Feykir


Feykir - 12.06.2002, Blaðsíða 2

Feykir - 12.06.2002, Blaðsíða 2
2 FEYKIR 21/2002 Jón Þorsteinn Reynisson harmonikkuleikari frá Mýrarkoti ásamt Sveini Sigurbjörnssyni skólastjóra Tónlistarskóla Skagafjarðar t.h. og Richard Simm sem sat í dómnefnd. Efnilegur einleikari keppni var 31. maí, undanúrslit 1. júní og úrslitakeppnin síðan sunnudaginn 2. júní. Eins og áður segir sigraði Jón Þorsteinn ReynissonTónlistarskóla Skaga- fjarðar, er spilaði á harmonikku, önnur varð Unnur Bima Bjöms- dóttir fiðluleikari Tónlistarskóla Akureyrar og þriðja Þuríður Ingvarsdóttir einnig fiðluleikari Tónlistarskóla Akureyrar. Dóm- neftid skipuðu: Richard Simm, Lilja Hjaltadóttir og Roar Kvam. Og haföi sá síðastnefndi yfirurn- sjón með keppninni fyrir hönd Menor. Búnaðarbankinn á Akureyri lagði fram verðlaunafé til þriggja efstu, sem skiptust, 50 þúsund, 30 og 20. Stúlkumar léku síðan á glæsilegri afmælis- hátíð Menor á Laugarborg í Eyjafirði sl. sunnudag, en þar var fagnað 20 ára afmæli sam- takanna. Jón Þorsteinn var hins- vegar löglega forfallaður þar sem hann var fenndur þennan dag. Fjórtán ára harmonikkuleik- ari, Jón Þorsteinn Reynisson ffá Mýrarkoti í Skagafirði, sigraði í einleikarakeppni sem Menor gekkst fyrir í samvinnu við tón- listarskóla á Norðurlandi. Keppnin fór ffam á Akureyri dagana 31. maí til 2. júní sl. og voru þátttakendur nítján talsins. Þrír bestu að mati dómnefndar kepptu til úrslita. I keppninni var miðað við aldurstakmark 25 ár í klassísk- um hljóðfæraleik. Upphaflega var hugmyndin að keppa í tveimur flokkum, styttra og lengra kominna, til og með fimmta sigi og ffá sjötta stigi og uppúr. Einungs sjö lengra komn- ir tilkynntu sig og þegar frekari forföll urðu var ákveðið að fella niður keppni í þeim flokki. Af 22 sem skráðu sig hjá styttra komnum kepptu nítján. Keppnin fór fram í húsa- kynnum Tónlistarskólans á Ak- uryri, Hafnarstræti 81. For- Eldridansaklúbburinn Hvellur Loksins Loksins Nú dönsum við í Skagaseli laugardaginn 15. júní kl. 22 - 03. Hinn frábæri Stulli sér um að allir skemmti sér. Mætum öll í stuði! Nefndin. Málefnasamningur D og VG í Skagafirði Fulltrúar ffamboðanna D og VG hafa náð samkomulagi um stjómun Sveitarfélagsins Skagafjarðar á kjörtímabilinu og komist að sam- eiginlegri niðurstöðu um úrvinnslu málefna. Þau áhersluatriði sem frarn koma í þessum samningi eru grundvöllur að samstarfi fram- boðanna og vísbending um þann einlæga vilja að láta traust og fagmennsku verða leiðarljós við stjómun sveitarfélagsins. Samkomulag um meðferð málefna er í aðalatriðum byggt á stefnuskrám ffamboðanna við nýafstaðnar sveit- arstj ómarkosningar. Taka þarf á alvarlegum fjárhagsvanda sveit- arfélagsins og því mun spamaður og hagræðing verða lögð til grundvallar í rekstri með það að markmiói að lækka skuldir og skapa svigrúm til ffamkvæmda og bættrar þjónustu í ffamtíðinni. Gerð verður úttekt á fjárhagsstöðu sveitarfélags- ins og rnunu ffamkvæmdaáætlanir taka mið af henni. Einnig verður gerð úttekt á sameiningar- ferlinu sl. fjögur ár, hvernig til hefur tekist, hvaða lærdóm má af því draga og hvaða úrbæt- ur megi gera. Stuðlað verður að bjartsýni og ffamfaravilja hjá íbúum sveitarfélagsins. Lögð verður áhersla á að auka tengsl sveitarstjómar og íbúanna og bæta aðgengi þeirra að upplýs- ingum er varða sveitarfélagið og rekstur þess. Stjórnsýslu- og fjármálasvíð Stjómskipulag og samþykktir sveitarfélags- ins verða endurskoðaðar í þeim tilgangi að ná fram aukinni skilvirkni og hagkvæmni. Gerð verður ítarleg og skýr starfsmannastefna og sí- menntunarstefna. Innra effirlit með fjárreiðum sveitarfélagsins verður eflt og unnið að endur- skoðun tekjuskiptingar ríkis og sveitarfélaga. Framkvæmdaáætlun verður ekki lögð fram fyrr en að afloknu milliuppgjöri á stöðu sveitarfé- lagsins. Fjölskyldu- og þjónustusvið Rekstur og staifsemi skóla og skólaskrifstofú verður skoðuð í heild sinni og endurmetin með það að markmiði að bæta og hagræða í skóla- starfi i héraðinu. Mörkuð verður skýr menntunar- og skóla- málastefna. Gerð verður framkvæmdaáætlun um viðhald og uppbyggingu skólamannvirkja. Stefnt verður að því að auka ffamboð á leik- skólarými og öðrum dagvistarúrræðum. Stuðl- að verður að auknum tengslum atvinnulífs og skóla og lögð verður aukin áhersla á ffæðslu um menningu og náttúru Skagafjarðar í skólastarfi. Stefnt verður að því að styrkja nám á ffamhalds- skólastigi og