Feykir


Feykir - 27.11.2002, Blaðsíða 7

Feykir - 27.11.2002, Blaðsíða 7
41/2002 FEYKIR 7 Smáauglýsingar Vmislegt! Til sölu hátíðarbúningur á krakka nr. 14, skyrta, vesti, buxur og jakki. Á sama stað kojur 90x200, dýnur fylgja. einnig bamarimlarúm. Hellu- borð fæst gefins . Upplýsingar í síma 849 8283. Til sölu Ford Transist 150 sendibíll, árg. ‘96. Einnig GEO Tracker jepplingur á götuna ‘96, ekinn 34.000 mílur. Upplýsingar gefúr Bjami í síma 453 5124. Tökum að okkur ræstingar fyrir jólin, bæði fyrir heimili og fyrirtæki. Sömu aðila vantar kvöldvinnu. Upplýsingar í síma 867 4014 (Tamara) og 849 5131 (Marína). Spilakvöld! Félagsvist verður í Höfða- borg Hofsósi fimmtudaginn 5. des. kl. 21. Glæsileg verðlaun og kaffiveitingar. Félaga eldri borgara. Húsnæði! Ibúð óskast til leigu fyrir einstakling. Upplýsingar í síma 849 5131 (Olga). Til leigu einbýlishús í nágrenni Sauðárkróks. Frið- sælt umhverfi og gott. Hentugt fyrir fólk sem þarf næði til að vinna að verkefhum sínum. Upplýsingar í síma 453 5558. Á nokkur gamla skóla- búninginn sinn enn? Orðsending til fyrrum nemenda Húsmæðraskólans á Löngumýri! Fyrirhugað er að koma upp skólasafni á Löngumýri með sýnishonum af vinnu nemenda um árin. Því sendum við þessa orðsendingu. Ef þið nemendur góðir eigið einhver stykki, pijónuð, saum- uð, hekluð, eða ofin t.d. einhver gömlu skyldustykkin, sem þið vilduð láta af hendi á fyrirhugað safn, þá vinsamlegast hafíð sam- band við undirritaðar, sem gefa allar nánari upplýsingar. Rósa Bjömsdóttir, Hvíteyr- um, 560 Varmahlíð, sími 453 8048. Helga Bjamadóttir, Fum- lundi 4, 560 Varmahlíð, sími 453 8199. Heilbrígðisstofnunin Sauðárkróki Eftirfarandi sérfræðingar verða hjá stofnuninni í nóvember og desember. Edward Kiernan, kvensjúkdómalæknir 25. nóv. til 29. nóv. Valur Þór Marteinsson, þvagfæraskurðlæknir 2. des. til 6. des. Haraldur Hauksson, æðaskurðlæknir 9. des. til 13- des. Tímapantanir í síma 455 4000. Útivistartími barna Af gefnu tilefni er bent á aó breyttar reglur gilda í Skagafirði um útivis- tartíma barna meó nýjum barnaverndarlögum. Samkvæmt 92. gr. núgildandi barnaverndarlaga nr. 86/2002 er útivistartími skilgreindur meó eftirfarandi hætti: “Börn, 12 ára og yngri, mega ekki vera á almannafæri eftir klukkan 20:00 nema í fylgd meó fullorónum. Börn, sem eru á aldrinum 13 til 16 ára, skulu ekki vera á almannafæri eftir klukkan 22:00, enda séu þau ekki á heimferó frá vióurkenndri skóla-, íþrótta- eóa æskulýóssamkomu. A tímabilinu 1. maí til 1. september lengist útivistartími barna um tvær klukkustundir. Aldursmörk þessa ákvæóis mióast vió fæóingarár en ekki fæóingardag”. Ekki er gert ráó fyrir aó sveitarfélög geti samþykkt eða sótt um undanþágu frá þessum reglum, eins og var í eldri lögum. Foreldrar og aórir forráóamenn barna eru hvattir til aó sjá til þess aó útivistarreglum sé fylgt. Lögreglan á Sauóárkróki Félagsmálastjórinn í Skagafirói S A U o * / ÞEMAHATIÐ ARSKOLA Föstudaginn 29. nóvember verður opið hús í Árskóla í lok þemaviku kl. 16:00-19:00. Dagskráin hefst með athöfn í íþróttahúsi kl. 16:00, þar sem allir nemendur skólans munu meðal annars reyna að setj'a íslandsmet í dansi. Auk þess verður Lúsíusöngur og ýmsar aðrar uppákomur. Við minnum á að nota má bílastæði vestan við íþróttahús og ganga um aðalinngang íþróttahússins. Sýning á afrakstri þemavik- unnar verður síðan í báðum skólahúsum kl. 17:00-19:00. Við bendum líka á heimasíðu skólans www.arskoli.is en þar er að finna fréttir af þemavinnunni. Nemendur hefj'a daginn á friðargöngu kl. 8:10 við Árskóla. Gengið verður að kirkj'u þar sem mynduð verður friðarkeðja upp kirkjustíginn, Ijósker látið ganga upp að krossi og Ijós tendrað á krossinum á Nöfunum. Við bjóðum foreldra og aðra velunnara skólans velkomna að fylgjast með og taka þátt í friðargöngunni. Áskrifendur góðir! Vinsamlegast munið eftir gíróseðlunum fyrir áskriftargjöldunum. Auglýsing í Feyki ber árangur! FJÖLMENNUM í ÍÞRÓTTAHÚSIÐ KL. 16:00 OG SÍÐAN í SKÓLAHÚSIN OG SKOÐUM VINNU NEMENDA OG SKÓLANN OKKAR. ALLIR VELKOMNIR ! Nemendur og starfsfólk Árskóla. _____________________

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.