Feykir


Feykir - 31.07.2002, Page 4

Feykir - 31.07.2002, Page 4
4 FEYKIR 26/2002 - Sumarvinnan - breytingar í tímans rás Það líður ljótt þetta sumarið eins og önnur. Þannig er það gjaman með sumrin hér norður frá, alltaf endurtekur sagan sig; við byijum að bíða eftir sumr- inu, gjaman snemma vors, en svo kemur það ofl ekki íyrr en seint og síðar meir og líður svo eins og örskot. Og fyrr en varði eru skólamir byijaðir og komið haust. Reyndar hellist þessi til- finning yfir mann stundum um verslunarmannahelgina, þegar farið er að skyggja nokkuð á kvöldin, að nú sé stutt í haust- ið. Sjálfsagt finnur unga fólkið ekki síst fyrir þessu, enda hafa sumarffiin verið að styttast í seinni tíð með lengingu skól- ans. Nú standa skólarnir til loka maí og byija aftur seint í á- gúst. Hér áður fyrr nutu ung- lingar þess að skólamir vom búnir um og fyrir miðjan maí og byijuðu ekki affur fyrr en jafnvel vel var liðið á septem- bermánuð. Það var út ffá þessum hug- leiðingum sem blaðamanni kom í hug hvað sumarvinna unglinga hefði breyst mikið á seinni ámm. Það er spuming hvort sama effii'væntingin ríkir hjá ungu fólki nú til dags og áður fyrr fyrir sumarvinnunni. Það er ekki svo ýkja langt síð- an hægt var að velja talsvert úr sumarvinnu. Þá var möguleiki að komast í uppgrip, ef ekki til sjós og fiskvinnu, sem reyndar hefiur aldrei verið mjög vinsæl, þá í brúarvinnu, vegavinnu, símavinnu, eða vinnuflokka hjá Rarik, eða byggingarvinnu hjá Búnaðarsambandinu, svo eitthvað sé nefnt. Þá var stór hluti sumarvinnunnar út í sveit- inum, i dreifbýlinu, þar sem verið var að byggja upp vegi og brýr, símalínur, raflínur, og byggingar ýmsar. Núna í seinni tíð hefúr þetta breyst mikið, vinnan er að miklu leyti kom- inn inn í þéttbýlið, og heilstæð verk við vegavinnu er t.d. varla að hafa. Allt er þetta komið í útboð og verktakarnir flestir fá ekki nema eitt og eitt verk á stangli. Það er kannski helst núna að komast í nýlagnavinnu út um landið, svo sem vinnu- flokka sem leggja Ijósleiðar- ann. Gott dæmi um þá stemn- ingu sem gat myndast í svona vinnuflokkum var grein Agúst Guðmundssonar á Sauðárkróki um símavinnuflokk Þórðar Sighvatssonar, sem birtist í Feyki nýlega. Gaman er að bera þennan þátt saman við ffá- sögn Bjössa bomm, Björns Jónssonar Bjömssonar skóla- stjóra á Sauðárkróki, í seinni hluta æviminninga hans, „- Blautt og þurrt fyrir vestan”. Ágústi finnst sumt þar ansi keimlíkt vinnuandanum sem hann kynntist hjá Þórði, en víst er að margt var þar á annan veg í sambandi við vinnuna og að- búnaðinn, enda margt breyst á 40 ámm. „Sumurin 1936 - ’40 var eg í símavinnu með Einari Jóns- syni verkstjóra. Lágum við í tjöldum öll sumrin og unnum mestmegnis á ófæmm fjalla- görðum. Fyrst á Siglufjarðar- skarði, þá Dynjandisheiði, síð- ast á Sléttuheiði, um alla firði ísafjarðardjúps og Vestfirðina nema Homstrandir. Þess á milli vomm við á láglendinu, en nut- um nær aldrei vélrænnar að- stoðar. Allt var borið á bakinu eða flutt á hestalestum. Allar ferðir voru famar á tveimur jafnfljótum. Ástæðan fyrir þessu hallærisstandi var sú að flokkur Einars og hann sjálfur vom frægir fyrir hörku og ósér- hlífni, umffam aðra símavinnu- flokka. Og víst vom þeir harðir af sér þessir reyndu karlar hans. Þótt þeir væm kommar og krat- ar ríkti með þeim slíkur vinnu- metingur að maður gæti helst haldið að þeir væm í akkorði um afköst. í hvíldartímum úti á línu annaðhvort las eg undir segl- dúkshlíf í rigningu eða hljóp upp um holt og hóla og kleif gil í plöntusöfnun. Hinir sváfú og sumir sofnuðu á svipstundu, famir að hijóta á sama augna- bliki og pottlokið vra dregið niður á nef. Þetta gat eg aldrei skilið, hafði heldur enga eirð í mér til að liggja kyrr. Mataræðið var gasalegt í símavinnunni og óskiljanlegt að menn skyldu láta bjóða sér slíkt. Við fengum kaffi á morgnana og ekkert með. Á línu áttum við svo eigið nesti að heirnan eða ffá næstu bæj- um og kvöldmat í mötuneyti er heim kom. Var það jafnan salt- fiskur með kartöflum og floti og meira kaffi, affur kaffi á kvöldin. Alls fékk hver maður tvo lítra af kaffi á dag. Eg hafði haft aðkenningu að magasári og átti erfitt með að innbyrða þetta sull, varð líka illt af flot- inu, þótt gott væri. Loks, eftir tvö sumur, fékk eg flokkinn og Einar til að bæta við haffagraut á morgnana og fann ráð við skyrbjúg sem síðar getur. En hann fengum við allir