Feykir


Feykir - 05.03.2003, Blaðsíða 4

Feykir - 05.03.2003, Blaðsíða 4
4 FEYKIR 8/2003 „Og takið þið nú á því piltar” Kirkjukór Glaumbæjarsóknar syngur undir stjórn Stefáns Gíslasonar. Minningarhátíð um Jón Bjömsson tónskáld frá Hafsteinsstöðum, sem haldin var í Miðgarði 23. febrúar sl. þótti sérlega velheppnuð, bæði hvað tal og tóna verðar. Pistlar sem fluttir vom þóttu mjög áheyrilegir ekki síst sá frá Siguijóni Tobíassyni í Geldingarholti. Sigurjón varð við því að Feykir fengi að birta pistlinn í heild sinni. Það var laugardagskvöldið 8. febr- úar þegar ég kom í Miðgarð til að mæta á þorrablót Seyluhrepps hins foma, að séra Gísli í Glaumbæ kom að máli við mig og spurði hvort ég væri ekki fáanlegur til að segja nokk- ur orð um Jón Bjömsson söngstjóra og vem mína í kirkjukór Glaumbæjar- kirkju undir hans stjóm. Til stæði að halda samkomu í tilefni aldarminn- ingu Jóns. Eitthvað kom þetta flatt upp á mig, og ég var seinn til svars. Þá bætti séra Gísli við svona í hálfgerð- um huggunartón, „þetta þarf nú ekki að vera langt” og dróst ég á að hugsa málið. Og ég fór að hugsa um þennan tíma, áranna milli 1960 - ‘70 þegar ég byija í kirkjukór Glaumbæjarkirkju. Fljótlega kom upp í hugann sú spum- ing, hvenær ég hafði fyrst tekið eftir Jóni á Hafsteinsstöðum svo ég vissi hver hann væri. Sjálfsagt hef ég séð Jón þegar ég kom til kirkju í Glaumbæ sem smá strákur en ég man ekki eftir honum á þeim tíma. Eflaust hefúr það haft einhver áhrif, að manni var nú kennt það á þessum tíma að vera ekki að snúa sér öfúgt í kirkjubekkjunum, það væri ósiður, en orgelið og kórinn vom aftast í kirkjunni næst kirkjudyr- unum, eins og það er enn í dag. En fljótlega rifjaðist upp, og hugur- inn reykar fimmtíu ár aftur í tímann. Þá er ég í bamaskóla í hótel Varma- hlíð, ansi mikið annað hótel en nú er. Og ég er í heimavist ásamt fleiri krökkum. Þá æfði karlakórinn Heimir i Hótel Vannahlíð á senunni sem var á norðurvegg salarins, en í suður vegg nær eldhúsi var lítil lúga fyrir af- greiðslu. Þar fengum við krakkamir stundum að vera þegar æfmgar vom og kannski frekar horfa en hlusta á kórinn æfa. Og þama tók ég fyrst eftir mannin- um sem stóð fyrir framan 30-40 syngj- andi karla og baðaði út höndunum, og þama sá ég fyrst stjómað kór. Þeir vom svo sem sumir meiri að burðum sem vom þama að syngja, en það var viss myndugleiki í fari þessa manns sem stjómaði, og hann hastaði stund- um á okkur krakkana ef í okkur heyrð- ist, en sagði jafnffamt að við mættum vera þama ef við hefðum hljótt. Þama man ég fyrst Jón Bjömsson söngstjóra á Hafsteinsstöðum. Og á þessum kvöldum sofnaði maður út frá söngnum í Heimi. Svo liðu unglings árin, ég heyrði Jón á Hafsteinsstöðum oft nefndan á þessu ámm, hann þótti atorku bóndi, og ég sá hann í göngum og réttum svo og á þeim mannamótum sem vom í sveitinni. En oftast heyrði maður hann nefndan í sambandi við söng. Þegar ég var kominn nálægt tví- tugu nefndi Halldór á Halldórsstöðum það einhvem tíman við mig að koma í kirkjukórinn. Nokkm seinna hittumst við Jón út á Krók. Jón heilsar mér og segir svo. „Heyrðu, þú syngur tenór.” Og áður en ég svara nokkm bætir hann við „það er kirkjukórsæfing.” Hann tiltekur tíma og æfingarstað sem að sjálfsögðu var á Halldórsstöðum, eins og ævinlega var á þessum tíma og hafði verið að ég held í tugi ára. Og svo bætir Jón við. „Þú kemur.” Þegar ég lít til baka, þá finnst mér ég sjá þama það sem ég sá síðar, það er að Jón Bjömsson var ekkert fyrir það að vera með einhveija vífilengjur eða fara óþarfa úturkróka, heldur vatt hann sér í að gera það sem honum fannst svo augljóst. Þegar ég byija í kirkjukómum er þar fólk sem búið var að starfa í lang- an tíma. Svo samtvinnað er líf þessa fólks starfi Jóns Bjömssonar að mér finnist ég þurfa að nafngreina það. Þar er fyrst að nefna