Feykir


Feykir - 28.08.2002, Blaðsíða 3

Feykir - 28.08.2002, Blaðsíða 3
28/2002 FEYKIR 3 Skagfirskir hestamenn með uppskeruhátíð á Svaðastöðum Uppskeruhátíð skagfirskra hestamanna fór fram í Reiðhöll- inni Svaðastöðum föstudags- kvöldið 23 ágúst s.l. og var dag- skráin fjölbreytt og skemmtileg. Gunnar Freyr Gestsson ffá Höskuldsstöðum í Blönduhlíð, 6 ára gamall, sýndi áhorfendum að rnargur er knár þótt hann sé smár og stýrði Gjafari sínum af miklu öryggi en með honurn reið afi hans, Stefán Jónsson á Borgarhóli. Börn og unglingar sýndu skrautreið og fullorðnir sömu- leiðis, 5 knapar riðu til úrslita í tölti og röðuðu áhorfendur í sæti með klappi og fagnaðarlát- um, þar bar sigur úr bítum Ey- þór Einarsson á Prinsi frá Syðra-Skörðugili. Elisabet Jan- sen í Hvammi í Hjaltadal sýndi fjórgang af fagmennsku á stóð- hestinum Feng ffá Sauðárkróki og Bergur Gunnarsson og Dimmbrá ffá Sauðárkróki léku listir sínar. Síðan var bráð- skemmtileg skeiðsýning þar sem knapar voru í margs konar dularklæðum og mátti meðal annars sjá jólasveininn bruna í gegnum höllina á fljúgandi skeiði. UMSS veitti viðurkenningar til hestaíþróttamanna ársins í öllum flokkum. Þórey Elsa Magnúsdóttir var valinn hestaí- þróttamaður ársins í barna- flokki, Sæunn Kolbrún Þórólfs- dóttir í unglingaflokki, Heiðrún Ósk Eymundsdóttir í ung- mennaflokki og Eyjólfúr ísólfs- son í fúllorðinsflokki. Þórarinn Eymundsson ffá Saurbæ er meðal snjöllustu knapa landsins um þessar Norðurgarður Sauðárkrókshafnar Homfirðingur með lægsta tilboðið Nýlega voru opnuð tilboð í þekju og lagnir á Norðurgarð Sauðárkrókshafnar. Lægsta til- boðið kom frá G. Þorsteinsson frá Homafirði, kr. 22.026.860. Hafnarstjóm hefur ákveðið að taka tilboðinu. Kostnaðaráætlun var upp á kr. 30.109.040. Önnur tilboð voru frá Trésmiðjunnni Borg kr. 29.875.820, K-Tak ehf kr 26.740.330 og Elinn ehf, Guð- laugur Einarsson bauð kr. 26.781.200 íverkið. Sævar Birgisson veður Kolbeinsdalsá. Heljardalsheiðina í átt að Kol- beinsdal, ffamundan voru tveir helstu farartálmamir á leið okk- ar en það var að vaða Heljardalsá og Kolbeinsdalsá. Það gekk hins vegar slysalaust fyrir sig en kalt var það og kættust göngumenn rnjög við að sjá Jón ffá Víðimýr- arseli, bílstjórann okkar, vera kominn til móts við okkur frammí Kolbeinsdal. Ferð þessi tók liðlega níu klukkstundir en dijúgur tími fór í náttúruskoðun og matmálstíma en gönguleiðin er u.þ.b. 20 - 25 km. Ferðalangar voru sammála um að gangan hafi verið hins mesta skemmtan og hiklaust hægt að mæla með henni við aðra fjallagarpa. Nauðsynlegt er hins vegar að kynna sér leiðina vel áður en lagt er af stað og al- gjört skilyrði að fara í góðu og björtu veðri, bæði til að forðast villur og ekki síður til að njóta til fúlls þess ffábæra útsýnis sem gönguleiðin hefúr uppá að bjóða. Birgir Gunnarsson. mundir og hlaut knapaverðlaun Félags tamningamanna á ný af- stöðnu Landsmóti á Vind- heimamelum. í þessu tilefhi var Þórarinn heiðraður sérstaklega. Hrossaræktarsamband Skagfirðinga tilnefnir árlega ræktunarbú Skagafjarðar. Að þessu sinni hlutu nafnbótina þau Miðsitjuhjón, Sólveig Stef- ánsdóttir og Jóhann Þorsteins- son en árangur þeirra á lands- móti var stórglæsilegur. Jafn- ffamt var Gunnvör frá Miðsitju hæst dæmda kynbótahross sumarsins á skagfirskri kyn- bótasýningu með einkunnina 8,35 en farandgripur, Sörlabik- arinn, er veittur í því tilefni.í lok sýningarinnar og þar eð stutt er í göngur og réttir þá var sleppt lausu fé í Reiðhöllinni í fyrsta skipti. Svanur Guðmundsson frá Dalsmynni II í Eyjahreppi mætti með smalahundana sína sem hann beitti af mikilli kunn- áttu og ræddi m.a. við þá í gegnum talstöð. Heiðrún Ósk Eymundsdóttir frá Saurbæ var meðal þeirra sem hlaut viðurkenningu á uppskeruhátíðinni, en auk þess að sigra á landsmótinu, sópaði hún til sín verðlaunum á Islandsmótinu í hestaíþróttum. kr. 2S.CICICI PLASTATIOM 2 leikjafölva 15% afel. aföllum fyl^ihlutum 20% afsl. af öllum geisladiskum tölvuleikjum og videóspólum 20 SJOMVO'RP m. textavarpi 15% afsl af DVD myndum DvDspilarar „„0/ r 40% afsl. verð frá kr. 19.900 og mynd að ei$n vali fyiár með af framhliðum á GSM cd e MVMDPAMD2TÆKI verð frá kr. 14.900 af lhc. KIKTU frábóDrum

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.