Feykir - 03.10.2001, Blaðsíða 5
33/2001 FEYKIR 5
Búist við margmenni
í Víðidalstungurétt
Búist er við fjölmenni í stóð-
réttir í Víðidal nk. laugardag, en
réttargestum þar hefúr farið
mjög fjölgandi á undanfömum
árum. Sigrún Valdimarsdóttir í
ferðaþjónustunni Dæli sagðist
taka á móti fyrstu gestunum í
réttimar á miðvikudag, hóp frá
Þýskalandi, sem er búinn að taka
veiðihúsið á leigu. Sigrún segir
að það verði upppantað hjá
ferðaþjónustubændum fyrir
helgina, mikið sé um símhring-
ingar og pantanir vegna réttanna.
Búið er að skipuleggja ferð
fram á Víðidalstunguheiði á
laugardag þegar stóðið verður
sótt. Verður þá grillað við
gangnahúsið Fosshól og er
reiknað með á annað hundrað
manns á hestum í smalamennsk-
unni og grillinu. Þegar búið
verður að smala stóðinu, 7-800
fúllorðnum hestum ásamt
folöldum, niður að Víði-
dalstunguréttinni, stendur smala-
fólki til boða sviðaveisla hjá Jón-
ínu húsffeyju á Kolugili, en á
síðustu árum hefúr verið brydd-
að upp á ýmsu í tengslum við
Víðidalstunguréttina, sem er síð-
asta stóðréttin á þessu hausti.
Gospellhelgi á Ströndiimi
Segja má að mikil gospellhelgi hafi verið á Skagaströnd unt
helgina. Utn 30 manns í kirkjukórnum voru í æfingabúðum á
laugardag undir leiðsögn Óskars Einarssonar tónlistarstjóra Fíla-
delfiu og Páll Rósinskrans söng með kómum. Á laugardagskvöld
vom þeir félagamir síðan með tónleika í kirkjunni, og var aðsókn-
in mjög góð. Á sunnudag var svo mikil gospellmessa í kirkjunni.
Mikill áhugi er fyrir gospellsöng á Skagaströnd, enda hafa
gospellmessumar á tveim síðustu kántríhátíðum heppnast mjög
vel. Tónlistarlífi á Skagaströnd hefúr einnig bæst góður liðsauki
sem er nýr organisti við kirkjuna og tónlistarkennari við Tónlist-
arskóla A.-Hún., Michail Jón Clarke, sem hefur starfað um
áraraðir á Akureyri og þykir mjög góður og skemmtilegur tónlist-
ar- og söngmaður.
K-lykill í þágu
geðsjúkra
Kiwanismenn á Norðurlandi
vestra safna þessa dagana fé til
stuðnings geðsjúkum með sölu
á K-lyklinum. Landssöfnun
Kiwanishreyfingarinnar hófst
1. október en nær hámarki á
laugardaginn 6. október. Þá
verður gengið í hús og selt við
verslanir og samkomustaði á
Sauðárkróki, Siglufirði og víð-
ar.
Verðbólga er engin í Kiwan-
is og því er K-lykillinn enn
seldur á 500 krónur líkt og í síð-
ustu söfnun. K-lykillinn er seld-
ur í tíunda sinn í ár en Kiwan-
ismenn standa fyrir söfnun
sinni þriðja hvert ár. K-lykillinn
var fyrst seldur árið 1974 og
hefúr ágóði af sölunni ávallt
mnnið til geðverndarmála. Á
liðnum ámm hafa ýmiss mál-
efni notið góðs af sölu K-lykils-
ins, þ.á m. Geðhjálp, unglinga-
geðdeild við Dalbraut, og Bjarg
á Akureyri svo dæmi séu tekin.
Sú nýbreytni verður í söfn-
uninni í ár að hægt verður að
leggja henni lið með því að
hringja í sérstök símanúmer og
láta tilteknar upphæðir af hendi
rakna. Með því að hringja í
sima 907 2500 gefa rnenn 500
kr. en hringi rnenn í síma 907
2100 gefa menn 1.000 kr.
