna á munni, færa lotning félagar fjalladrottningunni. Og að lokum önnur vísa sem gerð mun vera við ferðalok og veit ég ekki heldur um höfund hennar. Okkur hefir ágætt þótt útivist á heiðum, sá um þessa síðstu nótt sálir á öllum leiðum. Veriði þar með sæl að sinni. Guðmundur Valtýsson, Eiríksstöðum, 541 Blönduósi, sími 452 7154. Bjöm Halldórsson bóndi Ketu Björn Hall- dórsson fæddist á Halldórsstöðum 29. nóv. 1943. Hann lést á sjúkra- húsi Reykjavíkur 5. sepember 2000. Foreldrar hans vom hjónin Hall- dór Gíslason bóndi á Halldórs- stöðum, f. 10. sept. 1909, d. 12. okt. 1998, og Guðrún Sigurðardóttir f. 27. júlí 1914 d. 25. mars 1986. Systk- ini Bjöms: Sigurð- ur f. 4. ágúst 1938 d. 25. ágúst 1938, Ingibjörgf. 10. júlí 1939, Sigrún f. 30. maí 1942, Sigurð- ur Jón f. 27. sept. 1947 d. 4. nóv. 1997. Efemía f. 10. júnf 1952, Erla f. 23. des. 1955, Skúlif. l.nóv. 1957. Bjöm kvæntist 1. júlí 1967 Hrefnu Gunnsteinsdóttur Ketu f. 11. apríl 1945. Foreldrar hennar em Gunnsteinn Steins- Nú myndir frá æskunni minningin ber um margt sem að gerðum við þá. Já meitluð í hugann er myndin af þér svo mikið var komið þér frá. Þú undir sem bóndi um ævinnar skeið og áttir þar gæfurík spor. Og aldrei þér betur í búskapnum leið en bundinn við sauðfé um vor. Þín natni í lífinu og umhyggja öll var allsstaðar metin og dáð. í ræktunarstörfum þú fjarlægðir fjöll er fræi til gróðurs var sáð. Því allt sem þú gerðir bar gróanda vott af gæðum var höndin svo rík. Að bæta og laga og gera allt gott og gleðja þín hugsun var slík. Þú árangur starfa og erfiðis naust þó ekki sem, óskuðum við. Því dauðinn þig kallaði, komið var haust hann kvaddi á eilífðarsvið. Nú kveðjum við bróðir, á kyrrlátri stund því Kristi er bundin sú trú. Að leið okkar allra hún liggi á fund um leið sem að genginn ert þú. (S.F.T.) Kveðja frá systkinum. sonf. lO.jan. 1915 ogGuðbjörg Guðmundsdóttirf. 15. apríl 1922. Böm Bjöms og Hrefnu eru Gunnsteinn f. 2. maí 1967. Sambýliskona hans er Sigríður Káradóttir f. 19. ágúst 1965. Synir þein-a em: Ægir Bjöm og Hrannar Öm. Böm Sigríðar af fýrra hjónabandi em: Steinunn og Hafþór. Guðrún Halldóra f. 2. júní 1968. Sigurðurlngimarf. 2. júlí 1977. Utför Bjöms fer fram frá Ketukirkju miðviku- daginn 13. septemberkl. 14. Tindastóll á hengiflugi - körfuboltavertíðin að hefjast Fyrstudeildarlið Tindastóls fór illa að ráði sínu sl. laugardag þeg- ar það tapaði 3:4 fyrir Skallagríms- mönnum á Króknum, í leik sem flestir töldu að Tindastóll ætti að vinna. Þessi úrslit þýða að Tinda- stóll er enn í bullandi fallhættu þegar liðið mætir IR í síðustu um- ferð á föstudagskvöldið, en sem betur fer breyttist staðan lítið á botninum þar sem bæði Þróttur og Sindri töpuðu, en þessi lið mætast fyrir austan á sama tíma. Það er virkilegur akkur fyrir Tindastól að halda sér uppi, kannski sérstaklega vegna þess að sýnt er að fyrsta deildin verður mikið til skipuð norðanliðum næsta sumar. Leiftur er komið nið- ur og Þór og KS fóm upp úr 2. deildinni, og verður ekki annað sagt en KS-ingar hafi staðið sig frábærlega í sumar. Þeir unnu Aft- ureldingu í hreinum úrslitaleik fyr- ir sunnan um síðustu helgi. Þá er körfuboltinn kominn af stað. Tindastólsmönnum gekk ekkert sérlega vel á æfmgamóti á Akureyri um helgina. Þeir unnu Þór og KR í tveim fyrstu leikjun- um, en töpuðu síðan fyrir Grinda- vík og ÍR. Liðstyrkur í körfunni Úrvalsdeildarliði Tindastóls hefur bæst liðstyrkur fyrir barátt- una íkörfuboltanum í vetur. Kom- inn er á Krókinn grískur liðsstjóm- andi sem rnargir körfuboltaáhuga- menn kannast við en það er Tony Pomones sem lék með Snæfelli á liðnum vetri. Þá er einnig búið að fá leikheimild fyrir rússneskum miðherja Mikhail Antropov, en sá er 2,12 metrar á hæð, og er sam- kvæmt jDeim upplýsingum sem Valur Ingimundarson þjálfari hef- ur fengið, ágætis leikmaður. Grykkinn var valinn í kanadíska æfingahópinn fyrir Olympíuleikana, en komst ekki í liðið sem sent var á leikana. Hann vildi færa sig um set þar sem Snæ- fell féll niður urn deild í fyrra. Þá hefur Omar Sigmarsson snúið heim að nýju eftir árs vem hjá Hamri í Hveragerði. Miklar breytingar verða á Tindastólsliðinu frá liðnum vetri og veitir ekki af liðstyrknum, þar sem sex leikmenn em horfnir á braut. Danimir báðir, Sörensen og Stei famir, ísak Einarsson í skóla suður og Helgi Freyr Margeirsson til Bandaríkjanna, Sverrir Þór Sverrisson flutti síðvetrar aftur á Suðumesin og þá verður Gunn- laugur Erlendsson ekki með í vet- ur.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.