Feykir


Feykir - 12.06.2002, Blaðsíða 7

Feykir - 12.06.2002, Blaðsíða 7
21/2002 FEYKIR 7 Samningur um meirihluta- samstarf í Húnaþingi vestra Samstarfssamningur B- og T-lista um myndun meirihluta í sveitarstjórn Húnaþings vestra kjörtímabilið 2002-2006. Sam- starfið byggir á steífiuskrám B- ogT - lista fyrir kosningamar 2002. Aðilar samningsins ætla að beita sér fyrir sem bestri sátt meðal íbúa sveitarfélagsins. Þessu markmiði hyggst meiri- hlutinn ná m.a. með því að kynna allar meiriháttar breyt- ingar á starfsemi sveitarfélags- ins fyrir íbúunum. Efla skal heimasíðu Húnaþings vestra til að auðvelda fólki upplýsinga- öflun um málefni sveitarfélags- ins. Gefin verði út fféttabréf um fjármál og framvindu verkefha. Sveitarstjórn heldur a.m.k. einn borgaraffmd árlega. A fyrri hluta kjörtímabilsins verður farið yfir reynslu af skip- an stjómsýslu í sveitarfélaginu og hlutverk og skipan nefnda endurskoðuð. Við skipan í nefndir og ráð verði leitast við að fulltrúar hafi dreifða búsetu í sveitarfélaginu og hlutur kynj- anna jafnaður svo sem kostur er. Skipting embætta Fyrstu tvö ár kjörtímabilsins verður oddviti af T-lista og varaoddviti af B-lista. Seinni tvö árin verði oddviti af B-lista og varaoddviti af T-lista. For- maður byggðarráðs verður af B-lista fýrstu tvö ár kjörtíma- bilsins en frá T-lista seinni tvö árin. Varaformaður verður ffá T- lista fyrri tvö árin en ffá B-lista hin seinni tvö. Starf sveitar- stjóra verður auglýst. Fjármál Fjármálastjóm verði ábyrg og hagkvæm þannig að tekjur sveitarfélagsins nýtist sem best. Alagningu útsvars og fasteigna- gjalda verði stillt í hóf svo sem kostur er. Framkvæmda- og fjárhagsáætlanir verði gerðar fyrir öll stærri verkefni. Atvinnumál/samgöngur Bein þátttaka í atvinnurekstri skal verða í lágmarki en stuðlað skal að því að skapa gott rekstr- ar- og starfsumhverfi. Sveitar- félagið beiti sér fyrir kynningar- verkefni til að laða að ný fyrir- tæki og þjónustustofnanir. Jafn- ffamt verði leitast við að efla þau fyrirtæki og þjónustustofn- anir sem fyrir em. Fjármunir verði tryggðir til áffamhaldandi starfs atvinnu-og ferðamálafulltrúa. Áhersla verði lögð á menningartengda ferða- þjónustu. Ljúka þarf sem fyrst hagkvæmnis-og umhverfisat- hugunum kalkþörungavinnslu í Hrútafirði. Ráðinn verði verk- efhisstjóri tímabundið ef þörf krefur. Unnin verði fjárhags- og ffamkvæmdaáætlun vegna við- halds gatna og malbikunar í þéttbýli og njóti þessar fram- kvæmdir forgangs i fram- kvæmdaröðun við gerð fjár- hagsáætlunar. Knúið verði á með fjármagn til uppbyggingar tengivega og Víðidalstungu- heiðarvegar. Áfram verði stuðst við til- lögur fjallskilastjóma um stefnumörkun og ffamkvæmdir á sínu svæði. Réttur sveitarfé- lagsins varðandi eignarhald á afféttum og heiðarlöndum verði varinn af fullri einurð. ar hagsældar fyrir íbúa Skaga- fjarðar. Sameinað sveitarfélag Sveitarfélög í Skagafirði að ffátöldum Akrahreppi höfðu sameinast í eitt fyrir fjórum ámm. Sameining sveitarfélaga er viðkvæm aðgerð. Hún stytt- ir ekki vegalengdir eða laðar ffarn nýja tekjustofna. Hið mikla sjálfboðaliðsstarf sem unnið er í stjórnun margra sveitahreppa fellur að mestu niður en kröfur og væntingar aukast. Vinstrilireyfingin - grænt framboð hvetur til var- fæmi og góðrar grunnvinnu í sameiningu sveitarfélaga. Mik- ilvægt er að þeirri vinnu sé fylgt eftir og hið nýja sveitarfélag myndi eina heild þar sem