Feykir


Feykir - 12.06.2002, Blaðsíða 3

Feykir - 12.06.2002, Blaðsíða 3
21/2002 FEYKIR 3 Ekki smáskáld se ofaní við almættið Glefsur úr erindi Viðars Hreinssonar við opnun Stephansstofu á Hofsósi Hlýtt á erindi Viðars: Valgeir Þor\aldsson, Páll Pétursson, kanadísku sendiherrahjónin, Gerald og Ilhan Skinner og Iris Bourne dótturdóttir Stephans G. Legg við faðir líknareyra, leið oss einhvem hjálparstig; en viljirðu ekki orð mín heyra, eilíf náðin guðdómlig, mitt skal hróp af heitum dreyra himininn ijúfa kringum þig. Það var ekki Stephan G. sem hafði í svona stórbrotnum hót- unum við guð almáttugan, held- ur Bólu-Hjálmar, tveim árum áður en Stephan fæddist á Kirkjuhóli. En þessar voldugu hendingar slá tón sem síðar átti eftir að heyrast hjá Stephani, að hika ekki við að segja hvers konar almætti til syndanna. Það þarf meira en smáskáld til að gera slíkt svo vel sé. Þessi sýning sem hér er verið að opna hverfist nokkuð um rætur Stephans í hversdagslegum jarðvegi, skagfirskum eða norð- lenskum, rnold og hjami, sögum og kveðskap. Bólu-Hjálmar var hluti af þeim jarðvegi, þeirri arf- leifð sem Stephan bar með sér vestur um haf. Þar kynntist hann nýrri veröld og nýjum hug- myndum, og steypti allt saman í stórbrotna lífssýn og magnaðar myndir af mannlífi og náttúm. Það eru ekki smáskáld sem setja ofaní við almættið. Steph- an gerði það með sínum hætti enda yfirlýstur trúleysingi. Tröllauknasta sögukvæði hans er Sigurður trölli lauslega byggt á munnmælum og segir af Sig- urði, sem bjó fjarri mannabyggð og hafði það kynlega „hobbý“ að bjarga mönnum sem voru að verða úti á fjallvegi. Lýsingin á Sigurði er rammbyggð. Hann rennur saman við landslagið, verður sjálfúr náttúruafl. I fjalli uppi beint frá bænum á Bröttuskeið stóð maður lotinn og hvessti sjón mót svala blænum og síð var brún og hæruskotin Tveir sigrar Tindastóll hefúr unnið tvo síð- ustu leiki sína í 2. deildinni í fót- boltanum. Skallagrím 5:1 sl. föstudagskvöld og Leikni 3:2 á Sauðárkróksvelli í gærkveldi. Tindastóll lék einum færri frá 18. mínútu í fyrri hálfleik og tveim færri síðustu fimm mínútur leiksins. Hugi Halldórsson var rekinn út af í fyrri hálfleik og Davíð Harðarson undir lokin. Davíð skoraði tvö marka Tindastóls og Kristmar Bjöms- son eitt. Jaffit var í hálfleik 0:0, en Tindastólsmenn náðu ömggum tökum á leiknum í þeim seinni. og módökkt auga að hálfu huldi, þar hugkvæmd engin sýndist kvikna, sem starði út, ið innra duldi og ekki hló né merktist vikna. Með rauðjarpt hár og skolbrúnt skeggið í skúfúm löngum rakið niður og veðrið feykti og fyllti hreggið, sem fenni í barði þíður viður. En herða-breiðu bunga leyndi og bogin kné hver hæð hans væri en ólu gmn, ef afl hans reyndi, að á þeim hmkkum minna bæri. Og vaðmálsúlpu yzta klæða hann ofan dró að verptu skónum. En hríðin næddi norðanstæða og niður hlíðar keyfði snjónum. Náttúmlýsingar og lýsingar á híbýlum Sigurðar em álíka myndrænar. Stephan olli mörgum von- brigðum við fyrstu sýn þegar hann kom til íslands 1917. Menn miðuðu