Feykir


Feykir - 11.12.2002, Blaðsíða 3

Feykir - 11.12.2002, Blaðsíða 3
43/2002 FEYKIR 3 Glæsileg reiðaðstaða í notkun á Hólum Það var stór dagur á Hólum sl. laugardag þegar tekin var í notkun ný aðstaða til reiðkennslu á staðnum, en fyrir var reiðskemma sem annaði engan veginn þörfum Hóla- skóla, þar sem að nemendafjöldi á hrossaræktarbraut hefur þrefaldast ffá árinu 1995. Nýja reiðhöllin er 1500 fermetrar, með 1200 fermetra reiðvelli og áhorfendastúku fyrir liðlega 200 manns. Það var hlutafélagið Þrá: Kaupfélag Skagfirðinga og Friðrik Jónsson sf. sem íjár- magnaði bygginguna með leigusamningi við Hólaskóla. Byggingarmeistari Ólafur Friðriksson. Það var Ragnheiður Jóns- dóttir sóknarprestur á Hofsósi sem blessaði nýja húsið. Skúli Skúlason skólameistari sagði í upphafsávarpi sínu að þessa aðstöðu hefði skort lengi, en framkvæmdin væri eðlilegur þáttur í uppbyggingu starfsem- innar á Hólum og þeirri þróun að menntastofnanir í landinu efldust. Siguijón Rafnsson stjórnar- formaður Þráar, sagði það gaman að taka þátt í þessum eldimóði Skagfírðinga að byggja upp, enda dygði ekki annað en hlúð væri að Hólaskóla sem ætti í vaxandi samkeppni við aðrar menntastofnir í landinu. Guðni Agústsson landbún- aðarráðherra sagði að Hólaskóli væri einn af máttarstólpum landbúnaðarins og byggðarinnar Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra ásamt Elínu R. Líndal, Vilhjálnti Egilssyni og Þórólfi Gíslassyni, þau hlýða á Skúla Skúlason skólameistara flytja lokaávarp við athöfnina. í landinu. „Við sjáum sóknar- leiðimar í gegnum rannsókn- imar og menntunina“, sagði Guðni. Vilhjálmur Egilsson alþing- ismaður sagði að menn yrðu að gera sér grein fyrir því að Hólaskóli væri þjónustustofnun við atvinnuvegina á landsbyggð- inni, í þeim greinum sem yrðu væntanlega vaxtabroddar land- búnaðarins í ffamtíðinni, hesta- mennskunni, fiskeldinu og ferðaþjónustunni. Á svipuðum nótum talaði Elín R. Líndal formaður skólanefhdar Hóla- skóla. Þórólfúr Gíslason kaupfél- agsstjóri átti eins og Vilhjálmur sæti í nefndinni er fjallaði um framtíð Hólaskóla. Þórólfúr sagði að þar ætluðu menn svo sannarlega ekki að láta við það sitja að skila myndarlegri skýrslu um málið heldur fylgja því effir til enda og viðburðurinn í dag væri liður i því. Að lokum var stutt athöfn þar sem lýst var tillögum fram- tíðamefndar Hólaskóla um reglugerð fyrir skólann. Vil- hjálmur Egilsson alþingismaður og Þórólfúr Gíslason kaup- félagsstjóri höfðu orð fyrir nefndinni. Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra sagðist ætla að beita sér fyrir að Hólaskóla yrði gert kleift að starfa sem háskólastofnun og útskrifa nemendur með háskólagráður sem viður- kenndar væm af háskólum sem veita sambærilega menntun. Til að þetta gæti gengið ætlaði hann að ganga ffá samþykkt reglu- gerðarinnar innan tíðar. Hér á Hólum væri allt sem til þyrfti, öflugt rannsóknarstarf og metnaðarfúllt skólastarf. Efnt var til glæsilegrar reið- sýningar í lok vígsluathafúar og síðan öllum gestum boðið til kafFidrykkju heima á Hólum, en þeir vom fjölmargir, fylltu áhorfendastúku nýju reiðhall- arinnar. Fjölmenni var viðstatt vígslu reiðhallarinnar á Hólum. Myndir Örn. Aíinæli í Idrkjiuini Með dagskrá í Sauðárkróks- kirkju nk. sunnudag verður haldið upp á 110 ára affnæli kirkjunnar. Dagskráin hefst kl. 20, en tónlistarflutningur byij- ar hálflíma fyrr. í prédikun mun séra Fjölnir Ásbjörnsson víkja að sögu kirkjunnar, en tónlistin verður áberandi í dagskánni. Með kirkjukór Sauðárkróks syngja einsöngvaramir Svana Berg- lind Karlsdóttir og Ásgeir Eíriksdóttir, bæði hvort í sínu lagi og dúettsöng. Þá leikur Ásdís Runólfsdóttir á víólu. Fólk er hvatt til þess að eiga notalega stund í kirkjunni á sunnudagskvöldið og gera hana að lið í jólaundirbún- ingnum. og KS-bókin

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.