Feykir


Feykir - 12.06.2002, Blaðsíða 8

Feykir - 12.06.2002, Blaðsíða 8
12. júní 2002, 21. tölublað, 22. árgangur. Óháð fréttablað á Norðurlandi vestra Sterkur auglýsingamiðill Frá athöfninni við Vesturfarasetrið sl. Iaugardag. Auglýst eftir sveitarstjórum Eitthvað skolaðist til í frétt af myndun nýs meirihluta í Húnaþingi vestra í síðasta blaði Feykis, en þá var nýbúið að handsala samkomulagið. í fréttinni var sagt að gengið væri út frá því að Brynjólfur Gíslason myndi gegna áfram starfi sveitarstjóra, en það var ekki rétt. Nýi meirihlutinn á- kvað nefnilega að auglýsa starfið laust til umsóknar og var það gert með auglýsingu í Morgunblaðinu um helgina. Þar er umsóknarfrestur til- greindurtil 19. júní næstkom- andi. Oddviti sveitarstjómar Heimir Ágústsson á Sauða- dalsá tekur við umsóknum og gefur hann einnig upplýsingar um starfið í síma 451 2547. Þá hefur einnig verið auglýst eftir bæjarstjóra á Blönduósi, þar sem tilgreint er hvað í starfinu felst og helstu kostir sveitarfélagsins em tíundaðir. Umsóknarffestur er til 20. júní. Stephansstofa vígð Fjölmargir gestir vom við- staddir hátíðlega stund við Vest- urfarasetrið á Hofsósi sl. laug- ardag þegar opnuð var form- lega Stephansstofa í nyrsta húsi setursins. Nokkur ávörp vom flutt af þessu tilefni, auk þess sem Sveinrún Eymundsdóttir ungur flautuleikari lék „O blessuð vertu sumarsól”. Það var Iris Bourne dótturdóttir skáldsins sem opnaði stofuna eftir að hafa flutt tilkomumikið erindi utandyra, þar sem hún lýsti hug sínum til lands for- feðranna, með ffumsömdu ætt- jarðarljóði, „Óði til íslands”, og þá minntist Iris einnig þess arfs sem hún meðtók frá forfeðrun- um og hafi reynst sér svo mik- ils virði. Viðstaddir athöfnina voru meðal annarra ráðherramir Páll Pétursson og Sturla Böðvarsson og kanadísku sendiherrahjónin á Islandi, Skinner að ættamafni. Þá var einnig mættur Mörður Ámason þingmaður, er ýtti málinu úr vör í þinginu á sínum tíma, þegar hann sem varaþing- maður flutti tillögu um stofhun Stephansstofu, til að heiðra nafh og minningu Stephans G. Stephanssonar. Þessi hugmynd eins og margar aðrar tengdar Vestur-Í s- lendingum átti viðkomu hjá Valgeiri Þorvaldssyni á Vatni upphafsmanni Vesturfaraseturs- ins og það var Valgeir sem setti afhöfhina á laugardaginn og bauð gesti velkomna. Valgeir fagnaði áfanganum og því að Stephani G. væri sýnd tilhlýði- leg virðing með þeirri sýningu sem nú væri opnuð í Stephans- stofu, en þar er með textaskilt- um varpað ljósi á líf Kletta- fjallaskáldsins. Haraldur Bessason ffá Kýr- holti og fyrrum háskólaprófess- or í Winnipeg og á Akureyri flutti einnig stutt erindi. Harald- ur sagðist alltaf hafa litið svo á að Stephan G hefði með kveð- skap sínum búið til Skagafjörð, en hann orti ljóðið Skagafjörð, og höfðaði þar svo sterkt til jarðffæðinnar og norrænnar goðaffæði líkt og hann gerði einnig í bálknum um Kletta- fjöllin. Og það var það sama með þann fjallgarð og Skaga- fjörð, að i huga Haraldar Bessa- sonar var það Stefán G. sem var höfundurinn að sköpunarverk- á Hofsósi Einnig flutti Viðar Hreins- son bókmenntaffæðingur nokk- uð itarlegt erindi um Stefán G. en Viðar hefur einmitt unnið að ritun yfirgripsmikillar ævisögu um Stephan G. sem út kernur í haust. Glefsur úr þessu erindi Viðars birtast í blaðinu í dag. Útigangsfé finnst í sumarbyrjun Það er ffemur óvenjulegt að útigöngufé finnist þegar komið er ffam á vor, og þar að auki í byggð, en það gerðist í Lýtings- staðahreppnum núna fyrir helg- Nýi mcirihlutinn í Skagafírði Vill ekki virkjun „Horfið verður ffá áform- um um virkjun við Villinganes og aðkoma sveitarfélagsins að Héraðsvötnum ehf verður end- urskoðuð. Gerð verði úttekt á hagkvæmni smærri virkjana. Efla þarf Skagafjarðarveitur og vinna að aukinni fjölbreytni á nýtingu jarðvarma í héraðinu. Sérstök áhersla verður lögð á að leita að heitu vatni fyrir Hofsós og nærsveitir.” Þessa klásúlu er m. a. að finna i mál- efnasamningi Vinstri -grænna og Sjálfstæðisflokksins sem birtist í blaðinu í dag. „Samningurinn ber vott um að metnaður til málefha er ekki mikilli. Reyndar er þessi samn- ingur alveg dæmalaus og gefur engin svör um það hvernig þessir flokkar ætla að tryggja hér öflugt atvinnu- og mannlíf. Það eina sem skýrt er tekið ffarn að nýr meirihluti vill ekki virkja við Villinganes. Glæsi- leg skilaboð sem þar eru send verktökum, iðnaðarmönnum og fleirum sem búa við órtyggt atvinnuástand. Ekkert áþreif- anlegt er nefnt í staðinn aðeins óljós fyrirheit”, segir Gunnar Bragi Sveinsson oddviti Fram- sóknarflokksins í sveitarstjóm. ina. Siguijón Valdimarsson bóndi í Villinganesi var að svip- ast eftir fé sínu við eyðibýlið Teygakot sem er norðarlega á Kjálkanum. Fann hann þá tvær veturgamlar gimbrar, sem báðar vom bomar og var annað lamb- ið orðið nokkuð stálpað. Með þeim vom tveir veturgamlir hrút- ar. Þetta veturgamla fé var allt vel ffamgengið, enda hefur það líklega haldið sig við byggð í vetur. Það yar ffá bænum Breið og þar sem það var ekki til taks þegar sprautun gegn kráðanum fór fram í vetur, var það fært í kerm til Margrétar Sigurðardótt- ur dýralæknis í Varmahlíð. /CS>\ TOYOTA \^y - tákn um gæði ...bflai1, tiyggingar, bækur, ritföng, framköllun, rammaj, timarit, ljósritun, gjafavara... BÓKABÚÐ BRYNcJABS SUÐURGÖTU 1 SÍMI 453 5950 <g> TRYCCINCA- MI'STÖ'IN HF. þegar mest á reynirl Flísar, flotgólf múrviðgerðarefnl Aðalsteinn J. Maríusson Sími: 453 5591 853 0391 893 0391

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.