Feykir


Feykir - 18.10.2000, Blaðsíða 2

Feykir - 18.10.2000, Blaðsíða 2
2 FEYKIR 35/2000 I>au eru meðal annars að stússast í kringum slátrið á slátur- húsi KS, Birna Guðmundsdóttir sem sér um mörinn og Guðmundur Jónsson „aðalreddarinn“ í sláturdeildinni. Atvinnuþróunarfélagið vinnur að búsetumálum aldraðra Skortur á húsnæði ástæðan fyrir afskiptum Hrings Snemma árs 2000 kviknaði umræða í stjóm Atvinnuþróun- arfélagsins Hrings um húsnæð- ismál í Skagafirði. Kveikjan að þeirri umræðu var sú að í vinnu sinni við fjölgun starfa og verkefna í sveitarfélaginu hefur félagið orðið þess vart að nokkur skortur er á húsnæði. Sérstaklega virðist vanta á- kveðnar tegundir atvinnuhús- næðis en einnig er framboð á íbúðarhúsnæði takmarmakað. Til að forðast að húsnæðismál yrðu hindrandi þáttur í atvinn- uppbyggingu á svæðinu, ákvað stjóm Hrings og beita sér fyrir því að leita lausna í þessum málum samhliða reglubund- inni starfsemi sinni. Að mati stjómar Hrings var viðunandi lausn á húsnæðis- málum eldri borgara í Skaga- ftrði einn af þeim þáttum sem gætu leyst þennan hnút og komið af stað ferli sem kynni að auka framboð á íbúðarhús- næði í sveitaifélaginu. Með því að gera eldri borgurum kleift að selja fasteignir sínar og finna um leið viðunandi lausn á húsnæðismálum sínum væri miklum félagslegum áfanga náð, auk þess sem framboð á fasteignum eykst. Ekki þarf heldur að velta vöngum yfir hagræðingargildi slíks ferils, því í stað lóðaúthlutana, gatna- gerðar og nýbygginga kæmi bætt nýting eldra íbúðarhús- næðis sem þá kæmi í hendur nýrrar kynslóðar, segir m.a. í nýútkominni skýrslu ífá Hring. Það var á þessum gmnni sem stjórn Hrings fól fram- kvæmdastjóra félagsins að mynda vinnuhóp sem treysti sér til að koma með tillögur sem notaðar yrðu sem innlegg í umræðuna. Akveðið var að sambýlishugmynd eða þjón- ustuíbúðir fyrir aldraða skyldu vera aðalviðfangsefni vinnu- hópsins, sérstaklega með tilliti til þess að svo virðist sem sér- býlishugmyndum eldri borgara í Skagafirði hafi verið fundin viðunandi lausn með þeim framkvæmdum sem þegar yrðu hafnar á Sauðárhæðum. Vinnuhópinn skipuðu: Jón Eð- vald Friðriksson framkvæmda- stjóri Fisk, Jón Karlsson for- maður verkalýðsfélagsins Fram og Knútur Aadnegard byggingarverktaki. Mikil slátursala hjá KS Slátursala hefur aldrei verið eins mikil á sláturhúsi KS og í haust. Fólk kemur hvaðanæva af Norðurlandi til að fá sér slátur, einkanlega frá Akureyri og úr Eyjafirðinum að sögn Maríu Valgarðsdóttur í sláturdeildinni. Og ástæðan fyrir þvf að fólk sækir í slátrin hjá KS er sú að þetta er eitt fárra sláturhúsa þar sem vambimar em verkaðar og fylgja slátrunum, en á ýmsum stöðum verður fólk að láta sér nægja „gervivambir" og það er nokkuð sem vant sláturgerðarfólk sættir sig ekki við, enda em vambimar hinn besti matur. Fyrir helgina var búið að selja um 15.000 slátur hjá KS. Sigbúnaður til kirkna í A.