Feykir


Feykir - 18.10.2000, Blaðsíða 6

Feykir - 18.10.2000, Blaðsíða 6
6 FEYKIR 35/2000 „í þessari þekkingu erum við að fjárfesta“ í ávarpi sem Guðmundur Haukur Sigurðsson oddviti sveitarstjórnar Húnaþings vestra flutti við opnun verksmiðjuhúss ísprjóns á Hvcammstanga á liðnu sumri, kom fram saga ullariðnaðar á Hvammstanga. Sökum þess að lítið rúm gafst til að rekja mál oddvitans á þessari samkomu fékk Feykir leyfi til að birta meginmál ávarpsins, sögu ullariðnaðar í Húnaþingi vestra. Ullariðnaður á orðið langa sögu hér á Hvamms- tanga. Saumastofan Drífa var stofnuð af 5 einstak- lingum árið 1972. Framan af var framleitt fyrir ýmsa útflutningsaðila svo sem Hildu og Álafoss. Árið 1984 var tekin í nokun prjónastofa. Á níunda áratugnum urðu ýmsar breytingar á eignarhlutum í fyrirtækinu, inn komu ýmsir nýrir hluthafar svo sem Hvamms- tangahreppur og Byggðastofnun. Undir lok níunda áratugarins voru Byggðastofnun og Hvammstanga- hreppur orðnir langstærstu eigendur í fyrirtækinu. Drífa var á þessum árum farinn að reyna fyrir sér með útflutning á eigin vegum, en auk þess var mikið og vaxandi samstarf við útflutningsfyrirtækið Árblik í eigu Ágústs Eiríkssonar sem hér á eftir að koma meira við sögu. Á þessum ámm voru miklar þrengingar í ullariðn- aði í landinu. Upp úr 1990 keypti Hvammstanga- hreppur hlut Byggðastofnunar í Drífu og Árbliki. Uppstokkun var gerð á framleiðslu og sölumálum fyr- irtækjanna og þau sameinuð undir einn hatt undir nafni Drífu. Eigendur voru nú Hvammstangahreppur og Ágúst Eiríksson til helminga og var Ágúst fram- kvæmdastjóri fyrirtækisins. Árið 1996 seldi Hvamms- tangahreppur Ágústi hlut sinn í Drífu. í lok ársins 1998 var fyrirtækinu síðan skipt í tvennt fsprjón og Drífu. ísprjón er framleiðslufyrirtækið staðsett hér á Hvammstanga í eigu Ágústar og Kristins Amar Karls- son og er Kristinn framkvæmdastjóri. Drífa er aftur á móti hönnunar og markaðsfyrirtækið með aðalaðset- ur í Garðabæ, en lageraðstöðu hér í þessu húsi. Fram- kvæmdastjóri og aðaleigandi er Ágúst Þór Eiríksson. ísprjón rekur einnig saumastofú á Skagaströnd og auk þess eru undirverktakar á Sveinsstöðum í Þingi og Krossholti á Barðaströnd. Alls vinna því á vegum þessara fyrirtækja milli 40 og 50 manns þar af tæp- lega 30 hér á Hvammstanga. Vertu þar sem flestir leita ÍSLENSK FYRIRTÆKI Seljavegur 2 • 101 Reykjavik Simi 515-5630 • Fax: 515-5588 • islenskf@islenskf.is • www.islenskf.is Þú átt margra kosta völ varðandi þær upplýsingar eða auglýsingar sem þú vilt birta í íslenskum fyrirtækjum, en þarfir upplýsingasamfélagsins kalla sífellt á ítarlegri upplýsingar. Ekkert fyrirtæki á sér langa lifdaga án tengsla við önnur fyrirtæki. Reksturinn er i raun margslungið ferli mannlegra samskipta og til þess að fyrirtæki þitt geti vaxið og dafnað verður þú að sýna þig og sjá aðra, leita eftir þjónustu annarra fyrirtækja og auglýsa það sem þú hefur fram að færa. Þetta eru frumþarfir i viðskiptum og sá trausti grunnur sem þjónusta okkar hefur byggst á í 30 ár. Guðniundur Haukur Sigurðsson fylgist með Valgerði Sverrisdóttur iðnaðarráðherra sníða