Feykir


Feykir - 11.12.2002, Blaðsíða 2

Feykir - 11.12.2002, Blaðsíða 2
2 FEYKIR 43/2002 Hluti fiskeldisnáms Hólaskóla á Krókinn Á aðalfundi Fiskiðjunnar sl. fimmtudag greindi Jón E. Friðriksson framkvæmdastjóri frá því að í undirbúningi væri samstarf FISK og Hóla sem miðaði að því að gera Hóla að miðstöð rannsókna og kennslu í fiskeldi. Gert er ráð fyrir að rannsóknar- og kennsluþáttur- inn verði fluttur á Sauðárkrók og hafi aðstöðu í Skjaldarhús- inu. „Við höfum mikla trú á því starfi sem ffarn fer á Hólum og erum sannfærðir um að það eigi eftir að reynast héraðinu vel í ffamtíðinni, enda fáum við í gegnum rannsóknarstarfið á Hólum mjög færa vísindamenn á svæðið", segir Jón E. Friðriksson en hann lét þá skoðun i ljósi á aðalfúndi FISK að trúlega myndi matvælaffam- leiðslan byggjast að auknum hluta á fiskeldinu í ffamtíðinni og sýnilegt að margir aðilar væru að búa sig undir þá þróun. Skúli Skúlason skólameist- ari sagði að góður hugur væri í Hólamönnum varðandi sam- starf við Fiskiðjuna, enda hafi ríkt góður andi í samskiptum þessara aðila. Þess má geta að um 70 milljónum króna var varið til fiskeldisrannsókna Hólaskóla vegna hlutar ríksins í sölu á hlutabréfúm í Steinullarverk- smiðjunni, en eins og ffam hefúr komið í Feyki var það Vilhjálmur Egilsson alþingis- maður sem annaðist útdeilingu þess fjár. Árni Steinar í 2. sæti hjá Vinstri G Óvænt tíðindi gerðust á kjördæmisþingi Vinstri græn- na í Norðvesturkjördæmi sl. laugardag í Munaðarnesi í Borgarfirði, en þar var tilkynnt að Ámi Steinar Jóhannsson yrði í öðm sæti listans. „Við ætlum að halda þessum tveim þingmönnum“, sagði Bjarni Jónsson fúlltríii VG í sveit- arstjóm Skagafjarðar í tilefni birtingar listans. Á fundinum sem haldinn var á Hólmavík lagði uppstillinganefnd fram ffamboðslistann við alþingis- kosningamar að vori. Listann skipa eftirtaldir: 1. Jón Bjamason alþingis- maður, Blönduósi. 2. Ami Steinar Jóhannsson alþing- ismaður, Akureyri. 3. Lilja Rafney Magnúsdóttir varafor- seti ASV Suðureyri. 4. Hildur Traustadóttir landbúnaðar- starfsmaður, Brekku, Borgar- fjarðarsveit. 5. Sigurlaug Kr. Konráðsdóttir leikskólaken- nari, Sauðárkróki. 6. Eva Sig- urbömsdóttir hótelstýra, Djúpu- vík, Strandasýslu. 7. Ragnar Elbergsson verkamaður, Grundarfirði. 8. Sigrún B. Valdimarsdóttir ferðaþjónus- tubóndi, Dæli, Húnaþingi ves- tra. 9. Halldóra Játvarðardóttir bóndi, Miðjanesi, Reykhóla- hreppi. 10. Gunnlaugur Har- aldsson þjóðháttafræðingur, Ámi Steinar Jóhannsson. Akranesi. 11. Magnús Jósefs- son bóndi, Steinnesi, Austur- Húnavatnssýslu. 12. Gunnar Sigurðsson jámsmiður, Bol- ungarvík. 13. Ásmundur Daða- son búffæðingur, Lambeymm, Dalabygg. 14. ísak Sigurjón Bragason framhaldsskóla- nemi, Borgargerði, Skagafirði. 15. Már Olafsson sjómaður, Hólmavík. 16. Guðmundur Ingi Guðbrandsson líffræð- ingur, Brúarlandi á Mýmm, Borgarbyggð. 17. Guðrún Sigurbjörg Guðmundsdóttir geislafræðingur, Sauðárkróki. 