eitt sum- arið. Stífluáin liðaðist letilega í bugðum eftir sléttum engjun- um og varbakkafúll af laxi. Var lostæti það nú etið daglega og ríbblega skammtað. Brátt fór okkur að verða heldur ólibblegt innvortis, beinlínis óglatt, og argir í skapi. Fór svo að ekki mátti minnast á lax eða neitt sem minnti á lax eða mat á lín- unni, án þess að allt væri kom- ið í slagsmál. „Nú verður það andskotans laxinn aftur í kvöld”, sagði einn um hádegi og ældi út yfir alla Stíflu. Á þessu gekk nú daglega. Einar hundsaði að vanda grátbeiðni okkar um saltkjöt eða saltfisk, hvað sem það væri gamalt, ormétið eða íslegið. Enda lítið slíkt að fá um mitt sumar. Frétt- um við þó af kvartéli af gömlu saltketi í Haganesvík. Gengum við nú tveir þangað, eina tólf kílómetra, og keyptum kvarté- lið. Bárum við þetta til skiptis alla leið heim í tjöld. Þar lá við uppreisn og vinnustöðvun næsta morgun og seldum við bitana á sprengháu verði, greiddu í sígarettum og öðru góssi. Þá var nú hátíð, þótt fæstir hefðu lagt sér slíkt „ó- meti” til munns í heimahúsum. Ekki entist þó kvartelið út vik- una.” Þessar lýsingar Bjössa bomm eru nokkuð öfgakennd- ar finnst okkur seinna tíma fólki, og í samanburðinum hafa þeir sjálfsagt mátt þakka fyrir félagar Ágústs Guðmdunsson- ar í vinnuflokki Þórðar Sig- hvatssonar, þótt hann hafi látið nægja að segja þegar komið var við á sveitabæjunum klukkan hálff tólf, að það mætti vera bara eitthvað í matinn. En það var mikill og góður matur í brúarvinnuflokknum hjá Gísla Gíslasyni ffá Mið- grund, sem blaðamaður Feykis var í laust upp úr 1970. Þá var verið að byggja allstórar brýr. Fyrra sumarið var byijað á að mála og yfirfara hengibrúna yfir Blöndu fyrir neðan Löngu- mýrarbæina og síðan byggja nýja brú yfir Djúpadalsána á Blönduhlíðinni. Seinna sumar- ið var svo byggð heljarmikil brú yfir Köldukvísl á Tjömes- inu. Allir hétu skúramir, vistar- vemr brúamranna ákveðnum nöfnum. Við vomm nokkrir ungir menn í skúr sem kallaður var Saurbær. Þetta var gamalt nafn á skúmum og komið til áður en við gerðumst þar íbúar. Það var unnið tvær vikur í senn. Byijað klukkan sjö á morgnana og unnið til sjö á kvöldin. Þetta var býsna erfið vinna og ekki laust við að manni brygði við í fyrstu, en þetta vandist eins og annað þótt vinnudagurinn væri langur fyr- ir óhamaðan ungling. Þótt unninn væri laugardag- urinn þótti unga fólkinu sjálf- sagt að fara á sveitaball ef nokkuð slíkt var í nágrenninu. Þá var gjaman komið saman í Saurbæ og hitað upp fyrir ball- ið. Ýmsir áttu görótta drykki á pelum og úr þeim var hellt smálögg og hitað púns í eld- hússkúmum. Var þá setið eða staðið og hvert pláss í skúmum nýtt, meira að segja skotin þar sem við geymdum okkar fögg- ur. Var ekki laust við að stund- um svifi á menn og er pistilrit- ara eftirminnilegt þegar einn af stærri mönnunum í flokknum, er hafði um stund verið fremur fámáll; að allt einu einu hrnndi hann niður eins og skotinn við rúmgaflinn, með þeim afleið- ingum að pappakassi í skotinu spakk og fotin mín þeyttist út um skúrinn eins og fjaðrafok. Þegar haustaði fjölgaði stundum í flokkinn, þá var bætt við eldri mönnum, sem þurflu helst á skúrplássi að halda. Þá vikum við þeir yngri og fómm í tjöld. Þá var stundum kalt á morgnana. Fyrra sumarið var þama í flokknum Jón nokkur Magnús- son, en faðir hans Magnús Jónsson á Mel var þá nýbúinn að vera fjármálaráðherra. Var ekki laust við að strákur slægi stundum um sig, sérstaklega þegar farið var á böll. Eitt sinn á balli í Miðgarði hitti hann þar vegamælingarmenn, sem höföu rnætt á sínum Lapplander á ballið. Jón Magg lét þess mæl- ingamenn vita af því að hann hefói nú beint samband við ráðuneytið og gæti látið vita af þessu háttarlagi þeirra að mæta á vinnubílnum á ballið. Ekki held ég að mælingarmennimir hafa tekið þessi mannalæti stráksa alvarlega, enda vitað að þau vom rnest í nösunum. Það kom betur í ljós sumarið effir þegar Jón Magg var kominn í mælingarflokknum, að þá sögðu strákarnir að honum hafi fúndist sjálfsagt að fara á mæl- ingarbílnum á böllin. Við Jón Magg vomm sam- an í tjaldi um haustið. Mér blöskraði einu sinni þegar hann var að þvo sér um fætumar úr vaskafati og hellti niður úr því á tjaldgólfið, sem var út timbri. Bjössi bomm var líka í símavinnu, aðbúnaður mun verri en hjá Þórði Sighvats og félögum.

x

Feykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.