Feykir


Feykir - 27.11.2002, Blaðsíða 8

Feykir - 27.11.2002, Blaðsíða 8
Sterkur auglýsingamiðill mm t. s: 453 6666 VlDE r s: 453 6622 Fréttablaðið á Norðurlandi vestra 27. nóvember 2002, 41. tölublað, 22. árgangur. Nýtt sambýli fatlaðra á Hvammstanga Sl. miðvikudag 20. nóv. var formlega tekið í notkun nýtt og endurbyggt sambýli fyrir fatl- aða á Hvammstanga, en það er samstarfsverkefni Byggðasam- lags um málefni fatlaðra á Norðurlandi vestra og Húna- þings vestra. Með samningi ffá 2. júlí 2001 var lagður grunnur að ffamkvæmdinni, sem Fram- kvæmdasjóður fatlaðra studdi með fjárffamlagi að upphæð 35 milljónir króna. Var það sú ijárhæð sem samið var um til að ljúka verkinu. Húnaþing vestra sá um ffamkvæmdina, sem fólst í að breyta parhúsi í fjórar einstak- lingsíbúðir ásamt viðbyggingu. í húsinu, sem er við Grundar- tún, eru nú fimm einstaklings- íbúðir ásamt sameiginlegu rými og aðstöðu fyrir starfs- fólk. Byggingarfyrirtækið Tveir smiðir ehf á Hvamms- tanga var aðalverktaki, og réðu þeir sér undirverktaka úr hér- aðinu til einstakra verkþátta. Hönnun annaðist teiknistofan Gláma/Kim. Formaður Byggðaráðs Húnaþings vestra, Elín R. Lín- dal rakti feril ffamkvæmdar- innar og fagnaði þessum á- fanga Húnaþings vestra í bættri og efldri þjónustu. Þakkaði hún félagsmálaráðherra fyrir hans þátt í þessari uppbyggingu. Páll Pétursson félagsmálaráð- herra óskaði öllum farsældar með þessa ffamkvæmd. Sagði hann að samstarf um málefni fatlaðra á Norðurlandi vestra hafa tekist vel og mætti telja uppbyggingu í málaflokknum á landsbyggðinni mun öflugri en á höfúðborgarsvæðinu. Fleiri tóku til máls og fögnuðu verklokum. Skúli Þórðarson sveitar- stjóri tók við lyklum ffá Tveim smiðum ehf og afhenti síðan hveijuin íbúa sinn lykil. Var ljóst að mikil effirvænting var hjá heimilisfólki að taka við svo vistlegu húsnæði, sem allir viðstaddir fengu að ganga um. Húsnæðið var svo opið al- menningi til sýnis fram á kvöldið. Framboð fíkniefna evkst í Skagafirði Á annan tug unglinga í vanda í tvígang að undanförnu hefúr lögreglan á Sauðárkróki farið í aðgerðir vegna fikni- efnamála í bænum. I bæði skiptin voru það fjórir aðilar sem komu við sögu og þeir sömu að hluta til sem tengjast þessum tveimur málum. Seinni aðgerð lögreglunnar átti sér stað í síðustu viku, þar sem að leit var gerð í húsi og lítið magn fíkniefha gert upptækt ásamt tólum til neyslu. Að sögn Bjöm Mikaelsson- ar yfirlögregluþjóns er nokkur hópur ungmenna á Sauðár- króki, á annan tug, sem hefúr verið að fást við neyslu af ein- hveiju tagi og er í vandamál- um. Bjöm segir að þessir krakkar séu trúlega ekki í dreif- ingu, einungis eigin neyslu, en hinsvegar sé ljós sú þróun að ffamboð á eiturlyfjum fari vax- andi í bænum. Aðspurður hvort að það tengist því að „sölu- menn dauðans” telji Fjöl- brautaskólann álitlegan mark- að, sagði Bjöm að ekkert hefði komið ffam sem tengdist skól- anum, um bæjarunglinga væri að ræða í þessum tilfellum er tengdust neyslunni. „Óæskilegir leigjendur” í spjalli við Bjöm yfirlög- regluþjón barst einnig í tal sú staðreynd að fólk sem hefúr verið í neyslu og eða á að baki afbrotaferil hefúrgjaman leitað út á land og búið þar í nokkum tíma. Off em grunsemdir um að þeir aðilar séu þá að kort- leggja svæðin fyrir þá hópa sem fara svo í ránsleiðangra út um land. Þetta fólk hefúr til að mynda komið við á Sauðár- króki og í haust leigði í bænum par, þar sem pilturinn átti að baki slóð innbrota. Sú spuming vaknar hvort að leigjendur hús- næðis geti með einhveru móti aflað sér upplýsinga um leigj- endur sína, hafi þeir uppi gmn- semdir. Aðspurður sagði Bjöm að lögreglan mætti ekki gefa upplýsingar um feril fólks og því væri í raun litlir möguleik- ar fyrir eigendur húsnæðis að tryggja sig gagnvart slíkum óþægindum, nema þá óska eftir að viðkomandi leigjandi leggi ffam sakavottorð. Frá formlegri opnun sambýlisins á Hvammstanga. Elín R. Líndal formaður byggðaráðs flytur ávarp. Mynd/ og heimild KS/Forsvarsvefur. Steypustöðin kaupir Þorfinnsstaðaskóla Menntamálaráðuneytið hefur samþykkt tilboð Steypustöðvar Blönduóss í Þorfinnsstaðaskóla í Vest- urhópi. Sveitarstjórn Húna- þing vestra afgreiðir málið á fundi sínum í dag, mið- vikudag, og að sögn Elínar Líndal formaður byggða- ráðs verður bókað í þá veru að með sölu eignanna, standi vonir til að þær verði nýttar til atvinnuuppbygg- ingar og styrkingu byggðar á svæðinu. Elín segir að í sjálfú sér væri söluverðið ekki aðalmál- ið, heldur hitt hvort þessi sala muni skila sér í atvinnulegu tilliti. Tilboð Steypustöðvar Blönduóss var upp á 9,8 millj- ónirkróna. Þorfínnsstaðaskóli hefúr ekki verið nýttur til kennslu síðustu tvo vetur, vegna sameiningar skóla í héraðinu, en skólahúsið er í mjög góðu ástandi að sögn Steinar Jónssonar ffam- kvæmdastjóra Steypustöðvar Blönduóss. Einnig teljast til skólans tvö einbýlishús úr timbri, hvort um 117 ffn. Skólahúsið er rúmlega 600 fermetrar að stærð, í því eru m.a. stór og góður salur, eld- hús og á annar tug herbergja. Handhafi kauptilboðs hef- ur í hyggju að nýta skólahús- ið fyrir ferðaþjónustu, en seg- ir hugmundir ekki fastmótað- ar varðandi nýtingu einbýlis- húsanna. Tvö önnur tilboð bárust í Þorfinnsstaðaskóla, annað ffá Framtiðinni ehf. og hitt ffá Bland í poka ehf. og Breidd ehf, sem voru með sameiginlegt tilboð. Að minnsta kosti síðastnefnda til- boðið er ffá aðilum á Hvammstanga. ...bílar.tiyggtngar, bækur, ritföng, framköllun, ranumr, tímarit, ljósritun, gjafavara... BÓKABÚÐ BRYNcJARS SUÐURGÖTU 1 SÍMI 453 5950 Flísar, flotgólf múrviðgerðarefni Aðalsteinn J. Maríusson Sírni: 453 5591 853 0391 893 0391

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.