Feykir


Feykir - 12.06.2002, Blaðsíða 6

Feykir - 12.06.2002, Blaðsíða 6
6 FEYKIR 21/2002 Hagyrðingaþáttur 340. Heilir og sælir lesendur góðir. í síðasta þætti birtist vísa sem ég hef nú fengið upplýsingar um að muni vera eftir Bjama Jónsson frá Gröf. Ekki var hún rétt með farin og kemur leiðrétting þará. Á kærleikann er kominn tálmi kyndugt finnst mér þetta líf. Ef konur fara að klæðast málmi kaupa margir dósahníf. Gaman er að heyra meira frá Bjama. Eftirfarandi erindi kallar hann vorkomu. Er ísana leysti frá landi liftiaði sveitin úr dvala. Blærinn kom sunnan frá sandi og sólin var farin að tala. Og vomóttin veldi sitt eykur vindamir fjörkippi taka, sér blærinn í loftinu leikur og lóan er komin til baka. Þá dalsáin drekkur sig fulla dansandi syngur og æðir, og bömin frá bæjunum sulla um bakkana þar sem hún flæðir. Þá man ég að hópur af hænum við haugana áttu sér sporin og grasið á gamla bænum það grænkaði snemma á vorin. Á mýrunum kindumar kroppa kláramir túngarðinn naga. Af kátínu kálfamir hoppa en karlamir slóða draga. En heima það heyrist ei lengur að hófúrinn kveði við sporið. Á túninu traktorinn gengur og traktorinn sér ekki vorið. Kannski hefúr Bjami verið fluttur til Akureyrar þegar hann orti þessa. Til Húnaþings ég horfi dátt hugurinn vill þar sveima. Greyið hefúr aldrei átt annars staðar heima. Að lokum þessi ffá Bjama. Ekkert fær mér yndi léð eins og að meiga dreyma, um að vaka og vera með vorkvöldunum heima. Bjami Guðmundsson frá Hjalta- bakka mun hafa ort þessa. Þroskast andinn lífs á leið löng þó finnist vaka. Mörg er stundin hýr og heið horfi ég til baka. Eitt sinn er kynþokkafyllsta kona landsins hafði verið kjörin meðal sjón- varpsáhorfenda, orti Sigurður Oskar Pálsson. Hún er svarthærð og kynjuð frá Sauðlauksdal og sögð hið albesta kvennaval, með sérlegan stíl og sexapíl. Svo veit hún ugglaust hvað gera skal. Það er Móskóga Stebbi sem yrkir svo. Ég veit hvað gott er að vaka einn í víðsýni bjartra nátta, uns dagurinn nálgast nakinn og hreinn og nóttin verður að hátta. Önnur kemur hér eftir Stefán. Hávaðinn í heimsins önn nú hefúr strikið. Betra er að vefjist tunga um tönn en tala of mikið. Skáldið ffá Djúpalæk mun hafa ort þessa. Þegar við hugsjónir leita ég lags og langar að punkta þær hjá mér. Þá byijar helvítis hringhendan strax að hrönglast í kjaftinum á mér. Kristján Benediktsson mun vera höf- undur að þessari. Vandi er að finna stuðlum stað og stöðuna velja rétta. Ferskeytt ljóð er fest á blað. Fallega rímar þetta. Eitt sinn er birt höfðu verið úrslit í ljóðasamkeppni orti Kristján Amason frá Skálá svo. Rímuð ljóð em gamalla manna gjamm og geta ei lengur talist lifandi auður, jarðarförin hefúr nú farið ffam í fúllri óþökk þess sem talinn var dauður. Vita lesendur hver yrkir svo. Andagiff hefúr íslending aldrei vantað, ýmist hefúr hann ort í hring eða kantað. Hafsteinn Stefánsson á Selfossi mun hafa ort þessa fallegu vísu. Vorsins ómar virðast nær vetrardrómi raknar. Sólin ljómar, lífið hlær litla blómið vaknar. Það er Einar Sigtryggsson á Sauðár- króki sem yrkir svo. Viða er barist um völdin vopnaskak bak við tjöldin. Steffiuskrár mennimir móta menningar vitamir hnjóta. Önnur vísa kemur hér eftir Einar. Frelsi er fjöregg þjóðar sem ffamtíðin byggist á. Afsal á íslensku valdi Evrópu þjóðimar þrá. Eitt sinn er rætt var um heilsufar þjóðarinnar orti Magnús Óskarsson borgarlögmaður svo. Geðveiki er orðin sú pest sem okkur hijáir nú mest. En þótt fáir séu æstir em líklega fæstir alveg eins og fólk er flest. Önnur limra kemur hér eftir Magnús. Eftir hreppsnefndarumræðu heita heyrðist ffamsóknaroddvitinn neita þeim áróðri öllum að vatn upp á fjöllum renni til sjávar og sveita. Þá langar mig að leita til lesenda með efni fyrir þáttinn, og væri gaman að fá vísur sem tengjast heyskap eða öðr- um sumarstörfúm. Að lokum ein ágæt eftir Rósberg G. Snædal. Veröld seiðir viðmóts hlý vísar leið að tindum, undir heiðum himni í Herðubreiðarlindum. Veriði þar með sæl að sinni. Guðmundur