Feykir


Feykir - 03.10.2001, Page 2

Feykir - 03.10.2001, Page 2
2 FEYKIR 33/2001 Jón Árnason, annar Víðimelsbræðra, leiðbeinir Hlöðveri Þórarinssyni sem sturtar kjarna í varnargarðinn í Hofs- óshöfn. Unnið við hafnir á Hofsósi og Krók Fé flutt á þriggja hæða fjár- flutningabíl í sláturhús KS Ingólfur Helgason í nýja gripallutningavagninum. Þessa dagana standa yfir hafnarframkvæmdir á Hofsósi. Verktakinn Víðimelsbræður hófst handa í síðustu viku við lengingu þvergarðs um 15 metra til norðurs inn í höfnina. Með þessari ffamkvæmd mun skapast meira og betra lægi við suðurgarðinn, en órói í höfiiinni hefur verið fiill mikill í slæmum veðrum til þessa. Þá er einnig komnar vel af stað framkvæmdir við frágang á stálþili og kanti við norður- garð Sauðárkrókshafnar, og berasta hamarshöggin þaðan í kyrru veðri. Það eru Guðlaugur Einarsson og hans menn sem vinna það verk. í síðustu viku tók Ingólfur Helgason á Dýrfinnustöðum í Skagafirði í notkun nýjan gripaflutningavagn sem tek- ur um 400 lömb. Eins og kunnugt er hefur Ingólfur séð um fjárflutninga að slát- urhúsinu á Sauðákróki und- anfarin liaust og þegar ljóst varð nú síðla sumars að verulegur fjöldi tjár yrði fluttur hingað til slátrunar af Vestfjörðum var farið að huga að stórvirkari flutn- ingatækjum en áður hafa þekkst hér um slóðir og nið- urstaðan varð að kaupa vagn frá Austurrríki sem þó er upphaflega smíðaður á Ital- íu. Ingólfur sýndi tíðindamanni Feykis vagninn á dögunum og lét þess getið að fyrsta vikan hefði farið í að læra á tækið. Hann hefði þó farið fjórar ferð- ir vestur á Strandir og ísafjarð- arsýslu og ekki hefðu komið upp nein sérstök vandamál. En lengsti túrinn að Kirkjubóli í Dýrafirði tók um 20 klukku- stundir og þá voru eknir 1088 kílómetrar. Stærð vagnsins er, lengd tæpir 14 m., breidd 2.55, hæð 4 m. og þyngd um 10 tonn. Hann er á þremur hæðum og er tveinrur efri hæðunum lyft upp eða slakað niður eftir þörfum. Hver hæð tekur liðlega 130 lömb og þá er velrúmt á segir Ingólfur. Öll yfirbygging á vagninum er úr áli, brynning- araðstaða er í öllum stíum og er hægt að kornast inn í öll hólf utan ffá. Hásingar eru þijár og fjaðrabúnaður eru svokallaðir loftpúðar. Má segja að hönnun þessa flutningatækis miði að því að gripum geti liðið vel í því sem raunar er nauðsynlegt þegar flutt er urn langan veg. Ö.Þ. Heilbrigðisstofnunin Sauðárkróki Inflúensubólusetning Bólusett verður gegn Inflúensu á Heilbrigðisstofnuninni Sauðárkróki 16. og 18. október frá 13-16 og 23. október frá 13-16. Á Hofsósi verður bólusett 16. október kl 17. Sóttvarnarlæknir mælir með því að allir 60 ára og elclri láti bólusetja sig. Einnig er mælt með því að sömu einstaklingar séu bólusettir á 10 ára fresti gegn lungnabólgu. Ekki tekið á móti tímapöntunum. Laust starf! ÁTVR á Sauðárkróki óskar eftir starfsmanni á fimmtudögum og föstudögum og tveim laugardögum í mánuði. Einnig þarf viðkomandi starfsmaður að vera tilbúinn að vinna fleiri daga tímabundið ef um það væri að ræða. Upplýsingar gefur útsölustjóri á opnunartíma verslunarinnar. ó liáð fréttablað á KIR Norðurlandi vestra Kemur út á miðvikudögum. Útgefandi Feykir hf. 1 lermannsson, SigurðurÁgústsson og Stefán Amason. Skrifstofa: Ægisstíg 10, Sauðárkróki. Póstfang: Box4, Áskriftarverð 170 krónur hvert tölublað nteð vsk. 550 Sauðárkróki. Síniar: 453 5757 og 453 6703. Lausasöluverð: 200 krónur með vsk. Setning og Farsími 854 6207. Netf'ang: feykir @ krokur. is. umbrot: Feykir. Prentun: Hvítt & Svart hf. Feykir á Ritstjóri: Þóriiallur Ásmundsson. Blaðstjórn: Jón F. aöild að Samtökum bæja- og héraðsfréttablaða. Hjartarson, Guðbrandur Þ. Guðbrandsson, Sæmundur

x

Feykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.