-Hún. Nýlega athenti formaður Lionsklúbbs Blönduóss full- kominn sigbúnað til eignar og nota við greftranir frá öllum kirkjum í Austur - Húnavatns- sýslu en þær em ellefu að tölu. Starfandi prestar í sýslunni þeir Guðmundur Karl Brynjars- son á Skagaströnd og Svein- björn R. Einarsson á Blönduósi tóku við gjötinni fyrir hönd up Öno’ yélaþjónustan ehf. Messuholti Skagafirði os, o\í«sVt‘pt!, m \andbúna^omóg Vélaþjónustan Messuholti veitir margháttaða þjónustu á sviði: • Viðgerða • Málmsmíði • Varahlutaþjónustu • Jarðvinnslu Tofci “m að °kkur •nálnt: srníði. Höfum til sölu: Rafgeyma, bílaperur, olíur og aðrar vörur frá Olís og ýmislegt fleira. Utvegum varahluti léttir þér lífíð með stuttum fy"rvara- i í ■iarðvl°oS^U ........................................ sóknamefndanna en búnaður- inn skal varðveittur af sóknar- nefnd Blönduóss þótt allar sóknimar séu jafnan réttháar til nota hans samkvæmt reglum sem settar verða. Við að geta þess að kirkja og kirkjugarður var áður á Hjalta- bakka en kirkjan færð til Blönduóss árið 1895 en nýr kirkjugarður tekinn í notkun á Blönduósi 30. nóvember árið 1900. „Var þá jarðsett Guðbjörg Guðmundsdóttir ekkja á Blönduósi.” Nú rétt öld síðar, laugardaginn 7. október var jarðsett í sama kirkjugarði Jó- hanna Sigurlaug Valdimarsdótt- ir ekkja á Blöndósi og blessaði sóknarpresturinn sr. Sveinbjöm hinn nýja búnað áður en kistan seig hljóðlátt niður í gröfina. Áðumefndir tveir prestar þjóna nú öllurn kirkjusóknum í Austur-Húnavatnssýslu sfðan sr. Stína Gísladóttir hvarf í sum- ar frá Bólstaðahlíðarprestakalli til þjónustu að Holti í Önundar- firði. Hefir þjónustu við kirkjum- ar fimm í Bólstaðahlíðarpresta- kalli verið ráðstafað þannig til næstu áramóta að presturinn á Skagströnd þjóni kirkjum aust- an Blöndu, þ.e. á Holtastöðum, Bólstaðarhlíð og Bergsstöðum, en presturinn á Blönduósi Svínavatni og Auðkúlu, en ekki er vitað hvemig þessum málum verður fyrir komið í framtíð- inni. Geta má þess að sr. Guð- mundi Karli Brynjarssyni á Skagaströnd hefir verið veitt prestakall á höfuðborgarsvæð- inu frá 1. nóvember og Skaga- strandarprestakall verið auglýst laust til umsóknar frá sama tíma. gg- Vanir menn Kynnið ykkur verð og þjónustu. Sími/farsími: 453 5523 / 853 5023 • Fax: 453 5582 Myndin var frá Sauðanesi Myndin af sveitabænum sent birt var í næstsíðasta blaði Feykis, reyndist vera af Sauðanesi í Torfalækjarhreppi. Sturla Þórðarson tannlæknir á Blönduósi hringdi og sagði myndina velþekkta í myndaalbúmum fjölskyldunnar. Myndin reyndist í eigu systir Sturlu, Helgu á Mælifellsá, en hún var einmitt á námskeiðinu hjá Helgu Þorsteinsdóttur kennara á Steins- stöðum, þar sem myndin varð viðskila við eiganda sinn. Kemur út á miðvikudögum. Útgefandi Feykir hf. Skrifstofa: Ægisstíg 10. Sauðárkróki. Póstfang: Box 4, 550 Sauðárkróki. Síntar: 453 5757 og 453 6703. Myndsími 453 6703. Farsími 854 6207. Netfang: feykir @ krokur. is. Ritstjóri: WrhalIurÁsmundsson. Fréttaiitari: Örn Þórarinsson. Blaðstjóm: Jón F. Hjartarson. Guðbrandur Þ. Guð- brandsson, Sæmundur Hermannsson, Sigurður Ágústsson og Stefán Árnason. Áskriftarverð 170 krónur hvert tölublað með vsk. Lausasöluverð: 200 krónur með vsk. Setning og umbrot: Feykir. Prentun: Hvítt & Svart hf. Feykir á aðild að Samtökum bæja- og héraðs- fréttablaða.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.