Feykir - 03.10.2001, Qupperneq 4
4 FEYKIR 33/2001
draga saman. Maður selur ekki
mjólkurkúna!!
Að lokum - íbúar Skaga-
fjarðar eiga það inni að þeir séu
upplýstir um gang mála varð-
andi sölu á Rafveitunni. Hvem-
ig er staðan í þessum málum í
dag? Nú standa yfir viðræður
við RARIK, á ekki að gefa
fleirum kost á því að bjóða í
fyrirtækið eða er það frátekið
fyrir RARIK? Hefur RARIK
komið með tilboð og ef svo er,
upp á hvað hljóðar það? Hvaða
fleiri fyrirtæki hafa sýnt áhuga?
Stórt er spurt-hvar em svörin?
Með vinsemd og virðingu
Ásdís Guðmundsdóttir,
sveitarstj órnarfulltrúi Sj álfstæðis-
flokksins í sveitarstjórn Skaga-
fjarðar.
Járnað á Hólum
Á að selja Raíveitu Sauðárkróks?
Svar til Hilmis Jóhannessonar
Sigurður Sæmundsson leiðbeinir þeim Ragnheiði Þonaldsdóttur frá Hvítárholti og Mie
Hedebo Knudsen frá Odense í Danmörku.
Það var líflegt í hesthúsinu á Hólum sl.
fimmtudag þegar tíðindamaður Feykis leit þar
inn á námskeið í jámingum. Hólanemar voru í
óða önn að laga til skeifur og máta undir, enda
dugir ekki annað en reiðskjótinn sé á góðum
jámum fyrir langan og strangan vetur í því tamn-
ingaferli sem nú er ffamundan hjá Hólanemutn.
Leiðbeinandinn var enginn annar en lands-
liðseinvaldurinn í hestaíþróttum, Sigurður Sæ-
mundsson frá Holtsmúla í Landssveit, hress að
vanda og rakti m.a. helstu ættir nemendanna og
kosti fyrir tíðindamanni og var það greinilega
glaðværðin sem réð ríkjum þarna í hesthúsinu.
Áhugi nemanna er greinilega mikil og góð sam-
vinna þeirra áberandi. Aðspurður sagðist Sigurð-
ur koma þisvar á vetri í Hóla til að leiðbeina við
jámingamar, enda er búið að þrískipta náminu í
hestamennskunni við skólann.
Það var góð samvinna hjá Hinriki Sigurðs-
syni frá Hafnarfirði og norsku stúlkunni
Bertu Kristjansen.
í Feyki þann 12.september
sl. kastar Hilmir Jóhannesson
fram tveimur spurningum til
sveitarstjórnarmanna varðandi
Rafveitu Sauðárkróks sem mér
er bæði ljúft og skylt að svara.
Hefúr það komið í ljós við
nákvæma skoðun á fjárhags-
stöðu sveitarfélagsins að það
þurfi að selja Rafveitu Sauðár-
króks?
Við nákvæma skoðun á íjár-
hagsstöðu sveitarfélagsins kem-
ur í ljós að það þarf að grípa til
aðgerða. Hvort það sé sala á
Rafveitu Sauðárkróks það er
annað mál og er hrein pólitísk
spurning sem varð til þess að
meirihlutinn sprakk eins og
flestum er kunnugt. Sjálfstæðis-
menn hafa bent á aðrar leiðir
sem leiðir mig beint í svarið við
spumingu númer tvö. Á að
selja rafveituna? Það er mín
skoðun að það eigi eldd að gera
heldur að það eigi að sameina
orkufyrirtæki sveitarfélagsins.
Ég ætla leyfa mér að færa
nokkur rök fyrir máli mínu.
í fyrsta lagi getur nýtt öflugt
orkufyrirtæki fest sér sess í
breyttum heimi orkumála en
með nýjum lögum verða mikl-
ar breytingar í orkugeiranum.
Það er engin tilviljun að margir
renni hým auga til Rafveitunn-
ar og telji hana góðan fjárfest-
ingakost. Það vita allir hvað
Skagfirðingar hafa í höndun-
um, nema núverandi meirihluti,
sem hefur lagt ofúráherslu á
það að selja.
í öðru lagi getur sveitarfé-
lagið tekið tæpar 400 milljónir
út úr hinu nýja fyrirtæki og
lækkað skuldir sínar sem því
nemur.
