Feykir


Feykir - 31.07.2002, Side 3

Feykir - 31.07.2002, Side 3
26/2002 FEYKIR 3 Velheppnaður hafnardagur Fólk farið að mæta í „kántríið“ Fólk er þegar farið að mæta til Skagastrandar á Kántríhátína sem verður sett formlega á fimmtudags- kvöld. Aðstandendur hátiðar- innar búast við ijögur til sex þúsund manns enda er spáð besta veðrinu fyrir norðan um helgina, ijögur til sex þúsund manns. Eins og fram kom í síðasta Feyki verður margt kunnra skemmtikrafta á hátíðinni. Geirmundur Val- týsson hefur til að mynda samið hátíðarlag. Eitthvað mun það hafa farið fyrir brjóstið á aðstand- endum Kántríhátíðar sem nefnt var í frétt í síðasta Feyki að nú væri í fyrsta skipti selt inn á hátíðina. Sú breyting er nú að selt er inn við innkomuna í bæinn í stað þess að innheimt var fyrir tjaldstæðin áður. í fyrra kost- aði 2500 krónur inn á hátið- ina en núna verður það 3900 krónur. Þessi hækkun kemur að mestu leyti til vegna á- kvarðana stjórnvalda um ör- yggisgæslu og auk þess auk- ins tilkostnaðar. Ókeypis verður fyrir börn 12 ára og yngri. Þeir sem koma í dags- heimsókn greiða aðeins 1500 krónur. Innheimtan fer fram Messað á Ábæ Hin árlega messa í Ábæjar- kirkju í Austurdal verður nk. sunnudag kl. 14. Það er séra Ólafúr Þór Hallgrímsson sem prédikar og þjónar fyrir altari. Einsöng syngur Helga Rós Indriðadóttir óperusöngkona ffá Hvíteyrum, en hún starfar við óperuna við Stuttgart í Þýskalandi samhliða söng- námi. Organisti verður Sveinn Ámason og félagar úr kirkjukór Mælifellsprestakalls leiða söng Samkvæmt venju munu systkini Helga heitins á Merki- gili bjóða messugestum í kaflfi heima að Merkigili að lokinni athöfh. Rétt er að taka ffam að vegurinn ffam að Ábæ er sein- farinn og fólk ætti að ætla sér um það bil tvo tíma ffá Varma- hlíð. Þess má þess geta að messan verður hljóðrimð og flutt i útvarpi í haust, en Ábæj- arkirkja á einmitt 80 ára af- mæli um þessar mundir. Góð íbúð til sölu! Til sölu er neðri hæð hússins við Hólaveg 28, Skr. íbúðin er 107 fm og bílskúr 32 fm. Snyrtileg íbúð. Nánari upplýsingar í síma 453 5900. við félagsheimilið Fellsborg á veginum inn í bæinn. Hafnardagurinn hefúr unnið sér sess á Sauðárkróki og var haldinn 20. júlí sl. Ýmislegt var að gerast i bænum, markaður í miðbænum, málverkasýning í Skjaldarhúsinu á Eyrinni, knatt- spyma á íþróttavellinum, ffítt í sundlaugina, dorgveiðikeppni og útigrill, uppákomur og úti- ball á höfhinni þar sem Bassi, Hörður G. Ólafsson, hélt uppi stuðinu. Á miðnætti var svo flugeldum skotið upp, en fólk hélt áfram að skemmta sér í Aðalgötunni í afskaplega þægi- legu veðri, rólti þar milli húsa. Það var margt fólk sem kom á markaðinn í miðbænum og mjög líflegt þótt ekki væm al- veg eins margir að selja og á síðasta ári. Sölumennimir höfðu sig greinilega mismikið í tfammi, og einna virkust var sú sem Bjami Har. hefúr á sínum snærum, Stefanía nokkur Jón- asdóttir af Sölvaættum. Hún seldi t.d. ungum og upprenn- andi útgerðarmanni, ijóra sjóstakka, bæði af gömlu og nýju gerðinni, stigvél að sjálf- sögðu í stíl, fötu, exi, brýni og sitthvað fleira. Höfðu menn á orði að Stebba hefði greinilega hreinsað eitthvað til í kjallaran- um hjá Bjama. Bryndís Þráinsdóttir var með málverkasýningu í Skjald- arhúsinu og sunddeild Tinda- stóls með kafifisölu. Þeir luma margir á sér listamennimir, þar á meðal Bryndís, og var fólk mjög hrifið af myndum hennar. Fjölmennt var á bryggju- ballinu um kvöldið en eitthvað var samt fólk tregt til að dansa. Það vom börnin aðallega sem sáu um það, en kannski verður meira dansað á næsta hafnar- degi sem væntanlega verður á sama tíma að ári. Það er alla- vega alveg nauðsynlegt að vera með einhverja svona tilbreyt- ingu í bæjarlífinu á hverju sumri. Vi (SI <‘<£f 11> (i n a ð i n ii til hel^arinnar faerðu hjá okkur Skagfirskt gæðakjöt cí helgargrillið Fjöldi góðra tilboða f gangi f rd fimmtud. - laugard. FÖSTUDAG OG LAUGARDAG SVÍNAKJÖT A F NýSLÁTRUÐU T.d STORLÆKICAÐ VERÐ! Kótilettur 699.- Hnakkasneiðar 599.- •Jt Bógar 285.- •{• Lærissneiðar 399.-

x

Feykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.