Feykir


Feykir - 27.11.2002, Blaðsíða 5

Feykir - 27.11.2002, Blaðsíða 5
41/2002 FEYKIR 5 „Tengslin við Skagafjörð hafa alltaf verið sterk“, segir Sigurður Þórhallsson. á Siglufirði væri maður talsvert upplitsdjarfari fyrir tengslin við þennan ífæga sögustað. Sjálf- sagt hefur það verið þannig með okkur fleiri Skagfirðingana þar sem við höfum farið. Skagfirðingar voru seinir að byggja upp, en gerðu það vel þegar þeir fóru í það á annað borð. I Oslandshlíðinni voru húsakynnin þannig að þau rúmuðu ekki skóla. En samtaka- mátturinn varð til þess að þeir byggðu skóla- hús, Hlíðarhúsið, sem Bjami Jóhannsson í Víðilundi hefur rifjað upp í ágætri grein sem birtist í Feyki á sínum tíma. Við í Oslandshlíð- inni vomm líka stoltir yfir þvi að eiga skáldið Jóhann í Miðhúsum föður Bjama, og í Hlíðar- húsinu höfðu líka verið sett upp leikrit og allar samkomur sveitarinnar vora haldnar þar. Kolbeinn á Skriðulandi Kolbeinn á Skriðulandi var mjög merkileg- ur maður, einstaklega vel að sér i sögu og ætt- fræði, skrifaði og talaði gullaldarmál. Það hef- ur verið talsvert skrifað um Kolbein, en ég hygg að honum hafi ekki verið betur lýst en Stefán Vagnsson ffá Hjaltastöðum gerði í af- mælisljóði, sem flutt var á 50 ára affnæli ffæði- bóndans. Við fómm ævinlega einu sinni á sumri í heimsókn yfir í Skriðuland effir að við fluttum þaðan. Það var heilmikil „tradisjón” mikil há- tíð. Samkomulagið var mög gott milli fjöl- skyldnanna, hlýtt þel, og það var gaman að heimsækja Kolbein því hann hafði annað um- ræðuefni en aðrir bændur, enda í sambandi við ýmsa merka og gáfaða menn, svo sem Sigurð Guðmundsson skólameistara á Akureyri og Pálma Hennesson rektor MR, sem reyndar var Skagfirðingur. Á Skriðulandi var eftirlitsstöð með síman- um, til að fylgjast með símalínunni sem lá yfir Heljardalsheiði að Atlastöðum eða Kotum í Svarfaðardal. Kolbeinn var m.a. prófdómari á Hólum með Gísla í Eyhildarholti, og áhuga- málin í raun önnur en búskapurinn, enda held ég að hann hafi verið ffemur íhaldssamur að því leyti og ekki ffamfarasinnaður bóndi. Kolbeinn skrifaði gjaman minningargreinar um bændur sem féllu frá í nágrannasveitum. Eg lenti einu sinni með honum við mógröff á Fjalli, sem var býli hinum megin í Kolbeinsdal, beint á móti Skriðulandi, en þar var mógröftur betri. Það var fyrri hluta dagsins sem bóndi einn í sveitinni kom til okkar og tilkynnti í leið- inni andlát Gríms Eirikssonar á Hofi. Grímur var hringjari í Hóladómkirkju í 30 ár og talinn vera einn af þeim sem gat hringt Líkaböng með þeim hætti sem þurfa þurfti, en við það vanda- sama verk þurftu menn að fara í loftköstum með kólfinum. Kolbeinn var mér ákaflega góður, en hefur kannski metið mig óverðskuldað, þar sem að ég var skírður í höfúðið á syni hans sem hann missti úr bamaveiki. En það er um andlát Gríms hringjara að segja, að eftir að Kolbeinn heyrði þá fJegn, sagði hann upp úr eins manns hljóði einum tíu til tuttugu sinnum um daginn, Grímur minn Eiríksson. Þá vissi ég að hann var að efna í minningargreinina um Grím, en við töluðum ekkert saman seinni part dagsins við mógröftinn. Kolbeinn var alvörumaður, ekki neinn gasprari, en gat verið kátur og hress, ekki sist ef hann fékk aðeins tár i glas í góðra vina hópi, var þá hrókur alls fagnaðar. Húskveðjan og líkkisturnar Afí minn Kristinn Sigurðsson var eini afinn sem ég kynntist í lífinu. Hann dó árið 1943 og þá var haldinn húskveðja á Skriðulandi. Það kom fjölmenni að jarðarförinni og til að kveðja afa, en hann var vinsæll maður, þótt hijúfúr væri, mjög hjartahlýr. Ég fór þama stráklingur tíu ára með föður mínum. Ég man að Gísli Magnússon í Eyhildarholti flutti nokkur orð yfir kistu Kristins. Gísli var einhver orðhagasti maður sem um getur og það hlýtur að hafa ver- ið mjög hjartnæmt sem hann fór með, því ég veitti því mikla efJirtekt hvað varimar titruðu á Gísla. Síðan þótti mér mikið vænt um Gísla í Holti og fannst hann góður maður, ekki síst fyr- ir það hvað hann tregaði afa minn við hús- kveðjuna. Það var erfitt um aðdrætti í Kolbeinsdaln- um, og sem dæmi um fyrirhyggju afa, þá átti hann upp á loftinu í fJamhúsinu tvær líkkistur. Ég man að þegar ég kom í Skriðuland vakti þetta undmn mína, en sjálfsagt hefúr þetta ver- ið snjallt hjá honum að eiga kistumar tilbúnar til notkunar ef á þyrfti að halda, en ég hef hvergi séð þetta annars staðar.” FINNDU ÞÍNA LÍNU í Búnaðarbankanum Fyrir 0-11 ára Æskulínubók Latibær Leikir Hvataverðlaun Snæfinnur og Snædís íþróttaálfurinn krakkabanki.is Fyrir 11-15 ára Fullvaxið debetkort Fermingarleikur Fjármálin á Netinu , Leikir VAXTAUMAh/ SAMFÉS 4 ftérrni lcio Tveir felagar fa ovænt 5000 kr. í hverjum mánuði www.vaxtalinan.is H K\) L*i•n • a *n námsmannalinan Fyrir námsmenn 16 ára og eldri ISIC-debetkort*Kreditkort Betri kjör *Fríðindi Lán*Námsstyrkir Inngöngugjöf Greiðsluþjónusta og útgjaldadreifing .... og margt fleira www.namsmannalinan.is Heimilislfnan er öflug og víðtæk fjár- málaþjónusta fyrir einstaklinga og heimili. Hærri innlánsvextir Hærri yfirdráttarheimild Lægri vextir á yfirdráttarláni Sveigjanlegt reikningslán Greiðsluþjónusta Spariáskrift og sparivinningur Skuldabréfalán Húsnæðislán o.fl. Sérkjör Heimilislínu eru fyrir trausta viðskipta- vini sem þurfa mikið fjárhagslegt svigrúm. Fyrir 60 ára og eldri Eignal ffeyrisbóki n er óbundin með háum vöxtum. Vertu á réttri línu Það borgar sig (§) BÚNAÐARBANKINN Sauðárkróki - Hofsósi - Varmahlið

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.