Feykir


Feykir - 11.12.2002, Blaðsíða 8

Feykir - 11.12.2002, Blaðsíða 8
Sterkur auglýsingamiðill 11. desember 2002, 43. tölublað, 22. árgangur. Fréttablaðið á Norðurlandi vestra Birgir Friðriksson veiðimaður með minkinn sem hann skaut undir bíl ritstjóra Feykis. Minkur skotinn við heimahús á Krók Þrátt fyrir góða viðleitni loðdýrabænda að halda dýrurn sinum í búrum, er alltaf eitt- hvað um að þau sleppi út og i veðurblíðunni núna að undan- fömum hefiur því verið á ferðinni fleiri búpeningur en klauf- og hófdýr. Króksarinn Birgir Friðriksson einn helsti veiði- maður héraðsins skaut mink heim við hús á bænum í síðustu viku, eftir að hafa átt í elt- ingaleik við hann um hverfið. Um búrlæðu er að ræða. Birgir býr við Ægisstíginn, þar sem ritstjóm Feykis er til húsa. Hann varð minksins fyrst var neðarlega við götuna, þar sem hann leitaði inn í garð dagmömmunnar Aðalbjargar Sigfúsdóttur frá Gunnarsstöð- um í Þistilsfirði. Minksi þaut síðan yfir götuna, að Feykis- húsinu og leitaði undir bíl rit- stjórans sem stóð á plani við húsið. Þar beindi Birgir hólkn- urn að dýrinu sem lá í valnum. Þetta gerðist á sama tíma og síðasta blað Feykis var að koma úr prentvélunum, en þess má geta að bifreið Feykisritstjóra, Toyota Corolla árgerð ‘94 sem reynst hefúr ákaflega vel, hefúr verið vettvangur nokkurra við- burða í haust, en eins og les- endur Feykis veittu væntanlega eftirtekt, flaug smyrill á bílinn við Mósjóinn í Fljótunum í haust og hlaut af því bana. © SheH.A3* IDEQy^Hg. s: 453 6666 s: 453 6622 Tveir starfsmanna Hrings vilja kaupa og halda starfinu áfram Varla verður annað sagt en atvinnuþróunarmál í Skagafirði hafi tekið jákvæða stefnu á síðustu dögum, en fregnast hefúr af góðum möguleika á því að halda starfsemi Hrings áfram. Forsendan fyrir því er sú að tveir af starfsmönnum félagsins, þeir Lárus Dagur Pálsson og Kristbjöm Bjamason hafa sent erindi til byggðaráðs Skagafjarða þar sem þeir félagar óska eftir kaupum í meirihlutaeign Sveit- arfélagsins Skagafjarðar í Hring. Þetta erindi verður tekið fyrir á fúndi byggðaráðs i dag, miðvikudag. Aðspurðir vildu þeir Láms Dagur og Kristbjöm lítið tjá sig um málið, en ljóst er að með þessu yrði vilja hluthafa Hrings fúllnægt, hægt yrði að halda starfsemi félagsins áffarn og vinna að nýjum verkefnum, en sýnt er að hlutverk Hrings myndi að talsverðu leyti breytast úr atvinnuþróunarfélagi í þjónustufyritæki. Meirihluti sveitarstjómar mun hafa samþykkt í gærkveldi að ganga til samnnga, enda það augljóslega styrkur fyrir sveitar- félagið að vinna við atvinnu- þróun verði á sem breiðustum gmndvelli. Heimilisfólk á Stóru Giljá við útnefningu „trés ársins“. Frá vinstri talið: Sigurður Erlends- son með Sverrir Helga Sigurðsson á handleggnum, Þóra Sverrisdóttir, Jóhannes Sigurðsson, Sigurveig Sigurðardóttir, Helga Búadóttir og Erlendur G. Eysteinsson. „Tré ársins“ á Stóru Giljá Það mun vera í fjórða sinn sem Skógræktarfélag Islands tilnefriir „Tré ársins“ nú í ár. Þau tré sem áður hafa hlotið þessa nafnbót, em: Almur við Túngötu 6 í Reykjavík sem var útnefndt „Tré ársins 1999“, hlynur sem stendur við húsið Sólheima á Bíldudal við Amarfjörð var „Tré ársins 2000“, árið 2001 hlaut nafhbótina „Tré ársins“ stranda- viðirinn við bæinn Tröllatungu á Ströndum og nú árið 2002 hlutu þessa nafnbót, tvö sitkagrenitré sem standa við bæinn Stóru Giljá í Austur Húnavatnssýslu. I rilkynningu vegna útnefn- ingarinnar segir að bærinn Stóra Giljá standi við þjóðveg 1 og blasa tréin við sjónum vegfar- enda. I tilefhi þess að þessi tvö sitkagreni vom valin „Tré ársins 2002“ var eigendunum afhent viðurkenningarskjal þann 7. desember s.l. úr hendi Magnúsar Jóhannessonar formanns Skógræktarfélags íslands. Þessi tré vom gróðursett 1964 og em í dag 9,1 og 9,7 metrar. Þeim sem hafa áhuga á að fræðast nánar um sögu þessara tijáa er bent á grein eftir Pál Ingþór Kristinsson formann Skógræktarfélags A-Húnvetn- inga í nýjasta tölublaði Skóg- ræktarritsins sem gefið er út af Skógræktarfélagi Islands. ...bDar, tiyggingar, bækur, ritföng, framköllun, rammar, túnarit, ljósritun, gjafavara... BÓKABÚÐ BRYNJARS SUÐUBOÖTU 1 SÍMI 453 8950 Flísar, flotgólf múrviðgerðarefni Aðalsteinn J. Maríusson Sími: 453 5591 853 0391 893 0391

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.