Feykir


Feykir - 11.12.2002, Blaðsíða 5

Feykir - 11.12.2002, Blaðsíða 5
43/2002 FEYKIR 5 Ferðamálafulltrúarnir sem sem fóru saman í ferðalagið til Skotlands. Ferðamennskan er allra mál Félag Ferðamálaíúlltrúa á íslandi fór i haust á ársfimd EUTO, European Union of Tourist Officers sem haldinn var í Skotlandi 3.-6. október. Félag ferðamálafiilltrúa er að- ili að þessum samtökum og hefúr verið það í rúm tvö ár. Þetta var í fyrsta skiptið sem almenn þátttaka var í félaginu að fara á ársfúndinn. Til þess að gera það mögulegt var sótt um styrki til fararinnar og var ánægjulegt að Byggðastofnun sá sér fært að styðja félagið mjög rausnarlega til fararinnar. Einnig fékkst styrkur ffá Evr- ópuverkefninu Leonardo á ís- landi. Ástæðan fyrir styrk ffá Leonardo var að félagið bætti við tveggja daga námsferð í ffamhaldi af ráðstefnunni. Mörg ffóðleg erindi voru haldin á fúndinum og var ákaf- lega fróðlegt og skemmtilegt að hitta allt þetta fólk og fá tækifæri til að ræða við fólk úr „bransanum" hvaðanæva að úr Evrópu. The Scottish Tourist Board (Ferðamálaráð Skot- lands) héldu ráðstefnuna og skipulögðu einnig námsferð okkar í lokin. Það voru alveg ffábærar móttökur sem hópur- inn fékk og var greinilegt að heimamenn lögðu sig alla ffam, um að veita þær upplýs- ingar sem óskað var effir. Sammerkt var með nánast öllum fyrirlestrum á ráðstefn- unni að aðaláherslan er „gæði“ ef gæðin eru ekki í lagi þá kemur fólk ekki affur. Þetta er atriði sem er mikilvægt og ekki síst, vegna þess að það snýr að allri þeirri þjónustu og aðstöðu sem ferðamenn njóta. Ekki bara að þeim sem skil- greina sig sem „ferðaþjónustu aðila“. Það er kannski athygl- isvert þegar farið er að skoða þessi mál í samhengi, þá er það þjónustan í samfélaginu, við íbúana, sem endurspeglar gæði ferðaþjónustunnar. Margir töluðu einnig um að það væri hættulegt greininni að álíta störf innan ferðaþjón- ustunnar „ekki alvöru störf‘. Þó svo að mörg störf innan ferðaþjónustunnar séu hluta- störf, þ.e. ekki heilsárs stöif þá eru það störf engu að síður. Það er mikilvægt að skólafólk hafi möguleika á vinnu yfir þá mánuði sem sumarlokun skól- anna stendur yfir. Þetta er sá möguleiki sem við höfúm, úti á landi til að fá framhaldsskóla nemendur út á land og leyfa þeim að kynnast lífinu á lands- byggðinni. En takmarkið er engu að síður að efla greinina þannig að hún skili okkur fleiri heils- ársstörfúm og því þurfa heimamenn að gera sér grein fyrir hvert aðdráttarafl og í- mynd svæðisins sé. Áherslan á það að styrkja þá jákvæðu í- rnynd sem svæðið hefúr þarf að vera fyrir hendi. Þar þurfa allir að leggjast á eitt svo ferðamaðurinn finni að hann er velkominn og að allir séu til- búnir að gefa þær upplýsingar sem unnt er. Að tryggja gæði - tryggir endurkomu, gæði frekar en magn, Næst mun ég skrifa um upplýsingamiðlun. Guðbjörg Guðmundsdóttir, Ferðamálafúlltrúi Skagafjarðar kOCDA Framboðslisti Sam- fylkingar ákveðinn Framboðslisti Samfylking- arinnar í Norðvestur kjördæmi við komandi Alþingiskosn- ingar að vori, var samþykktur á fundi kjördæmisráðs á Hólmavík 30. nóvember s.l. Framboðslistinn er þannig skipaður. 1. Jóhann Arsælsson al- þingismaður Akranesi. 2. Anna Kristín Gunnarsdóttir framkvæmdastjóri Farskóla NV Skagafirði 3. Gísli S. Einarsson alþingismaður Akranesi. 4. Sigríður Ragn- arsdóttir skólastjóri ísafirði. 5. Eiríkur Jónsson lögmaður Akranesi. 6. Sigurður Péturs- son sagnffæðingur ísafirði. 7. Dóra Líndal Hjartardóttir tón- listarkennari Leirár- og mela- sveit. 8. Jón Marz Eiríksson nemi Skagafirði. 9. Davíð Sveinsson úésmiður Stykkis- hólmi. 10. Guðjón Vilhjálms- son fískverkandi Drangsnesi. 11. Guðrún Konný Pálma- dóttir húsmóðir Búðardal. 12. Sigurður E. Thoroddsen sjómaður Vesturbyggð. 1 3. Tinna Magnúsdóttir háskóla- nemi Sveinsstaðahreppi. 14. Ástríður Andrésdóttir fúll- trúi Akranesi. 15. Karl Jó- hann Jóhannsson sjómaður Grundafirði. 16. Margrét Fanney Sigurðard. húsmóðir Vesturbyggð. 17. OddurSig- urðarson rafeindavirki Húna- þingi vestra. 18. Karvel Pálmason f.v. alþingismaður Bolungarvík. 19. Jóna Val- gerður Kristjánsd. f.v. alþing- ismaður Reykhólahreppi. 20. Skúli Alexandersson f.v. alþingismaður Snæfellsbæ. Bilun í vél hjá Feyki Bilun kom upp í tölvubúnaði Feykis sl. sunnudagskvöld, er varð þess valdandi að sum gögn urðu ekki aðgengileg og eit- thvað af skjölum týndist. Gera varð því smávægilegar breyt- ingar á áður ákveðnu plani hvað innblaðsefúi varðar. Einnig töpuðust myndir, svo sem ffá tendrun jólaúés á Kirkjutorgi. Það voru starfsmenn prentsmiðjunnar Hvitt og svart sem hlupu undir bagga af sinni alkunnu lipurðog létu í té tæki og aðstöðu til vinnslu þessa blaðs. •jStarfsmenn KS kynna hátíóarmatinn föstudag og laugardag frá 14 KYNNINGARVERÐ KR0NUTILB0Ð kl. 15:30 laugardag

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.