réttur hvers og eins er virtur óháð bú- setu. Byggðir Skagafjarðar eru rikar af auðlindum til lands og sjávar. Ef þessar auðlindir em ræktar og nýttar með sjálfbær- um hætti þá mun fjölskyldu- vænt samfélag, öflugt atvinnu- líf og blómleg menning áffam dafna í Skagafirði. Vafalaust verður nýrri sveitarstjóm þröngur stakkur skorinn fjár- hagslega. En einmitt við slíkar aðstæður er rétt forgangsröðun hvað mikilvægust. Árnaðaróskir til nýrrar sveitarstjórnar Það þótti djarft að stilla upp efsta manni listans jafhffamt sem sveitarstjóraefni. Sú ákvörðun sýnir enn ffekar að Vinstri grænir í Skagafirði eru reiðubúnir að axla ábyrgð og fylgja eflir stefnu nýrrar sveitar- stjómar með mann úr eigin röð- uin sem sveitarstjóra. Eg óska Ársæli Guðmundssyni, oddvita Vinstri grænna og nýjum sveit- arstjóra, allra heilla í vanda- sömu starfi. Vinstrihreyfing- unni - grænu ffamboði í Skaga- firði, hinum nýja meirihluta sveitarstjómar svo og sveitar- stjóminni allri er óskað farsæld- ar á nýju kjörtímabili. Jón Bjarnason. Félagsmál Standa ber vörð um þá grunnþjónustu sem ríkið veitir íbúum sveitarfélagsins. Áhersla verði lögð á góða félagslega þjónustu. 1 samvinnu við Heil- brigðisstofhunina verði leitast við að koma á dagvist fyrir aldr- aða. Stofnanir sveitarfélagsins skulu vera aðgengilegar fotluð- um og öldruðum. Dagvist bama verði rekin áffam og auk- in ef þörf virðist á. Efla ber for- vamir með samvinnu við stýri- hóp um vímuvamir og íbúana. Menningar- og fræðslumál Markmið skólastarfs er að efla þekkingu og þroska nem- emda með samstarfi starfsfólks skóla, heimila og sveitarstjóm- ar. Styðja þarf við innra starf skólans til metnaðarfulls skóla- starfs. Gmnnskóli Húnaþings vestra verði rekinn með svip- uðu sniði og nú. Kennslustaðir verði tveir þ.e. á Hvammstanga og Laugarbakka. Breytingar á fjölda kennslustaða verði ekki gerðar nema til komi önnur starfsemi sambærileg að um- fangi eða rekstrarkostnaður fari úr böndum. Fagleg- og fjárhagsleg mark- mið grunnskólans komi til skoðunar effir því sein þurfa þykir. Tónlistarskólinn verði áffam rekinn af metnaði og unnið að endurbótum á hús- næði skólans. Samstarf leik-og gmnnskóla verði eflt til að auð- velda nemendum flutning milli skólastiga. Auka þarf mögu- Smáauglýsingar Vmislegt! Blandaðir skógar-kettlingar fást gefins. Upplýsingar í síma 453 8112. Til sölu tvær dráttarvélar að gerðinni Zetor 4718 og 5245 4x4 og einnig tvær heytætlur. Upplýs. í síma 453 6780 Jens, 453 6114 Ómar, eða í 899 2017. Húsnæði! Lítil íbúð eða gott herbergi óskast ffá og með 1. júní. Upplýsingar i síma 862 2180, Bikarkeppni KSÍ SauðárkróksvöUur Tindastóll - Þór föstudagskvöld kl. 20 Stórleikur á Króknum leika á fjarkennslu á öllum skólastigum og stefnt skal að fjamámi á ffamhaldsskólastigi. Þjónusta bóka- og héraðs- skjalasafnsins verði aukin m.a. með tölvubúnaði til almenn- ingsnota. Ef kostur er verði samið við rekstraraðila um að taka að sér rekstur Skólabúð- anna á Reykjum þannig að leiga standi undir viðhaldi fast- eigna. íþrótta- og æskulýðsmál Stuðlað verði að fjölbreyttu íþrótta- og æskulýðsstarfi með stuðningi við Ungmennasam- bandið og aðildarfélög þess. Gerður verði nýr samningur við USVH og umhirðusamningar þar sem það á við. Starfsemi íþróttahúss og sundlaugar á Hvammstanga verði sameinuð undir nafninu íþróttamiðstöð Húnaþings vestra. Áffam verði rekin félagsmiðstöð lýrir