fyrstu flíkina í nýja húsinu hjá Isprjóni. í lok ársins 1998 varð Folda á Akureyri gjaldþrota. Þá kviknuðu þær hugmyndir að kaupa ullarvinnslu- línu Foldu af þrotabúinu. I janúar 1999 vartekið sam- eiginlegu tilboði Húnaþings vestra, ísprjóns og Drífu í allar vélar, hönnun og viðskiptasambönd sem tengd- ust ullarvöruframleiðslu Foldu. Húnaþing vestra lagði út íyrir vélunum í upphafi, en síðan vom þær seldar ís- prjóni á kosnaðarverði. Ljóst var að húsnæði ísprjóns að Höfðabraut 6 var allt of lítið fyrir aukna og urn- fangsmeiri starfsemi. Varð það því að samkomulagi að Húnaþing vestra keypti verksmiðjuhúsið að Höfða- braut 6 til að liðka fyrir byggingu nýs húss. Stofnað var sérstakt hlutafélag um byggingu nýs húss fyrir starfsemina, Höfðabraut 34 ehf. Hlutahafar í því tyr- irtæki em Húnaþing vestra með 7 millj. Búnaðarsamb. V-Hún. með tilstyrk Framleiðnisj. landbúnaðarins með 5 millj., Kaupfélag V-Hún með 3,5 millj. Drífa með 2 millj. og ísprón með 2,5 millj. eða alls 20 millj. Hafist var handa fyrir rúmu ári síðan við bygging þessa 1350 fm húsnæðis sem við stöndum hér í í dag. Hönnun og framkvæmir við húsið vom nær eingöngu í höndum heimamanna. Húsið er af gerðinni Butler framleitt í Ungverjalandi og sá Stálbygging í Reykja- vík um uppsetningu hússins auk heimamanna. Ráð- barður sf, Bjami Þór Einarsson var aðalhönnuður hússins, en um raflagnahönnun sá Ársæll Daníelsson. Ólafur Stefánsson var byggingastjóri. Umjarðvinnu sá Benedikt Ástvaldur Benediktsson. Tveir smiðir sf sáu um trésmíði undir stjóm Daníels Karlssonar, Skjanni sf um raflagnir undir stjóm Helga S. Ólafs- sonar, Ámi Jón Eyþórsson um múrverk, Ólafur Stef- ánsson um pípulagnir og Vilhelm Guðbjartsson um málningu. Bypgingu hússins var að mestu lokið í febrúar og flutti Isprjón hér inn í marsmánuði. Kosnaður við byggingu hússins var um 67 millj. og hefur Byggða- stofnun og Sparisjóður Húnaþings og Stranda fjár- magnað það sem ekki var lagt fram í hlutafé. Ullariðnaður á íslandi hefur átt undir högg að sækja á síðustu ámm. Sú verksmiðja sem við emm formlega að taka í notkun er sú langstærsta hér lendis í dag. Sveitarstjóm Húnaþings vestra ákvað að leggja sitt lóð á vogarskálamar til að þetta fyrirtæki gæti vax- ið og dafnað. Hugmyndir sveitarstjórnar eru þær að styrkja þann iðnað sem fyrir er og jafnframt vonumst við til að smám saman geti fyrirtækið bætt við mann- skap og jafnvel opnað litlar starfstöðvar út til sveita. Miðað við stærð sveitarfélagsins tel ég að það hafi lagt milið af mörkum til að tryggja að miðstöð ullar- iðnaðarins á Islandi verði hér í Húnaþingi. Isprjón er í dag þriðja eða fjórða stærsta fyrirtæki hér í sveitarfé- laginu og skipar því stóran sess í samfélagi okkar. Sumir þeir sem hér starfa hafa unnið langan starfsald- ur hjá fyrirtækinu. jafnvel frá upphafi. Hér vinnur gott starfsfólk sem hefur mikla þekkingu á því sem það er að gera, þar liggur að mínu mati mesti auður fyrirtæk- isins. í þessari þekkingu emm við að fjárfesta og þess vegna er miðstöð ullariðnaðrins hér í Húnaþingi.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.