Feykir


Feykir - 27.11.2002, Blaðsíða 6

Feykir - 27.11.2002, Blaðsíða 6
6 FEYKIR 41/2002 Hagyrðingaþáttur 350 Heilir og sælir lesendur góðir. Það er Sveinbjöm heitinn alsherjar- goði sem er höfundur að fyrstu vísunni að þessu sinni. Mun tileíni hennar hafa verið það að kona nokkur lét í ljósi andúð sína á mat sem henni var borinn og mun hafa verið silungur. Stína verður æf og ill yfir þessu slytti. Það er auðséð að hún vill ekki svona titti. Ekki veit ég fyrir vist hvort goðinn er að yrkja um sömu konu í næstu vísu, en tilefni mun hafa verið að kona ásamt samferðafólki keypti sér ís. Ekki vel með ísinn fór athugaðu vinur, þó hann væri stinnur og stór Stínu fannst hann linur. Þá er gaman að fá eina vísu eftir Sig- ríði systur Sveinbjöms sem hún mun hafa ort á ferðalagi með góðum vinum. Að oss gangi allt í hag öngvir treysta meiga. Saman hlýjan sólskinsdag samt er gott að eiga. Það mun hafa verið Gunnlaugur Jónsson sem gerði sér staðreyndir ljósar. Yndisstundum fækka fer folnajarðarstráin. Ekki ffíkkar undir mér eftir að ég er dáin. Ýmsir þeir sem eldri em muna eftir þeim umræðum er urðu um svokallað- an Sauradraug hér á árum áður. Eftirfar- andi vísur em tengdar því máli en munu eftir því sem ég best veit, vera eftir sinn hvom höfund, þó ég sé ekki viss um eft- ir hvem þær em. Oft á Saurum ærin hljóð eyrun kvelja um nætur. Er þar drauga illvíg þjóð enn að skríða á fætur. Stólar ganga af gaurum glima borð með ámm. Setjast að á Saurum sendingar ffá Mámm. Guðlaug Guðnadóttir mun hafa ort þessa. í hjarta geymdu Hallgrímsljóð og hafðu í veganesti. Þau hafa verið vorri þjóð vemdarskjöldur besti. Komist hefur inn í minn haus að sá snjalli Helgi prestur Konráðsson muni hafa ort þessa. í glöðum ljóra glitrar skin gegnum óraveður. Harmasjór í dimmum dyn dóma stóra kveður. Undir Borginni Við elskuðum hann allir Á síðasta sumri átti ég eitt sinn sem offar leið um Skagafjörðinn og ók þá að býli einu, þar sem ég haföi nokkrum ámm áður heimsótt gamlan og ffóðan bónda. Höfðum við átt skemmtilega stund saman og margt borið á góma. Hugðist ég nálgast andblæ þeirrar stundar, þó ég vissi að viðmælandi minn væri horfinn af þessum heimi. Það var kyrrt veður og þögnin ein ríkti þegar ég hafði þaggað niður í farkosti mínum. Gat ég ekki séð að þama væri nokkra sál að finna. Gekk ég um stund fyrir ffaman bæjarhúsin og þuldi í feld- inn eins og þeir gera sem glíma við hugarfylli úrlausnarefna. Mér fannst ég skynja basl kynslóðanna á þessum stað og jörðin bjó þar vafalaust yfir mörgu. Það er oft gott að vita sig einan og hyggja að huldum dráttum. En skyndilega sá ég hvatlegan mann koma ffá útihúsi þama skammt ffá og vippa sér upp í pallbíl sem stóð þar. Setti maðurinn i gang og bakkaði far- artæki sínu í sveig í áttina til mín. Eg haföi satt að segja ekki tekið eftir þess- um pallbíl fyrr, því ég var með allan hugann við minninguna um minn gamla málkunningja og húsið hans. Ég gekk að bílnum og heilsaði manninum, sem virtist á besta aldri og hinn stælt- asti. Hann kvaðst vera af bæ þarna í sveitinni og þegar við höfðum glöggvað okkur hvor á öðmm, barst talið að gamla bóndanum. Ég sagðist hafa komið þama eitt sinn og hitt hann að máli. „Þú hefur ekki verið svikinn af því”, sagði mað- urinn og brosti við. „Nei”, sagði ég, „ég hafði sannkallað yndi af því að hitta hann og minnist þeirrar stundar með sérstakri ánægju”. Þá svaraði maðurinn : „Já, við elskuðum hann all- ir hér!” Að því sögðu varð dálítil þögn. Mér fannst mikið til um þá einlægu tilfinn- ingu sem bjó í