Feykir


Feykir - 05.03.2003, Blaðsíða 5

Feykir - 05.03.2003, Blaðsíða 5
8/2003 FEYKIR 5 Liðakeppni Langholts bæja á Holtstjörn Til minningar um Dúdda á Skörðugili Lið Bjarna á Halldórsstöðum hampar Dúddabeininu. Myndir: Eyþór Einarsson og Gunnar Rögnvaldsson. Laugardaginn 8. febrúar gengust ábúendur Syðra- og Ytra-Skörðugils og Hall- dórsstaða fyrir ískappreið- um og keppni í skauta- hlaupi. Keppnin fór fram á Holtstjörn á Langholti í blíðskaparveðri og tókst í alla staði mjög vel. Aður en keppni hófst komu kepp- endur, aðstandendur og starfsfólk saman í hlöðunni á Ytra-Skörðugili þar sem boðið var upp á kjötsúpu að hætti Asdísar Sigurjóns- dóttur á Syðra-Skörðugili ásamt öðrum kræsingum. Var þess gætt að matur og drykkur félli jafnt að smekk fullorðinna sem barna. Ásdís flutti ræðu og sagði frá aðdraganda mótsins og hvemig hugmyndin að mót- inu hafði kviknað. Þegar farið var að skipuleggja mótið var síðan ákveðið að það skyldi haldið í minningu Dúdda heit- ins á Skörðugili. Hagleiks- maðurinn Guðmundur Her- mannsson á Fjalli var fenginn til að smiða aðalverðlaun mótsins. Úr varð sérstæður gripur „Dúddabeinið”, sem er smíðað úr mjaðamarbeini hryssunnar Svartblesu frá Syðra-Skörðugili. Á beininu era þijár myndir af Dúdda. Prófílmynd, Dúddi á Fögru- Brúnku og Dúddi i félagsbún- ingi Stíganda. Dúddabeinið er farandgripur. Aðrir verð- launagripir vora ættaðir úr smiðju Magneu Guðmunds- dóttur á Varmalæk. Dómgæslustörf vora með nokkuð óvenjulegu sniði en heimilt var öllum keppendum að bera gjafir á dómara. Fáir nýttu sér þann möguleika enda flestir dómaranna meira þekktir af sérvisku en mútur- þægni. Benti fleira til þess en uppruni keppenda skipti máli. I dómnefnd vora Agnar H. Gunnarsson, oddviti Akra- hrepps, Ámi Gunnarsson, fyrrverandi frambjóðandi, Guðmundur Hermannsson, fjöllistamður og kennari og Þórólfúr Pétursson, bóndi og lífskúnstner á Hjaltastöðum. Þróaði dómnefnd nýtt stigakerfí, sem verður kynnt fyrir landsmótsnefnd en það byggist nt.a. upp á því að einn dómnefndarmanna horfir ekki á hrossin heldur hlustar eftir takti gangtegunda. Kynnir á mótinu var Gunnar Rögn- valdsson, umboðsmaður Þjóðkirkjunnar á Löngumýri. Keppnin sjálf fór þannig fram að hvert lið var skipað flmm hestum ogjafnmörgum knöpum. Bæði var um ein- staklingskeppni og liðakeppni að ræða. Hápunktur mótsins var þó bráðskemmtileg riðla- keppni milli liðanna í skauta- hlaupi. Úrslit fóra á þann veg að sigurliðið var sveit Bjama Bragasonar á Halldórsstöðum en hana skipuðu auk Bjama og Lilju dóttur hans, Páll Bjarki Pálsson og Eyrún Ýr Pálsdóttir á Flugumýri og gamla keppnisbrýnið, Sæ- mundur Sigurbjömsson á Syðstu-Grund. Lið Bjarna hampar því Dúddabeininu ffam að næsta Mjúkísmóti. í keppni einstaklinga hreppti Páll Bjarki fyrsta sætið á Boða frá Flugumýri, Ingimar Ingi- marsson á Spör frá Ytra - Skörðugili varð annar, Fjóla Viktorsdóttir á Tenór frá Syðra - Skörðugili varð þriðja, Eyþór Einarsson á Knerri ffá Syðra-Skörðugili varð í fjórða sæti og i því flmmta varð Sæmundur á jörpum klár frá Syðstu - Grand. Lið Halldórsstaða vann skautahlaupið. Velheppnuðum keppnis- degi lauk á sama stað og hann hófst, í hlöðunni á Ytra - Skörðugili, með effirminni- legri veislu og tilheyandi gleðskap. Framtak þetta var á allan hátt til fyrirmyndar og ásætða til þess að þakka að- standum Mjúkíssmótsins fyrir skemmtilegan dag á Lang- holtinu. Yfírferðartölt á Holtstjörn. Fremst er Iðun Svansdóttir á Báru, þá Elvar Einarsson á Jó- dísi og Ingimar Ingimarsson á Spör. þakkar okkur samstarfið í gegnum árin. Ári seinna lét hann af starfi organista í Glaumbæjarkirkju, þar sem hann hafði starfað í meira en 60 ár. Löngum starfsdegi var að ljúka. Eg bytjaði þessa ffásögn í hálfgerðum „Spaugstofústíl”, þar sem ein persónan, karl við aldur er látinn fjalla um liðna tíð og segir þá aldrei neitt annað en það sem honum kemur vel. Eg er sjálfsagt far- inn að nálgast þennan aldur og því má engin líta á þessi minningar brot sem einhveija sagnffæði, enda litlum rökum stutt. Og það er best að ljúka þessari umfjöllun eins og flestum kóræfingum lauk, það er, þeim lauk oftast með því að messusvörin voru æfð, og messusvörunum lauk með því að syngja það sem okkar á milli gekk undir nafhinu þrefalda amenið. Þetta steig nú dálítið hátt í tón, og þegar að þessu kom, gat það komið fyrir að Jón liti á okkur í ten- ómum, sygi svolítið snöggt upp í nefið og segði. „Og tak- ið þið nú á því piltar.” Og við vissum hvað þetta þýddi, við máttum rasa út. Og Gulli í Hátúni með sinn háa og bjarta tenór lét ekki segja sér það tvisvar. Við hinir reyndum hvað við gátum. En organistinn sat keikur við orgelið, í svip hans mátti greina góðlegan kímni- svip. Þannig fmnst mér gott að muna Jón Bjömsson. Menn og hestar á hávetrardegi. Knapar áttu í meiri erfiðleikum með að fóta sig á ísnum heldur en knaparnir. Fremstur á myndinni er Páll Bjarki.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.