í þriðja lagi höldum við
eignaraðild og þekkingunni í
heimabyggð sem er ekki síður
mikilvægt. Sterkt orkufyrirtæki
í heimabyggð skapar margs-
konar þjónustu. Með því að
eiga hið nýja fyrirtæki höldum
við einnig um stjómartaumana,
sem er mikilvægt í fyrmefnd-
um breytingum í orkugeiran-
um.
í fjórða lagi gemm við hag-
rætt hjá þessum fyrirtækjum
sem við sameinum, bæði í
mannahaldi og hvað varðar
húsnæðismál.
í fimmta lagi getur hið nýja
fyrirtæki skoðað þann kost að
yfirtaka dreifingu RARIK á
rafmagni í Skagafirði og þannig
orðið dreifingarfyrirtæki fyrir
allan Skagafjörð.
Þannig sláum við margar
flugur í einu höggi, lækkum
skuldir sveitarfélagsins, hag-
ræðum í rekstri þessara fyrir-
tækja, höldum eigninni í heima-
byggð og þeirri þekkingu og
þeim störfúm sem tengjast
henni.
Það er orðið nokkuð langt
síðan að sjálfstæðismenn bentu
á þessa leið og var gefin út
skýrsla um sameiningu veitn-
anna þegar árið 1999.
Ekki komst skriður á málin
fyrr en í lok janúar sl. þegar
loksins var samþykkt að skipa
nefnd til að koma með tillögur
um sameiningu veitnanna. Sú
nefnd var skipuð fúlltrúum allra
flokka og tel ég hana hafa unn-
ið mjög gott starf. í stuttu máli
komst nefndin að þeirri niður-
stöðu að sameina ætti þessi fyr-
irtæki og var niðurstaðan byggð
á fyrrgreindri skýrslu ásamt
nýrri og vandaðri skýrslu sér-
ffæðinga, þeirra Jóni Vilhjálms-
son og Sigurðar Páls Hauksson-
ar. Það er skemmst frá því að
segja að gengið var þvert á
skoðun þessarar nefndar og á-
kveðið að skoða sölu á Rafveit-
unni þó að ekkert hafi komið í
ljós um að ekki myndi borga sig
að sameina. Þannig er nú lýð-
ræðið hjá hinum nýja meiri-
hluta.
Samkvæmt tillögunni átti
hið sameinaða fyrirtæki að taka
til starfa hinn 1 .júní en allir vita
hvað gerðist. Samkvæmt upp-
lýsingum ffá skrifstofú sveitar-
félagsins hafa vaxtagjöld sveit-
arsjóðs frá l.júní - l.október
verið um það bil 25 milljónir.
Með því að bíða og ffesta sam-
einingunni hefúr sveitarfélagið
tapað stórfé.
Nú eru komnar nýjar tölur
um stöðu sveitaifélagsins. End-
urskoða þarf fjárhagsáætlunina
vegna ýmissa hluta sem ekki
hafa staðist. Ekki tókst að selja
Stjómsýsluhúsið Byggðastofh-
un, þar varð Sveitarfélagið af 60
milljónum. Skólabygging Ár-
skóla hefur farið 45.milljónir
ffam úr áætlun. Vaxtagjöld hafa
vaxið um tugi milljóna á undan-
fömum mánuðum. Hvað er
hægt að selja Raveituna oft til
að borga skuldir??
Ég er hjartanlega sammála
Stefaníu sem skrifar í síðasta
Feyki. Borgarafund verður að
halda þar sem farið verður yfir
málið, þar sem það snertir okk-
ur öll. Það vita það allir að þeg-
ar harðnar á dalnum þá gengur
ekki endalaust að selja eignir
fyrir skuldum, það verður að
Fjáröflunarskemmtun
til styrktar
Minningarsjóði
Rakelar Pálmadóttur
Höfðaborg, Hofsósi sunnudaginn
7. október kl. 14.00
Ávarp Sr. Gísli H Kolbeins.
Nemendur Grunnskólans á Hofsósi verða
með fjölbreytt skemmtiatriði.
Dægurlaga Pönk Hljómsveitin Húfa
skemmtir af sinni alkunnu snilld.
Kaffiveitingar að skemmtun lokinni
Miðaverð: Fullorðnir kr. 900
Grunnskólanemendur kr. 300
Fjölmennum og styrkjum
Minningarsj óðinn.
Stjórnin.