þessum orðum. Hún snerti einhvernveginn við mér, fór djúpt og sat eftir í hjartanu. Við skipt- umst áffam á nokkrum orðum, en eftir stutt spjall kvöddumst við og pallbíll- inn hvarf niður afleggjarann í rykskýi. Ég settist stuttu síðar inn i minn bíl og hugsaði um þessa setningu: „Við elskuðum hann allir hér!” Það var af- dráttarlaus elska í þessum orðum og jafnffamt nokkur dapurleiki. Ég sá að þama var góð vísuhending sem var á- reiðanlega komin beint ffá hjarta þess sem mælti hana fram. Gamli bóndinn haföi verið heiðursmaður, ég haföi vit- að það áður, en að hann hefði verið Þá mun séra Helgi einnig hafa ort þessa. Kulnar arinn, kvöldar að krokir skar í Ijóra. Út á hjara eyðistað örend starir glóra. Ólafur Þórhallsson er höfundur að næstu vísu. Mun hún ort er hann heyrði Láms Salamonsson flytja erindi í út- varp. Vel úr garði vaxinn er visku þinnar forði. Guð er að verki, gefur þér gull í hveiju orði. Á fyrstu ámm sauðfjársæðinga sem skiluðu þá misjöfnum árangri eins og kannski ber við enn þann dag í dag, kom nágranni Höskuldar á Vatnshomi í heimsókn og var honum mikið niðri fyr- ir vegna lélegs árangurs af sæðingum og því tjóni sem það kæmi til með að valda bændum. Um neyð þessa orti Höskuldur. Bóndi með hrotta hraða hreytti fféttum af kjafti. Studdist upp við þann staða stóð á tánum og gapti. Táldráttur telst af öllum tilraunir kosta rýrar, bregðast hjá brögnum snjöllum brundsprautur okurdýrar. Enginn bóndi alsgáður offar lætur sig pretta. Aldrei fféttist neitt áður ægilegra en þetta. Við vígslu Reykholtskirkju orti Þor- steinn Þorsteinsson á Skálpastöðum svo. Hátt er risinn helgistaður húsið nýtt og fyrirtak, skelfing verður guð nú glaður að geta komist undir þak. Á ferð um Þverárhlíð yrkir Þor- steinn. Ekki vil ég yrkja níð um afköstin hjá Guði, en þegar hann gerði Þverárhlið þá var hann ekki í stuði. Faðir Þorsteins, Þorsteinn Guð- mundsson bóndi á Skálpastöðum, var einnig snjall hagyrðingur. Effir hann er þessi vísa. Það erfist sem að ættin gaf eins og dæmin sanna. Dúfa kemur ekki af eggjum hræfuglanna. Gott er að ljúka þessum þætti með annarri vísu eftir Þorstein. Lauf af björkum falla fer feigðar spámar kalla. Sóknargjaldið síðast er sama fyrir alla. Veriði þar með sæl að sinni. Guðmundur Valtýsson, Eiríksstöðum 541 Blönduósi, sími 452 7154. Dáð skáld í Skagfirði, en samt án efa ekki umfjöllunarefni í pistli Rúnars. elskaður af öllum í sveitinni, það haföi ég ekki haff hugmynd um. Það er ekki lítil elska sem kemur saman gagnvart einum manni þegar allir í sveitinni elska hann og það er heldur ekki lítill vottur um sálargildi viðkomandi manns. En menn hverfa samt ffá sinni stöðu, hver sem hún er. Allt ffá fæðingu eigum við það víst að við munum einhvemtíma deyja. „Eitt sinn skal hver deyja”, sagði Þórir jökull á sinni dauðastund. En gamli bóndinn haföi greinilega unnið fullan lífssigur á sinni ævileið og sáð góðum ffæjum í mannfélag sveitar sinnar. Var honum þá eitthvað að vanbúnaði að kveðja sín efnislegu heimkynni - og svífa um andans björtu brautir beina leið til Skaparans ? Þegar ég renndi niður afleggjarann komu i hugann effirfarandi vísur út ffá því sem maðurinn á pallbílnum hafði sagt mér: Karlinn ffá oss farinn er, feigðin niður sló hann. Við elskuðum hann allir hér en engu að siður dó hann! En þó að harmur hinsta éls hryggi menn um tima. Allt við lögmál lífs og hels löngum þarf að ríma! hóla og grundir, holt og lautir, Rúnar Kristjánsson. haga, tún og gróður lands,

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.