Valtýsson, Eiríksstöðum 541 Blönduósi, sími 452 7154. Skagafjörður og kosningarnar Vinstrihreyfingin-grænt ffamboð er ótvíræður sigurveg- ari sveitarstjómarkosninganna í Skagafirði með yfir 20% at- kvæða og tvo menn kjöma. Ur- slitin sýna að áherslur og stefnumál flokksins komust vel til skila í kosningabaráttunni. Framboðslistann skipaði sterk áhöfn sem naut öflugs liðstyrks frá fjölmörgu baráttuglöðu fólki sem vildi fylgja eftir steftiumið- um VG í Skagafirði af fúllri einurð. Krafist var breyttrar stefnu og nýrra áherslna í stjóm sveitarfélagsins og Skagfirðing- ar virðast hafa sett traust sitt á að flokkurinn myndi koma áformum sínum í verk og höfn- uðu meirihlutanum sem fyrir var. Vinstri grænir hafa nú myndað meirihluta í stjóm Sveitarfélagsins Skagafjarðar ásamt fúlltrúum Sjálfstæðis- flokksins. Er þetta fýrsti meiri- hluti í sveitarstjóm sem Vinstri grænir eiga aðild að í eigin ffamboði. Skammtímahuisn að selja eignir Nú em kosningamar af- staðnar og verkin bíða. Ríkis- valdið hefúr á síðustu árum fært aukin verkefni til sveitarfélag- anna án þess að tekjustofnar fylgi með. Afleiðingin er sú að mörg sveitarfélög berjast í bökkum. Þau sem eiga verð- mætar eignir em þvinguð til þess óyndisúrrræðis að selja þær til að létta á fjárhagsvanda sínum. Það er aðeins skamm- tímalausn. Verði tekjugrunnin- um ekki breytt standa þau innan tíðar í sömu sporum en hálfú slyppari en fýrr. Eitt brýnasta verkefni komandi þings er að leiðrétta það mikla misvægi sem orðið er í verka- og tekju- skiptingu milli ríkis og sveitar- félaga. En það bitnar harðast á sveitarfélögum á landsbyggð- inni. „Orkuveitur Skagafjarðar” Sveitarfélög á suðvestur- hominu hafa keppst við að auka styrk orkuveitna sinna og beita afli þeirra til að lækka orkuverð og til nýsköpunar í atvinnulíf- inu. Þá leið hefðu Skagfirðing- ar átt að fara og nýta styrk Raf- veitu Sauðárkróks og hitaveitna héraðsins og stofna „Orkuveit- ur Skagafjarðar” sem sveitarfé- lagið hefði forsjá yfir. Þessar veitur hefðu séð um sölu og dreifingu orku innan héraðsins og einnig unnið að ffekari orku- öflun í Skagafirði í sátt við um- hverfið og til eflingar atvinnu- lífs á forsendum heimamanna. í stað þessa var Rafveita Sauðár- króks seld inn í Rarik sem nú stendur til að einkavæða og selja hæstbjóðanda. Ekki er lík- legt að hagsmunir Skagfirðinga vegi þar þungt. Daginn fyrir kosningar Sala Steinullarinnar var röng ákvörðun. Steinullarverksmiðj- an hefúr gengið vel undanfar- in ár og eignastaðan er svo sterk að nýir eigendur geta sótt kaup- verðið inn í fyrirtækið sjálft án þess að raska rekstrarstöðu þess til muna. Það er táknrænt fyrir vinnubrögðin og söluferilinn allan að gengið er frá síðustu skilyrðum um sölu Steinullar- verksmiðjunnar síðdegis á föstudag, daginn fyrir sveitar- stjómarkosningar. Meirihluta þeirrar sveitarstjómar sem keyrði þetta mál ffarn var hafn- að af Skagfirðingum nokkrum klukkustundum síðar. En því miður er þetta óafturkræf að- gerð. Að dreifa molunum Fylgismenn sölu Steinullar- innar hafa mært þá ákvörðun að hluti af söluandvirði ríkishlut- ans skuli renna til ákveðinna uppbyggingarverkefna heima í héraði. Vissulega ber að fagna því, ef aukið fjármagn fæst til brýnna verkefria. Söluhlutur ríkisins er liðlega 200 miljónir. Látið verður svo heita að hluti þessa fjár komi heim í hérað til góðra verkefna sem er vel. En allt munu það vera viðfangsefúi sem rikissjóði ber að fjánnagna án þess að sértæk eignasala komi til. Starfsmenn Steinullarverk- smiðjunnar sendu frá sér harð- orða ályktun gegn sölunni og því hvemig að henni var staðið. Hér með er látin í ljós sú von að stjórn og eigendur verksmiðj- unnar hafi meira samráð við starfsmenn um framkvæmd eignabreytinganna en raunin hefúr verið til þessa. Ég óska starfsfólki Steinullarverksm ðj- unnar gæfú og gengis og vona að þrátt fyrir misráðnar breyt- ingar á eignarhaldi muni verk- smiðjan starfa áfram af sama krafti á Sauðárkróki til aukinn-

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.