Feykir


Feykir - 11.12.2002, Blaðsíða 7

Feykir - 11.12.2002, Blaðsíða 7
43/2002 FEYKIR 7 Kvikmyndin um Austur- Húnavatnssýslu 2000 fullgerð Unnið að framleiðslu myndarinnar um A.-Hún. 2000. Fyrir hvatningu Sigursteins Guðmundssonar læknis á Blönduósi og fleiri var íyrir nokkrum misserum hafin gerð myndar um Austur - Húnavatnssýslu árið 2200. Mynin er nú fullbúin og til sölu á myndbandi. Myndin er gerð af Kvik ehf undir stjóm Páls Steingrímssonar, kvikmyndagerðarmanns og er hún nú fáanleg hjá Héraðsskjalasaffii Austur Húnvetninga á Blönduósi. Sýning myndarinnar tekur 30 mínútur. I myndinni er komið víða við og gefúr hún nokkra hugmynd um mannlífið í Austur Húnavatnssýslu um aldamótin 2000. Umsjón með myndinni haföi Sigursteinn Guðmundsson á Blönduósi f.h. heimamanna og tók hann ásamt Friðþjófi Helgasyni hluta myndarinnar. Tónlist er eftir Jón Siguðsson á Blönduósi en þulur er Guðjón Einarsson. Páll Steingrimsson sá um klippingu myndarinnar og Ólafúr Ragnar um samsetningu og hljóðvinnslu. Eftirtaldir aðilar styrktu gerð myndarinnar: Búnaðarbanki íslands, Eignarhaldsfélag Brunabótafélags íslands, Héraðsnefnd Austur Húnvetninga, fðnþróunarfélag Norðulands vestra, Landsvirkjun og Lionsklúbbur Blönduóss. 440. Eitt veró fyrir alla jólapakka! Hámarksþyngd 20 kg, hámarksstæró 0,125 m3 (t.d. 50x50x50 cm) Samstarf saðili er Vörumiðlun á Sauðárkróki s: 455 6600 Borgarflöt 5 selja hluti sína. Hagsmunir Skag- firðinga hafa ekki setið hér í fyrirrúmi þegar til lengri tíma er litið. Fleira af atvinnumálum á Iíðandi stundu Nú í vetur fer ffam hag- fræðileg úttekt á gildi mismun- andi tegunda ferðaþjónustu í Skagafirði, jafnframt því sem margfeldisáhrif hennar fyrir samfélag og hagsæld í Skaga- firði er metið. Þannig mun gef- ast kostur á að meta raunverulegt gildi og vaxtarmöguleika ferða- þjónustunnar sem atvinnugrein- ar. Atvinnu og ferðamálanefnd hefur fengið styrki í þetta verk- efni sem unnið er f samvinnu við Hagfræðistofnun HÍ. Atvinnu- og ferðamálanefnd sveitarfél- agsins hefúr beint því erindi til Hafrannsóknastofnunar og sjáv- arútvegsráðuneytisins að á næsta ári fari fram rannsóknir á vannýttum tegundum sjávardýra í Skagafirði. Skagafjörður hefúr hingað til verið afskiptur í sjávarrannsóknum en rann- sóknir eru forsenda arðbærar nýtingar. Góðar vonir standa til að hér verði gerð bragarbót á. Margvíslegir möguleikar liggja og í frekari fúllvinnslu og líftækni í matvælaframleiðslu. Skagafjöröur er einnig miðstöð fiskeldis og fískeldisrannsókna. Akveðið hefúr verið að mynda starfshóp til að fara yfir styrkleika og möguleika Skaga- fjarðar til eflingar sjávarútvegs og hverskyns eldis fiska og annarra sjávardýra. Nauðsynlegt er að halda styrkleika Skaga- fjarðar á lofti og kynna fyrir stjómvöldum þannig að tillit verði til þess tekið við ákvarð- anatöku. I nýlegum skýrslum Byggðastofnunar og Sjávarút- vegsráðuneytisins um eflingu sjávarútvegs, fiskeldis og veiða og vinnslu vannýttra tegunda hefúr Skagafjörður verið snið- genginn. Sú skipting byggða- kvóta á milli landssvæða sem sjávarútvegsráðherra kynnti í síðustu viku er einnig mjög óhagstæð fyrir Skagafjörð, en svæðið Skagafjörður og Siglu- fjörður fær aðeins samkvæmt því 2,46% af úthlutuðum kvóta. Óskað hefúr verið eftir skýr- ingum á þessari niðurstöðu. Horft til framtíðar Skagfirðingar eiga mörg og fjölbreytt sóknarfæri í upp- byggingu atvinnulífs. Hér er eitt öflugasta landbúnaðarhérað lands- ins og þrátt fyrir ýmiss áföll stendur sjávarútvegur traustum fótum. Huga þarf að því að þróa þessar greinar áfram. Fjöl- breyttur iðnaður er í Skagafirði og skapa þarf skilyrði til auka hann og efla. Það verður bæði gert með því að tryggja sem best rekstrarskilyrði og stuðla að nýjum verkefnum. Það sem stundum vill þó gleymast er að öflugt iðnnám í héraðinu er lykill að árangri. Fagþekking í héraði er grunnurinn sem byggja þarf á og er aðdráttarafl þeim sem hyggja á starfsemi í Skagafirði. Það ætti að vera eitt af foigangsverkefnum Skagfirð- inga að treysta iðnnám í hér- aðinu. Hér er einnig að verða til öflugt þekkingar- og þjónustu- samfélag og kennslu og rann- sóknum á háskólastigi vex stöðugt fiskur um hrygg. Lykill að árangri til ffamtíðar er sam- staða. Náttúruauðlindir, saga, mannlíf og mannauður er auð- legð hverrar byggðar og upp- spretta nýrra tækifæra. Þar liggur styrkur Skagfirðinga. Bjarni Jónsson. N / SauMrkrókskirkja 11 o ára ^ Sauðárkrókssöfnuður heldur hátíðarmessu í kirkjunni sunnudagskvöldið 15. des. kl. 20:00. Sr. Fjöínir Ásójörnsson otj sóknarnejnd / Sr. Fjölnir Asbjömsson jlytur okkur hátíðarmessu i tilefui afmcelisins. Kirkjukór Sauðárkróks sem er 60 ára um þessar mundir syngurfyrstu sáhnana sem sungnir voru við vígslu kirkjunnar 1892. / Svana Berglind Karlsdóttir og Asgeir Eiríksson syngja einsöng og dúetta. Runólfsdóttir leikur á víólu. Þetta verður hátiðleg stund og við myndutn fagna því að sjá semflesta koma til kirkju. ■BB ■■■ ■■■ ■■■

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.