Feykir


Feykir - 22.11.2000, Blaðsíða 3

Feykir - 22.11.2000, Blaðsíða 3
40/2000 FEYKIR 3 „Það gekk ekki upp hjá mér“ Mikið fjölmenni á borgarafundinum um vímuefnin „Þetta kemur okkur öllum við” var yfirskrift borgarafundar sem haldinn var um vímu- og fíkniefnamál í Skagafirði sl. miðvikudagskvöld í bóknáms- húsi Fjölbrautaskólans. Og þessu kalli var rækilega svarað, mikið fjölmenni var á fundinum þannig að greinilegt er að al- menningur sýnir þessum málum talsverðan áhuga. Fjölmargir fyrirlestrar voru haldnir á fund- inum og margar fyrirspumir komu fram. Meðal þess er í tal barst vom kaup foreldra á áfengi fyrir börn sín og var tónninn á fundinum sá að foreldrar ættu ekki að aðstoða böm sín að komast í vímu. Þá hefur verið sett algjört áfengisbann á sam- komur hjá Fjölbrautaskólanum og skólinn segir „nei” við fíkni- efnum. Þetta kom fram í máli Arsæls Guðmundssonar setts skólameistara. Afengisneysla tengist oft skila áður en áreitið kæmi til í framhaldsskólunum. Guðný sagði boð og bönn ekki líkleg til að skila árangri. Það væri þannig að þegar hlutimir væm faldir fyrir fólki þá væri löngun- in kannski ennþá meiri til að prófa þá. Kannski yrði að finna aðferð til að kenna bömum og unglingum að umgangast hlut- ina. Nokkuð hefur verið rætt um þá hugmynd að koma á dans- leikjum fyrir aldurshópinn frá 16 ára og upp í 18-20 ár. Einari Björvini Eiðssyni leistekki vel á þá hugmynd, sagði líklegt að hljómsveitir fengjust ekki til að spila fyrir um 150 manna hóp og þetta gæti orðið til þess að eyðileggja skemmtanalíf í Skagafirði. Einar sagði íþrótta- starfsemina bestu forvömina, en þar sem ekki væri allir í íþrótt- um væri mjög snyðugt að koma upp kaffihúsi eða einhverri að- stöðu fyrir unglinga til að hittast. Guðjón Maiinó Olafsson félagi Einars í Fjölbrautaskólanum hafði fyrr á fundum viðrað þessa hugmynd og sagði samfé- lagið ekki hafa efni á því að styðja ekki nægjanlega við unga fólkið. Miðgarðsbann? Dansleikjahald í félagsheim- ilinu Miðgarði hefur tengst þessari umræðu nokkuð og svo virtist sem hluti fundannanna Guðný Erla Steingríms- dóttir: „Forvarnir skili sér betur í grunnskólanum.“ tæki það þannig að hætta væri á því að dansleikir yrðu aflagðir í Miðgarði, fleiri en Einar Björg- vin Eiðsson. Ingibjörg Sigfús- dóttir sagði að það mætti ekki gerast að hætt yrði að halda böll í Miðgarði. Hún ætti margar góðar minningar af böllum þar á sínum yngri ámm og taldi að unglingar gætu skemmt sér þar vel og á heilbrigðan hátt ennþá. „Og ég vildi gjarnan komast á böll oftar í Miðgarði”, sagði Ingibjörg. Skiptar skoðanir virtust á fundinum um gagnsemi jress að ráða svokallaðan forvamarfull- trúa til starfa og kom fram það álit að starf hans hefði ekki ver- ið ígrundað til fulls. Þá var mik- ið rætt um æskulýðsmiðstöð og á tímabili á fundinum var að heyra eins og það væri töfra- lausnin, forvainarfulltrúinn og æskulýðsmiðstöðin. Gísli Gunnarsson forseti sveitar- stjórnar Skagafjarðar sagði að það hjálpaði ekki nema að tak- mörkuðu leyti, þama spiluðu margir þættir inn í. f umræðunni kom fram að spjótin beinast mjög að sveitarfélaginu að eitt- hvað verði gert, og Gísli sagði að reynt yrði að mæta því eftir bestu getu. Erfitt væri að nefna einhverjar tímasetningar í því sambandi, en þó væri stefnt að því að útvega húsnæði fyrir af- not unglinga áður en langt um líður. „Það er hugsað sem eitt skref í því að lagfæra það sem Á ofsahraða Þórólfur Þórlindsson pró- fessor flutti að vanda athyglis- verðan lyrirlestur en í máli hans kom fram að hér þyrftu margir aðilar að koma að verki og þeir fjármunir sem til ntálaflokksins yrðu varðir kæmu bestu að not- um hjá þeim aðilum sem önnuð- ust starfið, í grasrótinni. Sá fyrirlestur sem hvað mesta athygli vakti þó á fundin- urn hefur eflaust verið frá Hem Garðarsdóttur foreldri þar sem hún lýsti því hvemig þeim líður er eiga ungmenni sem lendir í vímuefnunum. Sonur hennar kom einnig fram á fundinum og kvaðst ekki skilja þegar fólk væri að tala um það að læra að nota áfengi eða vímuefni. Það væri svona svipað eins og þegar maður lærði á bíl að aka þá á 120 kólómetra hraða eftir göt- unum. Þannig væri lífið með vímuefnunum. „Það gekk alla- vega ekki upp hjá mér” sagði þessi kjarkmikli ungi maður. Einar Björgvin Eiðsson lætur í ljós sitt skína á fundinum. leiða og athafnaleysi, en eftir þeiiTÍ upptalningu sem fram fór á fundinum á íþróttastarfsemi og afþreyingu. ætti því varla að vera að dreifa hér á svæðinu, en samt virðist það vera þannig að ýmsum gengur erfiðlega að finna eitthvað við sitt hæfi. Meðal annars hefur Árskóli reynt að mæta þessu með námi í lífsleikni og dansi, en dansinn þykir mjög þroskandi og er tal- inn vel fallinn til að auka sjálf- stæði og vellíðan þátttakenda. Þá kom fram í máli Oskars Bjömssonar skólastjóra Árskóla að gott samstarf er við foreldra og hefúr það gríðarlega þýðingu. Eitthvað er samt að gera hjá sál- fræðingi og geðiækni í sam- bandi við unglinga og kom fram í máli þeirra að alltof mikið sé um það að unglingum leiðist, og þeim kvíði sumum hverjum mjög fyrir helgununt, því leið- inn sé aldrei meiri en þá. Engar hljómsveitir Fulltrúar ungmenna á fund- inurn töldu að ýmislegt mætti gera. Guðný Erla Steingríms- dóttir taldi forvamir skila tals- verðu, sérstaklega í gmnnskól- anurn. Þá kæmist áróðurinn til Samvinnubókin og KS-bókin Tveir góðir kostír til áð ávaxta spariféð þitt KS-bókin er með 5,70% vexti, bundin í 3 ár og verðtryggð Ársávöxtun 10,04% Samvinnubókin er með lausri bindingu, nafnvextir 10,9%, Ársávöxtun 11,20%

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.