Feykir


Feykir - 25.04.2001, Blaðsíða 7

Feykir - 25.04.2001, Blaðsíða 7
15/2001 FEYKIR 7 Vilja meiri vinnslu á Blönduósi Aðalfundur samlagsdeildar Mjólkursamlags Húnvetninga og Félags kúabænda í sýslunni var haldinn á Blönduósi nýlega. Fundurinn var vel sóttur og sátu hann auk heimamanna stjómar- formaður og forstjóri Mjólkur- samsölunnar, og mjólkursam- lagsstjórinn í Búðardal, en Mjólkursamsalan keypti rnjólk- urstöðina á Blönduósi á miðju ári 1999 og tók við rekstri henn- ar fýrsta september það ár. Rúmlega 4 milljónir lítra komu inn í mjólkurstöðina á Blönduósi árið 2000 frá 51 inn- leggjenda, sem er nokkuð minna en árið 1999. Mjólkin í heild flokkaðist með ágætum og aldrei greindist í henni mengun frá fúkkalyfjum. Níu innleggjend- um voru afhent verðlaun fyrir úrvalsmjólk að þessu sinni. Mjög em það sömu innleggjend- lands hefur aldrei verið meiri en nú. Reyndar hafði Sara heyrt það urn daginn að nokkr- ir arabar hefðu boðið í það að reka grunnskólana í Skagafirði og væri málið nú til skoðunar hjá sveitarstjóm. Einhver hafði sagt henni að þeir vildu taka upp skólabúninga og stúlkur ættu að vera sveipaðar slæðunt um höfúð. Þetta fannst hinni frjálslyndu Söm undarlegt og reyndar trúði hún þessu ekki.Kjaftæði, eins og hún sagði stundum, eða hötturinn, sem er nýyrði og notað um eitt- hvað sem þykir fáránlegt og byggt er á gamla orðatiltækinu sem sagði að þetta eða hitt væri alveg út í hött. Eftir hádegið þurfti Sara að útrétta aðeins fyrir rnóður sína. Hún keyrði niður að sjónum og ók út Strandveginn sem nýlega var kláraður og loksins er orðið fallegt niður við sjóinn. Hún ók framhjá vatnsverksmiðjunni sem manna á milli er kölluð Hreinn gróði, en Sara hélt að það nafh ætti einungis að lýsa því hversu framkvæmdin væri arðbær og vísa jafhframt í gæði framleiðslunnar. Verið er að ganga ffá lokaffamkvæmdum á verksmiðjuhúsinu sem byggt er á gömlurn og traustum gmnni. Vegna hlýnandi veðurfars í heiminum, er farið að bera á vatnsskorti og vatnsflutningur ffá Islandi orðinn arðbær iðn- aður. Fundið hefúr verið upp ó- dýrt efni sem blandað er í vatn- ið og heldur því fersku svo mánuðum og jafnvel árum skiptir. Þegar Sara ók ffam hjá höfninni sá hún eldri mann sem gekk þar urn, og horfði stoltur yfir gríðarleg hafnar- mannvirki. Sara vissi að þessi maður hét Brynjar og hún hafði heyrt pabba sinn tala um það, að Brynjar væri búinn að eyða milljarði í höfnina. Enda þurfa vatnsskipin, sem eru þúsundir tonna að geta athafn- urnir sem hljóta viðurkenning- amar árlega og sem dæmi um það tók bóndinn á Auðólfsstöð- um í Langadal nú við viðurkenn- ingunni tíunda árið í röð. Vinnslan á mjólkinni á Blönduósi er einhæf. Framleiðsl- an er að meginhluta duft, skyr og smjör, og mikið af mjólkinni er flutt burt óunnin. Orsakar það að starfsemi stöðvarinnar hefur dregist saman og starfsmönnum fækkað. Upplýst var á fúndinum að ársstörf við mjólkurstöðina á Blönduósi eru ekki nema 11 á móti 44 í Búðardal, en þessi samlög eru mjög sambærileg hvað heildarinnlegg mjólkur snertir. Fundurinn samþykkti einróma áskomn á stjóm Mjólk- ursamsölunnar að fjölga ffam- leiðslugreinum mjólkurvara á Blönduósi til úrbóta á þeim sant- drætti sem orðið hefúr á starf- seminni samkvæmt framan- sögðu. gg. Aðalfundur Tindastóls Aðalfúndur Ungmennafélagsins Tindastóls verður haldinn miðvikudaginn 2. maí kl. 19,30 á skrifstofú félagsins í íþróttahúsinu. Venjuleg aðalfúndarstöf. Stjórnin. að sig svo að sómi sé að. Um- hverfisverndarsinnarnir, sem gerðu allt vitlaust þegar Vill- inganesvirkjun