að í Skagafirði verði miðstöð ffamhaldsmenntunar í völdum verkgreinum á landsvísu. Unnið verður að því að efla Skaga- fjörð sem vettvang rannsókna- þróunarstarfs og menntunar á háskólastigi. Stutt verður við söfn, rninja- og menningarsetur og þeim sköpuð vaxt- arskilyrði. Rekstrargrundvöllur félagsheintila verði styrktur og þau efld sem miðstöðvar menningar og félagslífs. Unnið verður að því að ná samningum við ríkisvaldið um menningar- tengda starfsemi í Skagafirði. Tryggð verði góð félagsþjónusta og að hún nái til þeirra íbúa sveitarfélagsins sem á henni þurfa að halda. Stutt verður við íþrótta- og tóm- stundastarf bama og unglinga í gegnum sam- starf skóla, íþróttafélaga og önnur félagasam- tök. Fjárffamlög sveitarfélagsins til íþrótta- hreyfingarinnar verða betur skilgreind til að tryggja að þau nýtist sem best til þeirra verkefna sem þeim er ætlað. Þegar verði hafist handa við undirbúning Landsmóts UMFI2004 í samstarfi við UMSS með það að markmiði að standa vel að mótshaldi og tryggja sem breiðasta þtttöku Skagfirðinga. Affam verður unnið að uppbygg- ingu forvama í samvinnu við hlutaðeigandi að- ila. Unnið verður að bættri öldrunarþjónustu i héraðinu og sveitarstjóm mun beita sér fyrir því að öflug heilbrigðisþjónusta verði áfram rekin í Skagafirði. Umhverfis- og tæknisvið Horfið verður frá áformum um virkjun við Villinganes og aðkoma sveitarfélagsins að Hér- aðsvötnum ehf verður endurskoðuð. Gerð verði úttekt á hagkvæmni smærri virkjana. Efla þarf Skagafjarðarveitur og vinna að aukinni fjöl- breytni á nýtingu jarðvarma í héraðinu. Sérstök áhersla verður lögð á að leita að heitu vatni fyr- ir Hofsós og nærsveitir. Stefht er að því að Skag- firðingar verði þátttakendur í því þróunarstarfi sem nú fer ffam í landinu í virkjun jarðvarma og vistvænna orkugjafa. Gætt verði hagsmuna sveitarfélagsins og landeigenda í óbyggðamál- um. Staðsetning sorpforgunar verður endur- skoðuð og kannaðar verða nýjungar varðandi sorpvinnslu. Mótuð verður umliverfísstefha þar sem áhersla verður lögð á að tengja betur sam- an umhverfi, atvinnulíf og skóla. Rannsóknir og ffæðsla um náttúru Skagafjarðar gegna þar einnig lykilhlutverki. Unnið verður áffarn að Staðardagskrá 21, verkefninu „Fegurri sveitir” og að koma ffáveitumálum í viðunandi horf. Áfram verður unnið að vistvænni nýtingu af- rétta og haldið verður uppi virku búfjáreffirliti og forðagæslu. Hagkvæmni og notagildi almenningssam- gangna í sveitarfélaginu verður athugað. Lögð verður áhersla á uppbyggingu vega innan héraðs og betri vegtengingar við hálendið. Standa þarf vörð um flugsamgöngur. Áffam verður unnið að góðu viðhaldi og uppbyggingu hafna. Kannaðir verða möguleikar á að nýta At- vinnuþróunarfélagið Hring áffam til atvinnuþró- unar í Skagafirði. Sveitarfélagið vinni að upp- byggingu stoðumhverfis fyrir eflingu atvinnu- lífs og að því að skapa ákjósanleg skilyrði fyrir nýsköpun í atvinnulífí. Stuðlað verður að ffek- ari rannsóknum og kortlagningu í menningar- og náttúruauðlindum héraðsins og auðlindir Skagafjarðar verði nýttar á sjálfbæran hátt til hagsbóta fyrir Skagfirðinga. Áhersla verður lögð á fjölbrcytni í atvinnulífi og að hlúa að þeirri starfssemi sem fyrir er. Sérhæfð þjónusta á landsvísu verði byggð upp við Heilbrigðisstofnunina. Efla þarf Skaga- §örð sem ferðamannasvæði með sérstaka á- herslu á orlofshúsabyggðir og menningartengda ferðaþjónustu. Leitað verði iðnaðarkosta sem falla að því umhverfi og byggðamynstri sem fyrir er. Tryggja þarf tengsl atvinnulífs og menntastofhana t.d. í sambandi við eflingu fisk- eldis og hrossaræktar. Unnið verður að ffam- faramálum í samstarfi við ríkisvaldið og lögð á- hersla á að veija og styrkja opinberar stofnanir í sveitarfélaginu og afla aukinna verkefna. JL ó tiáö fréttablað á KIR Noröurlandi vestra Kentur út á ntiðvikudögum. Útgefandi Feykir hf. Hennannsson, Sigtuður Ágústsson og Stefán Ámason. Skrifstofa: Ægisstíg 10, Sauðárkróki. Póstfang: Box4, Áskrifiarverð 190 krónur hvert tölublað með vsk. 550 Sauðárkróki. Símar: 453 5757 og 453 6703. Lausasöluverð: 200 krónur með vsk. Setning og Farsími 854 6207. Netfang: feykir @ krokur. is. umbrot: Feykir. Prentun: Hvítt & Svart hf. Feykir á Ritstjóri: Þórhallur Ásmundsson. Blaðstjórn: Jón F. aðild aö Samtökum bæja- og héraösfréttablaða. Hjartarson, Guðbrandur Þ. Guðbrandsson, Sæmundur

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.