Guðrúnu og Halldór á Halldórsstöðum, sem opnuðu heim- ilið sitt þessum félagsskap og veittu að rausn, Hallfríði og Bjöm í Reykjahlíð, Ólínu og Gunnlaug í Hátúni, Efemíu í Sunnuhlíð og Halldór á Seylu. Ef hægt er að tala um kjölfestu í þessum félagsskap á þessum árum, svo slett sé tísku orði nú til dags, þá var það þetta fólk. Auðvitað var þama fleira yngra fólk, en á því var meiri hreyfing, það var í námi og sumt var að flytja og stofna heimili annarstaðar, en vissulega ílengdust sumir og aðrir bættust í hópinn. A þessum fyrstu æfingum mínum með kirkjukór Glaumbæjarkirkju lét Jón mig standa milli Gunnlaugs og Halldórs. Og þannig átti ég að læra röddina. Mér fannst þetta basl, en smátt og smátt lærðist þetta. Jón var vandvirkur og nákvæmur, en oft þurfti að leiðrétta tenórinn á þessum ámm. Eg hef oft hugsað til þess, svo kapp- samur maður sem Jón Bjömsson var, hve þolinmæði hans var mikil þegar hann var að raddkenna. Á þessum ámm lauk öllum æfing- um með því að sest var að hlöðnu kaffiborði í boði húsráðanda á Hall- dórsstöðum. Og þar vom jafnan fjörugar umræður um hin ólíkustu málefni. Organistinn lét ekki sitt eftir liggja og leiddi þessar umræður ekki síður en sönginn við hljóðfærið. Hann hafði skoðanir á öllum málum og hljóp stundum kapp í umræðumar ef einhver var til að andmæla. Þessar æf- ingar líktust því oft ekkert siður mál- fúndum heldur en söngæfingum. Seinna færðust kirkjukórsæfmg- amar út í kirkju. Þá var búið að gera hana upp að innan og komin rafhitun í hana, og síðan hafa æfingar oftast ver- ið haldnar þar. Jón gat orðið snöggur upp á lagið, og hann var maður mikilla tilfmninga, en mér fannst hann oftast sanngjam og hann var ekki langræk- inn þegar um þennan félagsskap var að ræða. Mér fannst tilsvör hans stundum skondin, og ég held hann hafi notað þau til að leggja aukna áherslu á orð sín. Eg var mynntur á slíkt atvik um daginn. Það var á æfingu og kórinn var í miðju lagi. Þá hljóðnar orgelið allt í einu. Ég held að ástæðan hafi ver- ið að nótnabókin hafi dottið niður og Jón ætlað að grípa hana. En hvað um það. Kórinn stein þagnaði og yngri deild hans fór nú eitthvað að hlæja. Jón var snöggur til og segir hvasst: „Þið megið ekki hætta að syngja, þið verðið að halda áfram, já þó ég detti dauður niður.” Já, Jón kunni því betur að fólk lyki því sem það var byrjað á. Starf kirkjukórs Glaumbæjarkirkju var fyrst og fremst við kirkjulegar athafnir í Glaumbæ á þessum ámm. Þó man ég eftir að við fómm og sungum við messur í Hvammskirkju í Laxárdal og Ketu á Skaga og séra Gunnar predik- aði. Þetta var bjartan og fagran júní dag, og eftir messu í Ketu buðu þau Bjöm og Hrefna öllum til veislu. Þetta var ánægjuleg ferð. Einnig man ég eft- ir að við fórum vestur í Bólstaðarhlíð og sungum þar við messu. Þegar Jón lét af búskap á Hafsteins- stöðum flutti hann til Sauðárkróks og gerðist organisti við Sauðárkróks- kirkju. Ég man eftir því frá þessum tíma að hann bauð okkur í tenómum að koma til sín á raddæfingar út í Sauðárkrókskirkju. Þar kenndi hann okkur fleiri sálma en við höfðum að jafnaði notað og slípaði til það annað sem betur mátti fara. Að loknum æfingum var ekki við annað komandi en að við kæmum með honum heim á Lindargötuna og þægjum veitingar. Þar bjó hann þá ásamt Önnu frá Vindheimum. Þama fannst mér ég kynnast nýrri hlið á Jóni Bjömssyni. Þama var hann í hlutverki gestgjafans, og þau Anna og Jón vom einstök heim að sækja. Jón fékkst sem kunnugt var mikið við tónsmiðar, hann gaf út fimm nótnabækur með lögum eftir sig. Þess- ar bækur ritaði hann með eigin hendi bæði nótur og texta. Bækumar nefndi hann Skagfirska óma. Hann færði okkur kórfélögunum þessar bækur, síðasta heftið kom út 1984. Það hefti gaf hann okkur áritað þar sem hann

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.