Feykir


Feykir - 27.11.2002, Blaðsíða 3

Feykir - 27.11.2002, Blaðsíða 3
41/2002 FEYKDR 3 :borg TUBO0 Haldið upp á 60 ára afmæli kirkjukórsins Fjölmenni var á afmælistón- leikum Kirkjukórs Sauðárkróks í kirkjunni sl. laugardag. Kórinn flutti vandaða söngdagskrá und- ir stjóm organistans Rögnvald- ar Valbergssonar og einsöngvar- ar vom Jóhann Már Jóhannsson og Sigurdrif Jónatansdóttir. Að loknum tónleikunum bauð kirkjukórinn kórfólki bæði nú- verandi og fyrrveradi til kaffi- samsætis í Ljósheimum. Kirkjukór Sauðárkróks er 60 ára um þessar mundir og með- al þess sem gert er vegna tíma- mótanna er ritun sögu kórsins sem Magnús Siguijónsson hef- ur tekið að sér að rita, en þar er búið að tina til mikið af gögn- um úr sögunni. Mest af vöxtum er það sem Kári Steinsson, einn kórfélaga hefúr haldið til haga. Þar er stærst að rúmmáli dag- bók Kára ffá 20 ára tímabili, sem segir ffá æfingum kórsins, bæði raddæfingum og almenn- um æfingum, sem og ýmsum viðburðum í kórstarfinu, með innskotum um veðurfar og and- lega líðan kórfélaga. Prógrömm kirkjukvölda, skrá yftr stjómar- menn ffá upphafi, að undan- Kirkjukór Sauðárkróks syngur í Sauðárkrókskirkju sl. laugardag. Myndir BB. skildum árunum 1954 til 1971. Einnig em úrklippur úr blöðum, þar sem sagt er ffá ferð kórsins til Danmerkur og Svíþjóðar 1984 og einnig hefúr seinni tima heimilda verið aflað og þar skrif Björgvins Jónssonar ffá Ási drjúg á metum. Magnús flutti söguágrip kórsins í kirkjunni á laugar- dagsinn, ffóðlegt og skemmti- legt innlegg í samkomuna, en þessari söguritun verður gerð frekari skil í Feyki á næstunni. Ætlunin er að saga Kirkjukórs Sauðárkróks verði gefin út á næstu misserum og í kaffisam- sætinu í Ljósheimum færði sóknamefndarfólk 200 þúsund króna ávísun til styrkar kirkjukórnum vegna útgáfú sögunnar. Effirtaldir skipuðu fyrstu stjóm Kirkjukós Sauðárkróks: Guðrún Benediktsdóttir, for- maður, Anna Pála Guðmunds- dóttir, gjaldkeri, Sigurður P. Jónsson ritari, Jóhanna Blöndal og Valdimar Guðmundsson, meðstjómendur. Á afmælishá- tíðinni í kirkjunni var stödd ein úr þessum hópi, Anna Pála Guðmundsdóttir og annar stofnfélagi, Abba Magnúsdótt- ir. Brynjar Pálsson formaður sóknamefndar færði þeim blóm í þessu tilefni, sem og söngfólk- inu og lét í ljósi þakklæti fyrir að fá að njóta kórsins bæði í gleði og sorg. Einsöngvararnir Jóhann Már Jóhannssson og Sigurdríf Jónatansdóttir. Karlakór Bólstaðahlíðarhrepps Kórkonur styðja karla- kórinn til utanferðar Kvenna-klúbbur Karlakórs Bólstaðahlíðarhrepps eða 3KB eins og við köllum okkur var stofúaður 29. nóvember 1999 og er markmið okkar að styðja starfsemi karlakórsins m.a. með fjársöfnunum til söng- ferðalaga utan lands og innan, einnig að félagskonur í 3 KB komi saman sér til gagns og skemmtunar. Sú hugmynd kom upp á fúndi hjá 3KB í október 1999 að við kæmum allar með 3-4 uppskriftir af einhverjum uppáhaldsréttum sem við ætt- um og gæfúm út bók og var drifið í því. Kom bókin „Boðið til veislu” út i nóvember 1999 og erum við búnar að selja 650 eintök af bókinni og er hún núna uppseld. Svo í vor ákváð- um við að gefa út aðra bók, enda höfðu margir haft sam- band við okkur og hvatt okkur til að gefa út aðra matreiðslu- bók. Og nú er sú bók komin út og heitir „Matarkista 3KB.” Er þessi bók í samskonar broti og hin en við ákváðum að horfa meira til hollustu og að höfða meira til unga fólksins sem er að byrja að elda og baka. Einnig eru fleiri kaflar í þessari bók, svo sem grænmetis- og baunaréttir, hversdagsbrauð og saft og sultur, svo eitthvað sé nefnt. Næsta vor er Karlakór Ból- staðahlíðarhrepps að fara i söngferð til Svíþjóðar og ætl- um við að leggja okkar að mörkum í fjáröflun með sölu á bókinni okkar. Við ætlum að ferðast um og selja „matarkist- una”. Einnig erum við að skipuleggja kökubasar þar sem við seljum kökur eftir upp- skriftum úr bókinni og bókina líka, segir í tilkynningu frá 3KB. „Við vonum að þessari bók verði vel tekið eins og fyrri bókinni, enda eru mjög góðar uppskriftir þar að finna og ýmsar hagnýtar upplýsingar. Við 3 KB konur verðum síðan allar með bækur til sölu.” joMalqaonriiui ð hOPnj’rtvVSVW Kerti - Greni H og skraut á 1 aðventukransinn í úrvali! ensk matvæli kynna JÓLASÍLDINA ásamt reyktum laxi föstudag frá kl. 14-18 KYNNINGARVERD oq jóLiki kocDA

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.