við kvæðin hans og áttu von á að sjá tröll en við þeim blasti lágvaxinn maður og grannur, lotinn og vinnulúinn. En þegar menn fóm að kynnast honum, tóku eftir sérstæðum glampa í augunum, fúndu fyrir hlýjunni í viðmótinu og aflinu í hugsuninni, þá fór hann að stækka aftur. Stephan andaðist tíu mínút- um eftir miðnætti þegar kominn var tíundi ágúst árið 1927. En hann lifir í verkum sínum og á því þurfúm við að halda. Sér- hvert samfélag og menning þarf á slíkum mönnum að halda, skáldum og hugsuðum sem geta risið gegn innantómum kenni- setningum og bábiljum. Okkar tímar ekki síst, þegar ekkert þykir skipta máli annað en ytra borð, ímyndir og hagstærðir, þegar stjómmálamenn og aðrir valdamenn annaðhvort nenna ekki eða hafa ekki tíma til að hugsa, en panta hagffæðiúttekt- ir og bókhaldsfimleika, það eina sem þeir taka gilt. Því ber að þeirri rækt sem hér er verið að leggja við minn- ingu Stephans og verk. Ég hef í nokkur ár fengist við að skrá ævisögu hans, fyrra bindið kemur út nú í haust og hið síð- ara á 150. afmælisdegi Steph- ans, 3. október á næsta ári. Ég undrast alltaf meir og meir þennan mann, hann er eitt merkilegasta fúrðuverk ís- lenskra bókmennta fyrr og síð- ar. Hann var í öllu hversdags- maður, nema þessu, að vera skáld og hugsuður af þeirri stærð að hann var þess umkom- inn að ganga á hólm við almætt- ið. Það verður seint ofgert í því að halda verkum hans og lífs- starfi á lofti. Menn hafa ffá fyrstu tíð gert sér grein fyrir andlegu jötunafli þessa hlé- dræga bónda. Bandarískur pró- fessor sagði að hann væri mesta skáld Vesturheims, eina skáld Vesturheims sem væri meðal hinna ffemstu í heimi. Kanadískur prófessor sagði að líklegt væri að hann yrði ein- hvemtíma viðurkenndur sem fyrsta skáld í hæsta gæðaflokki sem ffam hefði kornið í Kanada. Annar kanadískur prófessor sagði að hann væri kannski allra sérstæðasti hversdagsmaður sem nokkumtíma hefði gert Kanada að heimalandi sínu. Halldór Laxness sagði að enginn einstakur höfúndur hefði auðgað íslenska tungu í svipuð- urn mæli og Stephan. Hann sagði líka að það kvæði væri ekki til eftir Stephan sem ekki borgaði sig að lesa ofaní kjölinn. „Hann er sú tegund skálda, að maður verður sjálfúr sterkari á því að lesa hann, glaðari, bjart- sýnni, trúaðri á lífið, heiðarlegri, hraustari, - hann veitir sama þroskann og fjallgöngur.” Sig- urður Nordal sagðist hafa gefist upp fyrir honum, sest við fót- skör hans, og fúndist þeim mun meira til um hann sem hann kynntist honum betur. Og hann sagði „Það munu þeir sanna sem lifa eftir eina öld eða fleiri að svo merkileg sem kvæði Stefáns munu þá þykja, mun æfisögu mannsins, hinni tröll- auknu baráttu þessa bókmenta mikilmennis, við kjör landnema og einyrkja verða meiri gaumur gefinn.” Samvinnubókin og KS-bókin Tveir góðir kostir til að ávaxta spariféð þitt KS-bókin er með 5,50% vexti, bundin í 3 ár og verðtryggð Samvinnubókin er með lausri bindingu, nafnvextir 9,30%, Ársávöxtun 9,52% InnlánsdeiJd

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.