Feykir


Feykir - 25.04.2001, Page 5

Feykir - 25.04.2001, Page 5
17/2001 FEYKIR 5 Hestamenn Fra og með næstu manaðarmótum verður öll hestavara seld í Versluninni Eyri O Gamla þúfna-göngulagið best Að flestu leyti stöndum við Skagfirðingar öðrum þjóð- flokkum framar, sem er ósköp notalegt þó slíkt sé ekki endi- lega sjálfsagt. Núna er ég ekki að tala um það sem öllum má vera augljóst, eins og útlit okk- ar og gjörvileiki, en vissulega er hér bæði fallegt og myndar- legt fólk. Ég á ekki heldur við hvað allir eru hér almennilegir og áheyrilegir, það vita þeir sem heyrt hafa í Heimi, að við erurn sannarlega best í heimi, þó Heirnir sé ekki alltaf bestur í Skagafirði. Unt okkar frábæru frammi- stöðu sem hestamenn ætla ég heldur ekki að tala núna og eins ætla ég að sleppa að þessu sinni, lofgerðarstaglinu unt lífs- lánið mesta, okkar margróm- uðu sveitarstjórn. Ætlun mín var að mæra mennina sem starfa fyrir hugsjónina eina að velferð fjöldans - kaupfélags- forkólfana og forkylfúmar - en þær hef ég nú bara með vegna jafnréttisins. Áreiðanlega sjá ekki né skilja margir hvað við emm heppin hér í Skagafirði að eiga okkar ágæta kaupfélag óskadd- að og raunar sem blóm í eggi meðan aðrir landshlutar horfa upp á sín félög stirðna og stein- renna og enda flest eins og risa- eðlur fortíðarinnar. Það má satt vera að vagga samvinnuhreyfingarinnar hafi staðið í Þingeyjarsýslu, samt em menn nú þar að moka grát- andi yfir beinamuslið sem KEA leifði. Satt er einnig að blómaskeið santvinnunar var á Akureyri en þar berjast nú all- ir blóðugir til axla í því að skiffa hræinu af KEA og sjást lítt fyrir í ákafanum við að koma slátrinu fyrir í frystigám- unt hlutafélaganna. Hér í Skagafirði förurn við aðra leið, þar sem gamla þúfhagöngulagið er ennþá talið farsælast og þó er ætíð briddað upp á þeim nýjungum sem til framfara horfa. Þessi gæfulega blanda af rótgróinni íhaldssemi og markvissri framsókn til helntinga, hæfir okkar þjóð ennþá best. Við nefnilega flytj- um allt inn í kaupfélagið, Byggðastofhun núna síðast, en fyrir var Landsbankinn, Hús- næðismálastofnun og raunar Búnaðarbankinn líka, þó heim- ilisfangið sé annað. Islands- póstur hefur þar líka fundið skjól sem landsfrægt er. Það er ekki úr vegi að benda á þá ntöguleika að kaupfélagið geti einnig stjómað og ávaxtað sveitarsjóð, sem stundum á víst í erfíðleikum. Þá væri líka auð- leystur sveitarstjóraskorturinn sem blasir við á næstunni þeg- ar Snorri Björn hættir. Kaupfélagið okkar ræður yfir þeint galdri að hagnast á tapinu. Það sanna síðustu árs- reikningar. Þar á bæ geta menn snúið staðfestum mínusi i gruggugan gróða með bók- haldsfimleikum. Það er frábær frammistaða. Við Skagfirðingar höldum sannarlega í heiðri gömlu gild- in. Við trúum á samvinnu. Hjá okkurtaka allir sem vilja, þátt í ákvörðunum og síðan göngum við saman, hönd í hönd, til góðra verka. Og ennþá þarf ekki að kvíða verkefnaskorti, nóg er af fýrirtækjum sem gætu fundið framtíðarathvarf í kaupfélagshúsinu. „Þar sem hjartarýmið er nóg er alltaf pláss fyrir einn gest í viðbót”, sagði amma mín, sem var fædd á árdögum kaupfélaganna. Væntanlegir leigjendur gætu t.d. verið: Dögun, Steinullar- verksmiðjan og Landssíntinn og peningastofnanir sem hægt væri að hýsa eru líka til eins og Sparisjóður Hólahrepps og Barnabótasjóður Akrahrepps. Mér finnst ástæða til að vera bjartsýnn, þrátt fyrir sjó- mannaverkfall, grænmetisokur og fallandi gengi. Slíkt leysurn við með því að flytja LÍÚ, Þjóðhagsstofnun og Ágæti norður. Gleðilegt sumar! Glaumur. Bændur og búalið! Til sölu Hino árgerð 1980 með krana upplagður til rúlluflutnings eða annað, í skiptum fyrir t.d. Un, kjöt. Upplýsingar gefur Hilmar á Bíla&Búvélasölunni Borgarröst 5 í síma 453 6670 eða 854 7411. Myndlistarsýning í Sæluviku Jóhanna Bogadóttir verður með sýningu á málverkum og vatnslitamyndum í Safnahúsi Skagfírðinga í Sæluviku. Jóhanna er fædd í Vestmannaeyjum árið 1944, nam við Listaháskólann í Stokkhólm, Listaháskólann í París og víðar í Frakklandi. Hún hefiir sýnt verk sín á fjölmörgum einkasýningum á íslandi, Finnlandi, Noregi, Svíþjóð, Hollandi og Bandaríkjunum og auk þess tekið þátt í mörgum samsýningum á íslandi og víðar um heim. Sýning Jóhönnu Bogadóttur er opin dagana 29. apríl - 6. maí frá kl. 14 -19 alla daga. Aðgangur er ókeypis. Listasafn Skagfirðinga.

x

Feykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.