Feykir


Feykir - 05.03.2003, Blaðsíða 8

Feykir - 05.03.2003, Blaðsíða 8
5. mars 2003,8. tölublað, 23. árgangur. Sterkur auglýsingamiðill © Shej! ^ VlDE s: 453 6666 s: 453 6622 Ingibjörg Sólrún Gísladóttir heldur framsögu á fundinum á Kaffi Krók í gærkveldi. Hún tjáði sig ekkert um deilumálin sem hafa verið efst á „baugi“ síðustu dagana. Blönduósbær Fjórtán sækja um starf sviðsstjóra Þeir eru margir sem sækjast eftir starfi sviðsstjóra fræðslu-, félags- og menningarsviðs hjá Blönduóssbæ, en starfið var auglýst fyrir nokkm og um- sóknarffestur rann út 21. febrú- ar s.l. Meðal umsækjenda er Ágúst Þór Bragason fyrrv. for- seti bæjarstjómar Blönduóss og umhverfís- og tómstundafúll- trúi bæjarins, en ákvörðun um nýja sviðsstjórastarfíð varð til þess að Ágústi var sagt upp störfúm á liðnu sumri. Umsækjendur um starfs sviðsstjóra hjá Blönduósbæ em eftir staffófsröð: Ágúst Þór Bragason Blönduósi, Guð- mundur Stefán Gunnarsson Fjarðarbyggð, HalldórT. Svav- arsson Reykjavík, Hjörleifúr Alffeðsson Grindavík, Hörður Öm Bragason Hafnarfirði, Jó- hann Öm Amarsson Blöndu- ósi, Kristinn Lúðvík Aðal- bjömsson Danmörku, Kristinn Rúnar Hartmannsson Selfossi, Kristján Eiríksson Reykjavík, Matthías Páll Imsland Reykja- vík, Sif Ólafsdóttir Bifföst, Vil- hjálmur Karl Stefánsson Blönduósi og Þóra Sverrisdótt- ir Torfalækjarhreppi. Ekki er vitað með vissu hvenær gengið verður ffá ráðn- ingu sviðsstjóra en næsti fúnd- ur bæjarstjómar Blönduóss er nk. þiðjudag 11. mars. Gott tíðarfar í vetur dregur úr vetrarveiðum á tófu Tíðarfarið í vetur hefúr valdið því að þeir sem fást við vetrarveiðar á tófú hafa haft óvenju fá dýr. Sumir þeirra hafa hreinlega ekki veitt neitt, nokkrir fengið eitt til þijú dýr, en sex dýr fallið á tveimur veiðisvæðum. Þetta er afskap- lega lágt hlutfall þegar einstaka veiðimenn hafa veitt allt ffá 30 upp í 50 dýr að vetrinum, en reyndar hefúr veiðin oft verið best um þetta leyti og seinni part vetrar. Það ber allt að sama bmnni í samtölum við veiðimennina, dýrin hafi hætt að ganga í ætið þegar hlýnaði, enda sé auð- fengin fæða hjá þeim á land- inu, ber langt ffam á vetur, mýs og önnur smádýr sem mikið em á ferðinni i góðri tíð í vetur. Ef að kólni þá rætist úr veið- inni, segja þeir, það væri nú allt í lagi að fá svona eins og eitt hríðarkast. Hermann Stefánsson veiði- maður á Laugarbakka er með færanlegt veiðihús ffam á eyði- býlinu Aðalbóli í Austurárdal sem gengur ffam úr Miðfirði. Hermann hefúr haft sex dýr í vetur, en um 30 dýr síðustu vetur og haföi upp í fimmtíu þegar mest var. Hermann seg- ist vera búinn að liggja einar tvær eða þijár nætur í vetur án þess að hafa ekkert dýr, og það sé sjaldgæft að það komi fyrir. „Það getur nú líka verið að tóf- unnni sé eitthvað að fækka á þessu svæði, það vom t.d. engin greni þar síðasta vor. En veturinn er ekki búinn”, segir Hermann. Sigurjón Stefánsson á Steiná í Svartárdal hefúr