Feykir


Feykir - 15.05.2002, Page 8

Feykir - 15.05.2002, Page 8
15. maí 2002, 17. tölublað, 20. árgangur. Sterkur auglýsingamiðill Framsókn r Skagafjörð xB Frá undirritun viljayfirlýsingarinnar á Hólum: Skúli Skúlason skólamcistari og fulltrúar Sveitarfélagsins Skagafjarðar, Snorri Styrkársson og Stefán Guðmundsson. Vottar að undirritun voru þau Elín R. Líndal formaður skólanefndar Hólaskóla og Guðni Agústsson landbúnaðarráðherra. Ritað undir samstarf sveitar- félagsins og Hólastaðar Viðburðarik vika hjá Hniúkunum Salamonsdómur hjá héraðsdómi Að lokinni brautskráningu hestafræðinga frá Bændaskól- anum á Hólum sl. laugardag var við athööi í skólahúsinu rit- að undir viljayfirlýsingu um samstarf Sveitarfélagsins Skagafjarðar og Hólaskóla. Því næst var gengið til kaffiveislu á Hólum, en þessi dagur, 11. maí markaði upphaf afmælisárs á Hólurn, en í ár eru 120 frá upp- hfi Bændaskólans á Hólum. í viljayfirlýsingunni segir að Sveitarfélagið Skagafjörður og Hólaskóli sameinist um að efla Hóla í Hjaltadal annars vegar sem þekkingarsetur og miðstöð háskólamenntunnar í héraðinu og hins vegar sem einn af byggðakjömum svæðisins. Þetta verði gert með eftirfarandi hætti: Efla enn frekar tengsl starf- seminnar á Hólastað við stofn- anir sveitarfélagsins og fyrir- tæki á svæðinu. Unnið verði sameiginlega að því að beina verkefhum er varða menntun, rannsóknir og þróunarstörf til Hóla, eftir því sem við á, sem og að stuðla að fjármögnun slíkra verkefna. Þá verði stofhaður sameigin- legur vinnuhópur sem geri til- lögur um fyrirkomulag þjón- ustu og ffamkvæmda er lúti að rekstri byggðarinnar að Hólum. Markmið þessa er að Hólaskóli og Sveitafélagið Skagafjörður vinni saman að ffekari þróun skipulags fyrir staðinn, hús- næðismálum, gatnagerð, veitu- málum og allri almennri þjón- ustu við íbúa og starfsemi stað- arins. Árið 2002 verði sérstök á- hersla lögð á þróun umhverfis- mála á Hólum i samræmi við Staðardagskrá 21 og stefnu Sveitarfélagsins Skagaíjarðar í þessum málaflokki. Lagt er til að sveitarfélagið og Hólaskóli sameini krafta sína við eflingu umhverfismála í Skagafirði, segir í viljayfirlýsingunni. Það verður ekki annað sagt en síðasta vika hafi verið við- burðarík fyrir fólkið í bæjar- málafélaginu Hnjúkum á Blönduósi. Allt byijaði þetta á kosningaskrifstofunni að morgni sunnudags. Það var nýbúið að opna skrifstofuna og einhverra hluta vegna gleymdi fólk sér, og hafði ekki hugann við mikilvæg- asta verkefni dagsins, að skila framboðslistanum áður en klukkan væri tólf og ffamboðs- ffesturinn úti. Þeir voru margir sem slóu því föstu að þetta væri búið mál fyrir Hnjúkana, en Valdimar í Bakkakoti og hans fólk var ekki á því að leggja upp laupana. Strax á mánudag var haldið til Reykjavíkur, þar sem jarðvegur- inn var kannaður hjá félagsmála- ráðuneytinu. Ráðuneytið vísaði síðan málinu ffá á þriðjudag. Þá var strax farin dómstólaleiðin og óskað effir flýtimeðferð. Halldór Halldórsson héraðsdómari Norðurlands vestra brást skjótt við og var ekki lengi að fella „Salómonsdóm” í málinu. Hnjúkar fengju að leggja fram listann, þrátt fyrir að mæta of seint, „lýðræðið væri mikilvæg- ara en glataðar 11 minútur” var ein af forsendunum fyrir niður- stöðu héraðsdóms, sem beindi því til yfirkjörstjómar á Blöndu- ósi að taka lista Hjúka til úr- skurðar eins og hann heföi borist á réttum tíma. Gunnar Sigurðsson formaður yfirkjörstjórnar segir að ekki hafi verið annað ráð en taka ffamboðið gilt, ekki hafi komið til greina að áffýja niðurstöðu héraðsdóms til Hæstaréttar. Hinsvegar hafi yfirkjörstjóm fyrst og ffemst verið að vinna eftír gildandi lögum um kosn- ingar til sveitarstjóma, þar sem skýrt sé kveðið á um ffamboðs- ffest. Það verða því þrjú ffamboð til sveitarstjómarkosninga á Blöndósi og í Engihlíðarhreppi í vor, auk Á-lista Hnjúka, D-listi Sjálfstæðisflokksins og H-listi Vinstrimanna og óháðra. Góð veiði í þorskanetin í vor Ágæt veiði var í þorskanet á Skagafirði ffaman af vori, en ffá veiðibanni um miðjan apr- íl, hefur það verið frekar rýrt að sögn Sævars Steingríms- sonar á Hafborg, sex tonna trillu sem var á netum í vor á- samt dekkbátnum Þóri. Þeir á Hafborg, Sævar og Atli Kára- son, em hættir veiðum en Þór- ismenn þráast enn við. Þegar best lét var Þórir að fá urn 12 tonn í róðri, en mest var Haf- borgin að fá átta tonn yfir dag- inn. Að sögn Sævars hefur fisk- urinn úr Skagafirðinum verið vænn, en netasvæðin vom allt upp undir Borgarsand skammt neðan flugvallarins. Sævar segir að þó hafi komið einn og einn fiskur sem var varla meira en hausinn, ákaflega rýr, en þessi mjósleigni fiskur hafi ekki verið í neinu magni mið- að við lýsingar frá Húnaflóa- svæðinu. Það mun vera talsvert á annað hundrað tonn sem þessi tveir bátar hafa veitt hvor um sig í netin frá byijun kvótaárs, en um aðra veiði hefur ekki verið að ræða. Ekki er gott út- lit með rækjuveiðina á firðin- um á næstunni og í haust vom tveir bátanna seldir, Sandvíkin og Jökull. Bolfiskkvóti Sand- víkur var seldur burtu með bátnum, tæplega 90 tonn, en kvóta Jökuls haldið cftir og skipt milli eigendanna, en Haf- borg var m.a. keypt frá Kefla- vík fyrir rúmum tveim árum vegna kvótans sem á þeim bát var. Sævar Steingrímsson seg- ir að það verði síðan að koma í ljós hvort rækjan sýni sig í veiðanlegu magni og þá verði kannski keyptur bátur til að stunda þær veiðar. SVEITARSTJÓRNAKOSNINGARNAR 25. MAl 2002 Skagafjörður - leiðandi sveitarfélag SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN xD Flísar, flotgólf múrviðgerðarefni Aðalsteinn J. Maríusson Sími: 453 5591 853 0391 893 0391

x

Feykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.