Feykir


Feykir - 18.09.2002, Síða 7

Feykir - 18.09.2002, Síða 7
31/2002 FEYKIR 7 Guðrún Kristjánsdóttir 4. Starrastöðum Guðrún Kristjánsdóttir, fyrr- um húsfreyja á Starrastöðum, lést 17. júlí s.l. á Sjúkrahúsi Skagfirðinga, og fór útför hennar ffam frá Mælifelli 27. júlí að viðstöddu fjölmenni. Guðrún var af skagfirsku bændafólki komin, elst 9 bama hjónanna, Kristjáns Ámasonar og Ingibjargar Jóhannsdóttur, er bjuggu á Krithóli, Stapa og víð- ar í Lýtingsstaðahreppi. Af þeim em nú 3 systur á lífi, all- ar búsettar á Sauðárkróki. Um fermingaraldur var Guðrún tek- in í fóstur af hjónunum Sigurði Þórðarsyni, síðar kaupfélags- stjóra og alþm. á Nautabúi, og konu hans, Ingibjörgu Sigfus- dóttur, ffændkonu sinni, og hjá þeim dvaldi hún til fullorðins- ára. Árið 1937 gekk Guðrún að eiga Pál Gísla Ólafsson ffá Starrastöðum, og hófu þau bú- skap á föðurleifð hans hið sama ár og bjuggu þar farsælu búi allt til ársins 1982, eða í hálfan 5. tug ára, er þau fluttust til Sauð- árkróks. Þau eignuðust synina, Ólaf, Sigurð, Reyni, Ingimar og Eyjólf. Eyjólfur lést 25. jan. 2000 eftir þungbær veikindi, drengur góður og syrgður af öllum, er honum kynntust. Eff- irlifandi eiginkona hans er Mar- ía Reykdal og eignuðust þau 4 böm. Við ffáfall Guðrúnar frá Starrastöðum koma upp í hug- ann margar góðar minningar ffá viðkynningu um nærri 2ja ára- tuga skeið. Er ég og fjölskylda mín komum í Mælifell haustið 1983, höfðu þau Guðrún og Páll nýlega flust niður á Sauð- árkrók í litla íbúð á Freyjugötu 26, en látið búið í hendur Eyjólfi syni sínum og fjöl- skyldu hans. Hugurinn var þó áffam á Starrastöðum, þangað komu þau hvenær sem tækifæri gáfiist. Þar áttu þau sterkar ræt- ur, sem aldrei slitnuðu. Heilsu Páls var tekið að hraka nokkuð um þetta leyti. Síðustu árin dvaldi hann á Dvalarheimili aldraðra á Sauðárkróki. Hann lést 12.jan. 1990. Pállvarheil- steyptur, drengskaparmaður, sem gott er að minnast. Margar minningar mínar um Guðrúnu á Starrastöðum em tengdar kirkju og safhaðarstarfi á Mælifelli. Hún og hennar fólk voru tíðir gestir í Mælifells- kirkju. Guðrún var virk í safn- aðarstarfinu, söng lengi í kirkjukór prestakallsins og sýndi kirkjunni sinni á Mæli- felli mikla ræktarsemi í hví- vetna. Hún færði kirkjunni stór- gjafir, saumaði ásamt fleiri sóknarkonum klæði það, sem er á altari, gaf messuklæði og nú síðast fyrir ári gaf hún ný ljós í kirkjuhúsið í minningu eiginmanns og sonar. Guðrún var gjafmild kona, en hún vildi ekki gefa, svo á því bæri, en hún vildi koma því í verk, sem hún hafði ætlað sér. Það var hennar lífsmáti. Hún var trúuð manneskja og hug- leiddi mikið andlegu málin og sótti þangað styrk í mótlæti og sorg. Hún var sannfærð um að lífið héldi áffam handan grafar og dauða og þar myndi hún hitta ástvini sína á ný. Fráfall Eyjólfs varð henni þungbær sorg, en trúarvissan og vissan um líf og endurfundi gaf henni mikinn styrk í þeirri raun. Það var henni líka gleðiefni, að Maria og bömin skyldu halda áffam búskap á Starrastöðum. Guðrún var mikil fjöl- skyldumanneskja og ættmóðir, hún átti stóra fjölskyldu, sem var henni allt, ekki síst vom það litlu ömmubömin, sem áttu hug hennar og hjarta, þau elskuðu hana öll. Hún unni sveitinni sinni og héraði og var áhuga- söm um hvað eina, er til heilla horfði í samfélaginu. Guðrún var ein af stofhendum Kvenfé- lags Lýtingsstaðahrepps og var virk félagsmanneskja þar allt til dauðadags. Það munaði um hana, hvar sem hún tók til hendi. Guðrún á Starrastöðum verður okkur minnisstæð fyrir marga hluta sakir. Hún var góð- ur