Feykir


Feykir - 11.12.2002, Blaðsíða 1

Feykir - 11.12.2002, Blaðsíða 1
© rafsjá hf RAFVERKTAKAR SÉRVERSLUN MEÐ RAFTÆKI SÆMUNDARGÖTU 1 SAUÐÁRKRÓKI Fiskíðjan Skagfirðingur Nær 300 milljóna hagaður í fyrra Þær slá ekki slöku við stúlkurnar í Iausfrystingunni hjá Fiskiðjunni Skagfirðingi. Framleiðsluverðmæti í landvinnslunni voru einn og hálfur milljarður á síðasta rekstrarári. Norðvesturland fékk stærstan hluta byggðakvótans „Það árar ekki til skamma“, sagði Stefán Gestsson fúnd- arstjóri á aðalfimdi Fiskiðjunnar Skagfirðings sl. fimmtudag, þegar komið var að umræðum urn önnur mál og mönnum fysti ekki að fara í ræðupúltið, en metútkoma varð á rekstri Fisk- iðjunnar Skagfirðings á síðasta ári, 286,370 milljóna hagnaður í stað 53,370 milljóna árið á undan. Peningaleg staða fyrir- tækisins batnaði um 53 millj- ónir á árinu, eigið fé var í árslok l.539.785.428 kr. Fram kom bæði í máli Jón E. Friðrikssonar ffamkvæmdastjóra og Þórólfs Gíslasonar stjómar- formanns að árið hafi verið hag- fellt rekstri fyrirtækisins, bæði hvað veiðar, vinnslu og gengis- mál varðar. Jón E. Friðriksson sagði að það stöðuga gengi sem verið hefði síðasta árið væri FISK hagstætt, bæði með tilliti til markaðanna og þess að fyrirtækið væri tiltölulega lítið skuldsett miðað við önnur sjá- varútvegsfyrirtæki. Framkvæmdastjórinn fór nokkuð vítt um völl í skýrslu sinni og ræðu og dró ekki dul á að honum finnst ekki sanng- jamt hvemig arði vinnunnar er Átta smiðum var sagt upp hjá Trésmiðjunni Borg á Sauð- árkróki um síðustu mánaðamót, atvinnuliorfur virðast með versta móti hjá iðnaðarmönnum um þessar mundir. í samtali við útvarpið í fyrrakvöld kom fram hjá Ragnari Kársyni ftam- kvæmdastjóra Borgar að verk- efnastaðan væri í slakara lagi skipt, landverkafólk bæri þar skarðan hlut frá borði miðað við sjómennina, og nefirdi því til staðfestingar mun meiri launa- hækkanir þeirra síðamefndu á liðnu ári. Þá gagnrýndi Jón harðlega auðlindagjldaið, sem hann taldi hreinan landsbyggða- skatt og einnig kom fram í máli Jóns Friðrikssonar að nauðsyn- legt væri að endurskoða starf stofnana sem tengdust sjávarú- tavegi og þær væm best komnar úti á landi til að skapa meiri tengsl og auðvelda samskipti innan greinarinnar. Á aðalfúndinum var sam- þykkt að greiða 10% arð til hlut- hafa eða samtals 71,7 milljónir. Aflaverðmæti skipa var á árinu 1,378 milljarðar. Framleiðslu- verðmæti fiskvinnslu 1,569 milljarðar. Þar af var afli til eigin vinnslu að verðmæti 621 milljónir og aðrar tekjur 106,9 milljónir. í landvinnslunni starfa 61 á Sauðárkróki og 25 á Grundarfirði. Rekstrargjöld vom samtals 1,715 milljarðar. Stjóm FISK var endurkjörin en hana skipa: Þórólfúr Gísla- son, Siguijón Rafnsson, Stefán Gestsson, Stefán Guðmundsson og Pétur Péúirsson. núna, en smiðimir em með 3ja mánaða uppsagnarfrest. Þá var einnig sagt upp tveim starfsmönnum hjá Element og starfa þar nú 16 eftir að hafa verið mest 25 manna vinnu- staður. Hjá nokkmm öðmm vinnustöðum í bænum hefúr einnig verið um örlitla fækkun starfsfólks, en vonandi rætist úr. Byggðir á Norðvesturlandi fengu stærsta hluta byggða- kvótans sem Ámi Matthiesen sjávarútvegsráðherra úthlut- aði í samráði við Byggða- stofnun í síðustu viku. Byggðir við Húnaflóa fengu 15,26% þorskígaildistonn, Skagfirð- ingar og Siglfirðingar hlutu einnig nokkuð ríflega út- hlutun, eða samtals 16,54 þorskígildistonn. Við ákvörð- un byggðakvótans var tekið mið af tekjum, íbúafjölda, fólksfækkun, breytingum á aflaheimildum, Iönduðum afla og afla í vinnslu í einstökum sjávarbyggðum. Samkvæmt lögum um stjóm fiskveiða hefúr ráðherra heimild, að höfðu samráði við Byggðastofhun, til að ráðstafa allt að 1500 lestum af óslægð- um botnfiski í þorskígildum talið til stuðnings byggðalögum sem lent hafa í vanda vegna samdráttar í sjávarútvegi. Fyrir Alþingi liggur nú frumvarp til breytinga á lögum um stjóm fiskveiða þar sem lagt er til að heimildin á yfirstandandi fisk- veiðiári verði hækkuð í 2000 lestir. Verði frumvarpið sam- þykkt koma til ráðstöfanar 1552 lestir af óslægðum þorski, 477 lestir af óslægðri ýsu, 321 lest af óslægðum ufsa og 138 tonn af óslægðum steinbít. Úthlutun byggðakvótans á svæði utan Noðvesturlands var eftirfarandi: Vesturland ffá Akranesi til Snæfellsnes fengu 11,02, byggðir við Skjálfanda og Axarfjörð 10,54, Miðfírðir Austurlands frá Seyðisfirði til Fjarðabyggðar 10,43, Suður- firðir Austurlands til Homa- fjarðar 7,38, Vestmannaeyjar 9,15, nyrðri hluti Vestfjarða; Isafjarðarbær, Bolungarvík og Súðavík 6,30, Norðausturland ffá Raufarhöfn til Borgarfjarðar 5,31, Syðri hluti Vestfjarða; Vesturbyggð og Tálknafjörður 3,94 og byggðir við Eyjafjörð og Grimsey 2,46. Uppsagnir á Króknum —ICTcH^íff chíDI— Aðalgötu 24 Skr. sími 453 5519, fax 453 6019 • ALMENN RAFTÆKJAÞJÓNUSTA • FRYSTI- OG KÆLIÞJÓNUSTA • BÍLA- OG SKIPARAFMAGN • VÉLA- OG VERKFÆRAÞJÓNUSTA bílaverkstæði ° 'v ________________ 4^ ÆZáJLWjL sími: 453 5141 Sæmundargata Ib 550 Sauðárkrókur Fax:453 6140 jfcBílaviðgerðir $$ Hjólbarðaviðgerðir Réttingar ^ Sprautun

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.