ung- menni. Kannaðir verði mögu- leikar á einum forstöðumanni við íþrótta- og félagsmiðstöð- ma. Uppbyggingu íþrótta- og úti- vistarsvæðisins í Kirkju- hvammi verði haldið áffam. Akstur úr íþrótta- tónlistar- og félagsstarfi að afloknum skóla- degi verði skipulagður með föstum ferðum til móts við þarfir iðkenda og foreldra/for- ráðamanna. Umhverfis-og skipulagsmál Skipulagt verði verkefni til lagfæringar á vatnsbólum. Átak verði gert til að ljúka ffárennsl- ismálum á kjörtímabilinu. Kannaðir verði möguleikar á að brenna sorp og nýta orkuna til upphitunar. Unnið verði að samræmdri merkingu sveitabæja og ör- nefhaskráningu haldið áffam. í þéttbýli verði unnið að merk- ingu gatna og gamalla húsa. Veittar verða viðurkenningar þeim er skara framúr á sviði umhverfismála. Unnið verði að afgreiðslu fýrirliggjandi deiliskipulagstillagna. Sumarlokun leikskólanna Sumarið er loksins kornið. Fólk flest er farið að undirbúa sumarffíið sitt og einhveijir gætu verið komnir í fri nú þeg- ar. Ekki eru allir svo heppnir að geta valið sjálfir hvenær þeir fara í fri, og kemur það til af því að fýrirtæki í fram- leiðslu og þjónustu reyna að gera sitt besta til að þurfa ekki að loka, og þar af leiðandi hætta ffamleiðslu um tíma. Einn vinnustaður hefur þó mjög mikla sérstöðu. Það er vinnustaður bama okkar, leik- skólinn. Sveitarfélagið Skaga- fjörður hefur haff þá reglu að loka öllum leikskólum í Skagafirði í fjórar til tíu vikur yfir sumarmánuðina. Leik- skólamir á Sauðárkróki hafa verið lokaðir i fjórar vikur á tímabilunu júlí til ágúst hvert ár, og er árið í ár engin undan- tekning. Foreldrar bama á leikskól- unum hafa verið mis ánægðir með þetta fýrirkomulag á þessari þjónustu Sveitarfélags- ins. Oft á tíðum em foreldrar skikkaðir í fri hjá fýrirtækinu sem þeir vinna i, og er því alls ekki gefið að þeir geti verið í frii á sama tíma og bömin þeirra. Þetta leiðir til að bömin eru tekin út af leikskólanum á þeirn tíma sem foreldramir em í ffíi og svo þarf að útvega pössun fýrir krílin á þeim tíma sem leikskólamir em lokaðir. Foreldrafélög leikskólanna í Skagafirði gerðu könnun á viðhorfi foreldra bama í leik- skólunum i vetur og kom þar margt forvitnilegt upp á yfir- borðið. Ef litið er eingöngu á svömn ffá leikskólunum á Sauðárkróki, svömðu 52,5% svarenda að þeir væru ósáttir eða mjög ósáttir við sumarlok- anir leikskólanna. Ef miðað er við að þeir sem ekki tóku þátt í könnuninni séu hlutlausir, þ.e. þetta skipti þá engu máli, þá er hægt að segja að ríflega fjórðungur allra foreldra bama á leikskólunum á Sauðárkróki, séu ósáttir eða mjög ósáttir við þessar lokanir. í könnuninni var einnig óskað eftir hug- myndum að fýrirkomulagi sem gæti orðið til þess að ekki þyrffi að loka leikskólunum yfir sum- artímann, og bámst fjölmargar hugmyndir að lausnum. Fráfarandi sveitarstjórn Skagafjaröar var sent bréf, þar sem niðurstöður könnunarinn- ar vom kynntar og boðin ffarn aðstoð við hugmyndavinnu við skipulag sumaropnunar. Skemmst er ffá þvi að segja að ekki hefur enn borist svar frá sveitarstjórninni og þess varla að vænta úr þessu. Það er okk- ar von að ný sveitarstjórn sjái sér hag í að ræða þessi mál við foreldrafélögin og komi að vinnu á lausnum á þessu vandamáli sem stór hluti íbúa sveitarfélagsins upplifa. Fyrir hönd foreldrafélaga leikskólanna á Sauðárkróki. Þorsteinn T. Broddason.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.