18. Gísli Skarphéðinsson skip- stjóri, Isafirði. 19. Halldór Brynjólfsson bifreiðastjóri, Borgamesi. 20. Ragnar Am- alds rithöfúndur og fyrrveran- di alþingismaður, Reykjavík. Sveinn Arnar Sæmundsson og Sigríður Elliöadóttir að loknum miðnæturtónleikunum í Hóladómkirkju. Spilað í aðventu- kyrrðinni á Hólnm Sveinn Arnar Sæmundsson organisti ffá Syðstu-Gmnd í Skagafirði, nú starfandi á Akranesi hefúr undanfarin ár gert það að reglu að spila í Hóladómirkju fyrir jólin og þykir ákaflega notalegt að leika í kirkjunni, enda pípuorgelið þar ffábært hljóðfæri. Sveinn Amar lofaði nokkr- um hóp fólks að njóta tónlis- tarinnar með sér í Hóla- dóm- kirkju sl. fostudagskvöld og með honum söng einnig unnus- ta hans Sigríður Elliðadóttir messósópran. Þau fluttu ljúfa tóna eftir Bach, Mendelsohn, Johann Krieger, Ragnar Bjömsson og fleiri. í lokin vom svo sungnir nokkrir jólasálmar. Þetta var mjög notaleg stund í kirkjunni þó svo að gleymst hafði að kynda hana upp fýrir þessa stund. Jólatré úr Vatnsdalnum Jólatré ffá vinabæ Blöndu- óss í Noregi, Moss, stóðst ekki hvassviðrið sl. fimmtu- dag og brotnaði. Þar með var tréð orðið ónothæft og var gripið til þess ráðs að fella sjö metra hátt sitkagrenitré framan úr Vatnsdal, sem Ágúst bóndi á Hofi plantaði á stórafmæli sínu 1952. Þetta gamla tré prýðir nú Blöndu- ósbæ við kirkjuna eins og jólatré bæjarins gera jafnan. Það gekk hinsvegar betur með jólatré Sauðkrækinga ffá vinabænum Kongsbergi. Eins og jafnan senda þeir Kóng- bergingar glæsileg tré og ljós þess vom tendruð með við- höfri að viðstöddu fjölmenni á laugardaginn. Jólasveinar úr Tindastóli og tónlistar- og söngfólk setti svip sinn á sam- komuna. Hjörleifur á disk „Þegar byljir bresta á“ heitir nýútkominn diskur þar sem bóndinn og heimspek- ingurinn Hjörleifúr Kristins- son á Gilsbakka lætur „gam- minn geysa“. Diskamir tveir með Hjörleifi eru samtals rúmar tvær klukkustundir og kosta 1.800 krónur. Þeir sem viija eignast þá geta lagt inn pöntun hjá Rafsjá á Sauð- árkróki, en þessa verður nánar getið í næsta Feyki, jólablaði. Fjölmenni var viðstatt velheppnað og þægilegt aðventukvöld í Sauðárkrókskirkju sl. sunnudagskvöld, þar sem börn settu mikinn svip á og séra Hjálmar Jónsson flutti hugavekju. Myndin er frá söng Kirkjukórs Sauðárkróks og barnakórsins undir lok samkomunnar. Óháð fréttablað á Norðurlandi vcstra Kentur út á miðvikudögum. Útgefandi Feykir hf. Skrifstofa: Ægisstíg 10, Sauðárkróki. Póstfang: Box4, 550 Sauðárkróki. Símar: 453 5757 og 453 6703. Farsími 854 6207. Netfang: feykir @ krokur. is. Ritstjóri: Þórhallia Ásmundsson. Blaðstjórn: Jón F. Fljartarson, Guðbrandur Þ. Guðbrandsson, Sæmundur Hemiannsson. Sigurður Ágústsson og Stefán Arnason. Áskriflarverð 190 krónur hvert tölublað með vsk. Lausasöluverð: 200 krónur með vsk. Setning og umbrot: Feykir. Prentun: Hvítt & Svart hf. Feykir á aðild að Samtökum bæja- og héraðsfréttablaða.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.