Feykir


Feykir - 27.11.2002, Blaðsíða 2

Feykir - 27.11.2002, Blaðsíða 2
2 FEYKIR 41/2002 Ungmennahreyfing Rauða krossins byrjar vetrarstarfið Mjög góð aðstaða Rauða- krossdeildar Skagafjarðar í Að- algötu 10 b á Sauðárkróki skap- ar möguleika á ýmsu starfi. Ungmennahreyfing Skagafjarð- ardeildar RK hefur byijað hauststaifið. Það hófst með því að í byijun þessa mánaðar var efht til myndverkasýningar og fyrirlesturs. Karl Guðmundsson fatlaður drengur á Akureyri kom í heimsókn ásamt kennara sín- um Rósu Kristínu Júlíusdóttur sem sagði ffá samstarfi þeirra í myndlistinni. Formaður ungmennahreyf- ingar Rauðakrossdeildar Skaga- fjarðar er íris Ösp Sveinbjöms- dóttir. íris sagði í samtali við Feykir að þar sem starfið væri tiltölulega nýbyijað, væru ekki allir krakkamir komnir sem ætl- uðu að taka þátt í vetur, en þau í stjórninni vonuðumst til að fá sem flesta. Núna er einmitt að fara af stað kynning á vetrar- starfinu. „í ffamhaldi af sýningunni vorum við með opið hús og flóamarkaður verður um þessa helgi og næstu. Við emm búin að fá mikið af fötum sem við vonumst til að koma sem mestu Bækur Bókabúö Brynjars býöur nýju íslensku orðabókina á kynningarveröi og aö auki á 15% afrnælisafslætti, en Bókabúöin hefur nú veriö 15 ár aö Suöurgötu 1. Tilboðið stendur til áramóta! verð kr. 14.400.- Alltað 30% afsláttur á nýjum bókum Ný spil Frábær ný fjölskylduspil eins ogtil dæmis partíspilið PARTY & CO, Hringadróttinsspilið, alfræðispilið Leonardo & co, Zatre Domino og Ali Baba. iV7«ul DigHal-vélar^. rókarti Jy % j Þú færð frábæru Kodak EasyShare stafrænu myndavélarnaríBókabúöinni. Skráaflutningur BRYNcIA] ámillivélarogtölvugætiekkiveriðþægilegri! -'aitemíðréttúí^ íris Ösp Sveinbjörnsdóttir og Jón Þorsteinn frá ungmcnna- hreyfmgu Rauðakrossdeildar Skagafjarðar og Karl Guð- mundsson ásamt kennara sínum Rósu Kristínu Júlíusdóttir. út hér, seljum þau fyrir lítinn pening, og sendum það síðan suður sem sem ekki tekst að koma út. Síðan verðum við með átaksverkefhi í kringum jólin, því er beint gegn fordómum og heitir „geimverur gegn ras- isma”. Við völdum geimverum- ar sem tákn fyrir átakið vegna þess að þær eru öðruvísi”, segir Irs Ösp. „Samleikur“ Karl Guðmundsson fatlaður drengur á Akureyri hefúr náð mikilli tjáningu með því að festa línur á blað og gerir fallegar myndir með aðstoð kennara síns Rósu Kristínu Júlíusdóttur, sem segist ljá Karli kraff til að koma línunum á léreftið. Það var greinilegt að Karl nýtur þessar- ar sköpunar mjög vel, myndir hans eru margar fallegar, og Karli fannst sérstaklega til- komumikið að koma í Skaga- fjörðinn þama um morguninn, í stilluveðri eins og verið hefúr síðustu dagana. Hann sá margar línur í landslaginu, fjöllunum og himininn var lika skreyttur sver- um lituðum línum. „Myndrænn samleikur okk- ar Kalla byggir á samspili líkt og í tónlist; samspili kennara og nemenda, tveggja vina. En einnig samspili listamannsins við efniviðinn þar sem listaverk- ið er affakstur samleiks, líkt og í sónötu þar sem hljóðfærin skipt- ast á. Kalli kallast á við línum- ar sínar. Hann spyr þær spum- inga og krefúr þær svara. Það má kreQa línumar um margt; að þær stefni í ákveðna átt, nái á- kveðinni lengd eða breidd og myndi markviss tengsl. Linur geta verið uppistaða eða stólpar í myndverki eða þá léttar og ljóðrænar áherslur....Línumar hans Kalla svara honum stund- um með því að fara eigin leiðir en um leið bjóða þær upp á nýj- ar óvæntar lausnir sem endur- spegla þá afar næmu listrænu tilfinningu sem býr innra með Kalla”, segir Rósa Kristín Júlí- usdóttir kennarinn hans. Eftirsótt að verða vígslubiskup á Hólum Á fundi í Prestafélagi Hólastiftis fyrir skömmu bættist einn kandítat við í kjör vígslubiskups á Hólum sem fram fer í byijun nýs árs. Það er séra Jón A. Baldvins- son sem verið hefur sendi- ráðsprestur í London síðustu nítján árin. Séra Jón Baldvin flutti ræðu á fundi prestafé- lagsins sem og sr. Kristján Valur Ingólfsson sem einnig hefur lýst yfir áhuga sínum á vígslubiskupsembættinu. Auk séra Jóns og Krist- jáns hafa sr. Dalla Þórðar- dóttir á Miklabæ og sr. Guðni Þór Ólafsson á Mel- stað verið nefnd sem líklegir kandítatar til vígslubiskups- embættisins, en þau áttu ekki heimangengt á fund prestafé- lagsins. Li ó iiáð fréttablað á Norðurl andi vestra Kemur út á miðvikudögum. Útgefandi Feykir hf. Hemtannsson, Sigurður Ágústsson og Stefán Ámason. Skrifstofa: Ægisstíg 10, Sauðárkróki. Póstfang: Box4, Áskriftarverð 190 krónur hvert tölublað með vsk. 550 Sauðárkróki. Símar: 453 5757 og 453 6703. Lausasöluverð: 200 krónur með vsk. Setning og Farsími 854 6207. Netfang: feykir @ krokur. is. umbrot: Feykir. Prentun: Hvítt & Svart hf. Feykir á Ritstjóri: Þórhallur Ásmundsson. Blaðstjórn: Jón F. aðild að Samtökum bæja- og héraðsfréttablaða. Hjartarson, Guöbrandur Þ. Guðbrandsson, Sæmundur

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.