Að þessu sinni mun and-
virði söfnunarinnar renna að
stærstum hluta til Klúbbsins
Geysis. Að auki rennur hluti til
Hringsjár, starfsþjálfúnar fatl-
aðra og áfangaheimilis geðfatl-
aðra á Akureyri. Klúbburinn
Geysir hyggst nota sinn hluta
söfnunarfjárins til húsnæðis-
kaupa, Hringsjá til tækjakaupa,
og áfangaheimilið á Akureyri til
endurbóta og uppbyggingar.
Klúbburinn Geysir er vett-
vangur fyrir fólk sem á við eða
hefúr átt við geðræn veikindi að
etja. Geysir er hvorki meðferð-
arstofnun né endurhæfingar-
stofnun heldur brú milli stofn-
unar og samfélags. Hringsjá er
miðstöð starfsþjálfúnar fyrir
fatlaða. Þar er einstaklingum
veitt aðstoð við endurhæfingu
til starfs eða náms. Áfanga-
heimili geðfatlaðra í Álfabyggð
á Akureyri hefúr verið starfrækt
frá 1989. Markmið áfanga-
heimilisins er að þjálfa einstak-
linga út í lífið - að styðja þá til
náms eða vinnu.
(Tilkynning frá Kiwanis-
klúbbum á Norðurlandi vestra;
Drangey á Sauðárkróki og
Skildi á Siglufirði).
Ábyrgð sveitarstjómarmanna
Ég varð glaður er ég las í
síðasta blaði Feykis grein eft-
ir Stefaníu Jónasdóttur, að það
eru fleiri Króksarar en Hilmir
og ég sem hafa áhyggjur af
málefnum RafVeitu Sauðár-
króks.
Þar þykist ég vita að Stef-
aníu renni blóðið til skyldunn-
ar eins og sagt er, þar sem ætt-
faður hennar Sölvi vélgæslu-
maður var einn af frumkvöðl-
um rafVeitumála á Króknum á
fyrrihluta síðustu aldar. Og
það eru fleiri en ég sem efast
um stjómmálahæfileika
Snorra Sfyrkárssonar og
þeirra sveitarstjómarmanna
sem sjá þann kostinn helstan
að selja eða farga þeim póst-
um í sveitarfélaginu sem em
hvað traustastir. Það eru ekki
mörg fyrirtæki sem skila 30-
40% arði eins og mér skilst að
Rafveita Sauðárkróks geri.
Búkolla verður ekki endur-
heimt effir að hún verður af-
hent.
Það er einmitt á þessum
dögum sem við Króksarar
verðum að standa saman um
að óhæfúverkin verði ekki
unnin. Það verður of seint í
kosningunum í vor. Ég sem
innfluttur Króksari fyrir lið-
lega 40 árum hef eins og fleiri
áhyggjur af málefnum sveitar-
félagsins og held að þau
þyrftu að vera í traustari hönd-
um en nú er.
Eyjólfur Sveinsson.
fSTELPlJR ^
á öllum aldri
„yíCtu Cáta tíCpín taka?”
JéCagsmáCanámske íð fyrír konur
Komdu þá og vertu með á 25 kennslustunda
námskeiði sem hefur það að markmiði
að efla konur til þátttöku
í sveitastjórnarkosningum.
Þátttaka er öllum konum heimil
án endurgjalds.
Dagskrá:
11. oízt. kC 19:00 JafnréttísfrœðsCa
16. okt. ki 19:00 éAð safna iippCýsíngum/CeimiCcCum
20. okt. kC. 11:00 SjáCfsefCí: „éAðpora að taka tíCmáCs”
23. okt. kC. 19:00 SCeCstu nefncfír og líCutverkpeírra
25. okt. kC. 19:00Xynníng stjórnmáCafCokka
Staóur: BóknámsCiús JjöC6rautaskóCa JCorðurCancCs vestra
Skráning og nánari upplýsingar
í síma 453-6800 hjá FSNV
Skagafjörður