nágranni og traustur vinur. Ætíð fylgdi henni glaðværð og góð nærvera, því hún var glað- lynd að eðlisfari. Hún var greind kona og hafði af rniklu að miðla, var sterkur persónu- leiki og ákveðin, ef því var að skipta, sagði meiningu sína hispurslaust, hver sem í hlut átti. Það fylgdi henni ætíð hressilegur blær og ákveðin reisn, hvar sem hún fór. Við á Mælifelli þökkum langa samfylgd og biðjum henni blessunar og fararheilla. Aðalfundur skíðadeildar Tindastóls verður haldinn á skrifstofu félagsins miðviku- daginn 25. september kl. 20. Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnin. Minningin lifir um einstaka heiðurskonu, sem gott og gef- andi var að kynnast. Eg trúi því, að þau þijú, sem dauðinn hafði aðskilið, séu nú aftur sameinuð í ríki Guðs, þar sem allt er orð- ið nýtt. Öllum aðstandendum skal blessunar beðið um ókom- in ár. í helgri bók segir: Sælir eru þeir, sem í Drottni deyja, þeir hvílast ffá erfiði sínu, því verk þeirrafylgja þeim”. (OP. 14) Ólafur Þ. Hallgrimsson. Vaskurinn ekki endur- greiddur Sveitarfélagið Skagafjörður fær ekki endurgreiddan virðis- aukaskatt af störfum Jóns Gauta Jónssonar fyrrverandi sveitar- stjóra, en þar sem hann var ráðinn í gegnum ráðgjafafyrirtækið Price Water house Cooper, taldi þáver- andi meirihluti Skagafjarðarlistans og Framsóknarflokks að virðis- aukinn yrði endurgreiddur og kostnaður af störfum Jóns Gauta því ekki eins mikill og sýndist. Útvarp Norðurlands gerði nýlega úttekt á kostnaði vegna starfa Jóns Gauta, en hann starfaði tæpt ár, í lok síðasta kjörtímabils. Heildarkostnaður vegna starfa hans var 15,9 milljónir króna, eða um ein og hálf milljón króna á mánuði, en hann var einnig ráðinn upp á það að vera einungis fjóra daga í viku við störf á Sauðár- króki. Ástæðurnar sem „skatturinn“ veitir fyrir því að greiða vaskinn ekki til baka, er sú að í lögum segi ekkert um það að sveitarstjóri þurfi að vera sérfræðingur. Smáauglýsingar Ýmislegt! Til sölu tóner í prentara, HP 4 L og HP 4P. Selst á hálfvirði. Upplýsingar í síma 453 6750. Til sölu „Krossari“ RM- 125, hjól í toppstandi og nýlegt dekk fýlgir. Vel hirt og að ‘87 árgerð. Verð 150.000. Upplýs- ingar í síma 848 7524 eða 899 8245 kl. 17-23. Til sölu Galooper disel turbo árg. 2000. Upplýsingar í síma695 1616. Til sölu GEO Tracker árg. 1995, ekinn 34.000 km, sjálf- skiptur í góðu standi. Verð 390.000 kr. Upplýsingar gefur Bjami í síma 453 5124. Taxi Ragnar Guðmundsson Gilstúni 24 Heimasími 453 5785. GSM 897 4085. Á sama stað til sölu Isisu Trooper árg. ‘92, nýskoðaður og í góðu lagi. Tek að mér múrviðgerðir. fiessi myndarlegi borgarísjaki hefur veri> a> lóna út á Húnaflóanum sí>ustu dagana, en er reyndar a> brá>na ni>ur. Sigunur Kr. Jónsson á Blönduósi tók flessa mynd af jakanum fyrir helgina flegar hann var á reki rétt nor>an vi> Kálfshamarsvíkina. R Skagafjörður GEYMSLAIU kaffi og menningarhús ungs fólks Starfskraft vantar til að hafa umsjón með Geymslunni frá 1. okt. nk. - 31. des. 2002 Starfið felst í að vinna með ungu fólki ma. að skipulagningu starf- sins og eftirliti. Vinnan er aðallega seinni part dags og á kvöldin og um helgar. Starfshlutfall er ca. 25% Viðkomandi skal hafa reynslu af því að vinna með ungu fólki, vera skipulagður, framtakssamur, hugmyndaríkur og vera lipur í sam- skiptum. Umsóknarfrestur er til 25. sept. nk. og skal skila á skrifstofu Sveitarfélagsins ( merkt Geymslan ) Frekari upplýsingar veitir Omar Bragi Stefánsson á skrifstofu sveitarfélagsins.

x

Feykir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.