Feykir


Feykir - 28.08.2002, Page 2

Feykir - 28.08.2002, Page 2
2 FEYKIR 28/2002 Víðsýnt á göngu um Hákamba Gönguferðir um fjöll og firn- indi njóta sífellt meiri vinsælda enda fátt sem slítur mann jafn rækilega frá daglegu stressi eins og að ferðast um óbyggðir á tveimur jafnfljótum. Af nógu er að taka fyrir göngufólk þegar velja á gönguleiðir í Skagafirði og næsta nágrenni og hefur sá hópur sem hér um ræðir farið í eina gönguferð á hverju sumri undanfarin sumur. Má þar nefna gönguferð unr Víðidal sem ligg- ur vestan Skagafjarðar, göngu á þrjú fjöll í Skagafirði á sama degi þ.e. Tindastól, Glóðafeyki og Mælifellshnjúk, göngu í Héð- insfjörð og göngu á fjallið Kerl- ingu í Eyjafirði. Að þessu sinni varð fyrir val- inu svokölluð I Iákambaleið en þeirri leið lýsir Kolbeinn Krist- insson frá Skriðulandi í Arbók FI 1973. Þar segir Kolbeinn nt.a. „Nú mun flestum öðrum en elstu mönnum vera lítt í minni fjall- vegur sá, er eitt sinn var fjölfar- inn og nefndur er Hákambar. Var leið þessi farin milli Kol- beinsdals og Stíflu í Fljótum og milli Kolbeinsdals og Olafsfjarð- ar. í fyrra tilvikinu var vanalega farið norður af Kömbunum, um Mjóafellsjökul og ofan Mjóa- fellsdal að Mjóafelli.... Var þessi leið fjölfarin meðan Hóla- stóll hélt reisn sinni og lét fara ti! fanga í Olafsfjörð og sækja þangað í búið skreið og hákarl”. Mjóafellsdalur og bærinn Mjóa- fell sem Kolbeinn nefnir í grein sinni er betur þekkt í seinni tíð sem Móafellsdalur og Móafell. Móafell fór í eyði fyrir allmörg- um árum en undirritaður hefur Á skarðinu milli Deildardals allt undirlendi dalsins á kaf og nánast allir bæir í sveitinni fóru í eyði. í dag er einungis búið á tveimur bæjum í Stíflu þ.e. Depl- um og Þrasastöðum. Gönguhópurinn lagði upp frá Deplum og var göngunni heitið fram Móafellsdal en dalurinn er einn af þremur þverdölum vest- anvert í Stíflu. Nyrst er Tungu- dalur, þá Móafellsdalur og syðst er Hvarfdalur sem liggur að rót- um Lágheiðar. Byijað var á því að fara yfir göngubrú á ánni vestan við Depla með góðfús- legu leyfi ábúenda á Deplum og var síðan gengið fram Móafells- dalinn með ánna á vinstri hönd. Móafellsdalur er 6 - 7 km. lang- ur og talsvert á fótinn fram í miðjan dalinn, þar tekur við all- mikið flatlendi áður en komið er hins vegar enga skýringu á því hvers vegna nafn dalsins og þar með bæjarins hefur tekið þessum breytingum í tímans rás. Árla morguns í lok júlí lagði ellefu manna hópur upp akandi frá Sauðárkróki og var ferðinni heitið að bænum Deplum í Stíflu, þaðan sem fyrirhugð ganga um Hákamba skyldi hefj- ast, öfugt við ffamangreinda lýs- ingu Kolbeins. í stuttu máli má lýsa gönguleiðinni á þessa leið: Lagt er upp frá Deplum í Fljót- um, gengið fram Móafellsdal, gengið fyrir botni Unadals og Deildardals og komið niður á Heljardalsheiði og gengið þaðan sem leið liggur niður í Kolbeins- dal. Jón frá Víðimýrarseli sá um að aka hópnum að Deplum og skilaði hann okkur aföryggi á á- fangastað á farkosti sínum. Veðrið þennan morgunn var eins og best verður á kosið til göngu- ferða, sólarlaust en þó gott skyggni og hlýtt og lognið svo mikið að ekki bærðist hár á höfði. Stíflan skartaði sínu feg- ursta þennan morgun og ekki sást gára á Stífluvatninu þegar ekið var ofan Stífluhólana. O- sjálfrátt varð manni hugsað til forfeðranna sem bjuggu í þessari fögru sveit og það gróskumikla mannlíf sem var hér fyrr á tím- um. I Stíflu munu hafa verið 12 - 14 bæir í byggð þegar mest var og íbúafjöldinn u.