var reist, em mjög ánægðir með vatnsút- flutninginn og telja litlu hætt þótt vatn leki úr skipum í hafið úti fyrir Norðurlandi. Þó heyr- ast raddir um það að svo stór skip geti hrætt hvali á þeirri siglingaleið, og hafa Húsvík- ingar komið til Sauðárkróks til þess að fylgjast með ffam- kvæmdum. Um kaffileytið var Sara komin heim. Sá léttleiki sem hún hafði fúndið fyrir um morguninn var enn til staðar og hún ákvað að fara í útreiðartúr á rauðblesótta gæðingnum sín- um. Hún reið niðurá eylendið og horfði austur yfir Héraðs- vötn. Þar er ennþá sérstakt sveitarfélag sem heitir Akra- hreppur. Þegar sveitarfélagið Skagafjörður og sveitarfélögin á vestanverðum Skaga samein- uðust vildu þeir austan vatna ekki vera með. Nýlega ákvað ríkisstjómin að friða Akra- hrepp og fær hreppsnefnin nú sérstakan styrk til þess að byggja upp menningartengda ferðaþjónustu, sem fjallar um 1000 ára sögu hreppanna á ís- landi. Eftir reiðtúrinn dreif Sara sig í sturtu því að um kvöldið ætlar hún með foreldmm sín- um á hátíð sem haldin er í menningarhúsinu og nefnist Villi í 20 ár. Er það hátíð til heiðurs Vilhjálmi Egilssyni sem hefúr verið þingmaður í 20 ár, fyrst í Norðurlanskjör- dæmi vestra, síðan í kjördæmi Vesturlands, Vestfjarða og hluta Norðurlands og síðustu árin sem þingmaður landsins eftir að ísland varð eitt kjör- dæmi. Sú skipan hefúr reynst vel og nú undrast allir, bæði þeir sem voru með og á móti einu kjördæmi, af hveiju þetta var ekki gert miklu fyrr. Söru líkaði nokkuð vel við Villa. Hann var ffjáls í fasi og þegar leið á kvöldið og hann dansaði á hógværan hátt, sem aðallega fólst í Iáréttri hreyf- ingu framhandleggja og söng lög, sem pabba Söru minnti að væru annað hvort eftir Rolling Stones eða Bítlana, þá sagði hún að hann væri k, - en það er SMS mál og þýðir víst allt í lagi. Gísli Gunnarsson. Smáauglýsingar Ýmislegt! Eigum hvolpa undan Pílu á Steiná III og Smala á Hóli, fjárhundar, bliðlind og bamgóð. Upplýsingarísíma 452 7162og 452 7131. Reiðhjól óskast handa 7 ára strák. Upplýsingar í s'ma 453 8220. Til sölu Subaru áig. ‘87, skipti á fjórhjóli möguleg. Upplýsingar í síma 869 8106 eða 453 6610. Félagsvist! Félagsvist verður spiluð í Höfðaborg Hofsósi fimmtu- daginn 26. apríl kl. 21.Góðir vinningar -Kaffiveitingar - fjölmennum. F.E.B.H. Húsnæði óskast! Einstaklingur óskar eftir húsnæðitil leigu áSauðárkróki eða í næsta nágrenni. Allt kemur til greina. Upplýsingar i síma 866 5160. Áskrifendur góðir! Munið eftir bankagíróinu fyrir áskrifargjöldunum Matsvein á bát! Matsvein vantar á ms. Röst SK-17 sem gerð er út á rækju frá Sauðárkróki. Áhugasamir snúi sér til Jóns skipstjóra í síma 894 7473. -----------------------ii__________________________________ I Okkar innilegustu þakkir tilykkar allra sem auðsýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför ástkærrar dóttur okka/; systur, og unnustu, "/ // (^f jiff ‘i'JsÁíSS/f/, Guð blessiykkui: Einar Guðmundsson, Anna María Hafsteinsdóttir, Ásta Guðbjörg Einarsdóttir, Guðmundur Einarsson, Elías Guðmundsson og aðrir aðstandendur vyEGAGERÐINy Sumarstarf Auglýst er sumarstarf eftirlitsmanns hjá Vegagerðinni í Norðurlandsumdæmi vestra með aðsetur á Sauðárkróki. Starfið felst m.a. í eftirliti með framkvæmdum í umdæminu. Æskilegt er að viðkomandi hafi stúdentspróf eða sambærilega menntun. Nánari upplýsingar veitir Einar Gíslason í síma 453 5500 Umsóknum um starfið skal skila til Vegagerðarinnar Borgarsíðu 8, 550 Sauðárkróki fyrir 7. maí 2001.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.