þ.b. lOOmanns og félagslíf í miklum blóma. Allt breyttist þetta með tilkomu virkjunar við Skeiðsfoss um miðja síðust öld sem færði mest og Unadals. Fjallið Deilir í baksýn til vinstri. Gönguhópurinn á Túninu á Deplum áður en lagt var af stað. Frá vinstri Snorri Björn Sigurðsson, Óskar Jónsson, Guðrún Sæmundsdóttir, Aðalheiður Arnórsdóttir, Herdís Clausen, Ingibjörg Valgeirsdóttir, Sigríður Stefánsdóttir, Birgir Gunnarsson, Guðmundur Jensson, Árni Steíánsson og Sævar Birgisson. inn í dalbotn þar sem aftur er talsverð hækkun síðasta spölinn upp á Móafellsjökul. Þegar komið er þetta langt fram á sum- arið má búast við að jökulnám sé orðið talsvert og urð í jaðri jöklanna. Það varð líka raunin en urðin er hins vegar ekki telj- andi farartálmi gangandi fólki, en þessi leið á þessum tíma árs verður hins vegar að teljast nán- ast ófær hestum. Leiðin unr Hvarfdal er að sögn mun væn- legri þegar ferðast er með hesta á þessum slóðum Á leiðinni fram dalinn var alloft stoppað og spáð í landslag og ömefhi og tekið til við nestið sem allir höfðu nóg af. Þegar komið er upp á Móafells- jökul blasir við stórfenglegt út- sýni til allra átta. Ef horft er niður Móafellsdal- inn sést enn heim að Deplum, ef horff er til austurs sér niður Skál- árdal sem er þverdalur innst í Svarfaðardal og sjást fremstu bæir í Svarfaðardal, ef litið er í vesturátt sér niður allan Unadal og stolt Skagfirðinga Drangey blasir við úti fyrir mynni dalsins. Það kom göngufólki reyndar talsvert á óvart hversu stutt er á milli Unadals og Móafellsdals en þessir tveir dalir liggja nánast al- veg santan og sameinast í jöklunum sem bera nöfh dalanna tveggja. Eftir áningu á Móafellsjökli, nryndatökur og næringu er hald- ið áfrant til suðurs eftir Móa- fellsjökli. Þar næst taka við Há- kambar en Kolbeinn lýsir þeirn í framangreindri grein þannig; „Kambarnir liggja frá suðri til norðurs. Er þetta hár og stórskor- inn fjallshryggur 1020 m hár, sem sker sundur Skallárdal og Unadal”. í leiðarlýsingu Kol- beins er talað um að ganga vest- anvert í Kömbunum en við tók- urn þá ákvörðun að prófa að fara uppá þá og ffeista þess að ganga eftir þeim. Sýslumörk Skaga- fjarðar og Eyjafjarðar liggja einmitt effir Hákömbum og var það misjafnt meðal göngumanna hvorum megin markanna menn vildu helst halda sig. Sumstaðar er nokkuð grýtt að ganga effir Kömbunum en það er þó enginn farartálmi og útsýnið til allra átta hreint frábæit. Á Kömbunum var áð nokkmm simium og tekið til við nestið, en það verður reyndar að segjast eins og er að sá sem þetta ritar náði því aldrei að verða svangur í þessari ferð og hafði orð á því að líklega kæmum við öll feitari af fjalli. Þegar Kambana þrýtur er aft- urgengið ájökli í botni Unadals og stefiian tekin á skarð eitt sem skilur að Unadal og Deildardal. I skarði þessu er varða og úr því sér fyrir botn Deildardals og við blasir fjallið Deilir sem stendur eitt og sér fyrir botni dalsins. Vel má greina á jöklum á þessum slóðum að þeir eru að hopa og það talsvert og þá kannski sér- staklega Deildardalsjökull sem rná efalaust muna fíflil sinn feg- urri þegar langir og harðir vetur veittu honum ríkulegt fóður. Stefnan er nú tekin austan við Deili og Vörðufjall haft á vinstri hönd en það heiti notar Kolbeinn í grein sinni vegna þess að á toppi þess er varða sem líklega hefur verið hlaðinn af mælinga- mönnum herforingjaráðsins á sínum tíma. Þegar komið er til móts við Deili sér fljótlega nið- ur á Heljardalsheiði og er kornið niður fremst á heiðinni. Síðan var gengið sem leið liggur niður Kemur út á miðvikudögum. Útgefandi Feykir hf. Skrifstofa: Ægisstíg 10, Sauðárkróki. Póstfang: Box4, 550 Sauðárkróki. Símar: 453 5757 og 453 6703. Farsími 854 6207. Netfang: fevkir @ krokur. is. Ritstjóri: Þóthallur Ásmundsson. Blaðstjórn: Jón F. Hjartarson, Guðbrandur Þ. Guðbrandsson, Sæmundur Hermannsson, Sigurður Ágústsson og Stefán Árnason. Áskriftarverð 190 krónur hvert tölublað nteð vsk. Lausasöluverð: 200 krónur með vsk. Setning og umbrot: Feykir. Prentun: Hvítt & Svart hf. Feykir á aðild aö Saintökum bæja- og héraðsfréttablaða.

x

Feykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.