fengið SSNV hvetur til uppbyggingar Stjóm SSNV, landshluta- samtaka sveitarfélaga í Norð- vesturkjördæmi, samþykkti á fundi sínum á Staðarflöt í Frjálslyndir birta listann Þá hafa væntanlega komið ffam allir ffamboðslistar í Norðvest- urkjördæmi fyrir alþingiskosningamar í vor. Fimmti listinn, ffamboðslisti Fijálslynda flokksins í kjördæminu var kynntur í síðustu viku. Hann er þannig skipaður: 1. Guðjón A. Kristjánsson alþingismaður Isafirði. 2. Siguijón Þórðarson heilbrigðisfúlltrúi Sauðárkróki. 3. Steinunn Pétursdótt- ir fúlltrúi svæðisvinnumiðlunar Akranesi. 4. Pétur Bjamason ffamkvæmdastjóri og varaþingmaður Reykjavík. 5. Kristín Þór- isdóttir skrifstofúmaður ísafirði. 6. Páll Jens Reynisson nemi Hólmavík. 7. Sigfús Jónsson bóndi Hvammstanga. 8. Hálfdán Kristjánsson skipstjóri Flateyri. 9. Marteinn Karlsson útgerðar- maður Ólafsvík. 10. Bryndís Einarsdóttir bankastarfsmaður Pat- reksfirði. TOYOTA - tákn um gæði TRYGGINGA- MI'STÖ'IN HF. þegar mest á reynir! . . .bílar, tryggingar, bækur, ritföng, framköllun, rammar, tímarit, ljósritun, gjafavara... BÓKABÚÐ BRYNcJARS SU<URGÖTU 1 SÍMI 453 5950 þrjú dýr í vetur, og finnst það lítið, en margir hafa þó þuift að sætta sig við minna. Siguijón hefúr haft á fimmta tug að vetr- inum þegar best veiðist. Sigur- jón segir það ekki einfalt mál að halda tófúnni í skefjum, en það bæti ekki úr skák ef veiði dregst saman ffam til heiðar- innar sökum þess að Sveitarfé- lagið Skagafjörður vilji ekki borga fyrir veiðina. Menn geri þetta ekki fýrir neitt. Þá sé rík- ið líka að spara að þessu leiti, þannig að menn fari ekki nema ffam að Haugakvísl til veiða. Kannski hefúr veiðin verið einna skást í Austurdalnum í Skagafirði i vetur. Veiðimenn við Skatastaði eru búnir að fá sex dýr, en voru líklega komn- ir með átta dýr um sama leiti í fyrravetur. Hrútafirði 27. febrúar sl. að skora á stjómvöld að huga að uppbyggingu i landshlutanum samhliða stórffamkvæmdum á Austurlandi. Á ályktun SSNV, fagna samtökin þeirri ákvörðun ríkis- stjómar Islands að leggja ffam 6,3 milljarða kr. á næstu átján mánuðum til eflingar atvinnu- lífsins í landinu. „Stórffam- kvæmdir á Austurlandi bæta ekki búsetuskilyrði og atvinnu- ástand í Norðvesturkjördæmi og er því nauðsynlegt að upp- bygging verði í kjördæminu þeim samhliða. Skorar fúndur- inn á stjómvöld að leita leiða, sameiginlega með landshluta- samtökum sveitarfélaga í Norð- vesturkjördæmi, til áffamhald- andi uppbyggingar gmnngerðar og atvinnulífs á svæðinu.” Vel mætt áfundá Krókniun AllQölmennt var á fundi Samfylkingarinnar á Kaffi Krók í gærkveldi, þar sem að Össur Skarphéðinsson formaður flokksins, Ingi- björg Sólrún Gísladóttir for- sætisráðherraefni og Ellert B. Schram höfðu ffamsögu. Ingibjörg Sólrún sagði að þetta væri í fyrsta skipti sem hún kæmi ffam á opnum pólitískum vettvangi utan höfúðborgarsvæðisins. „Ég er ótrúlega sátt við það að hafa hleypt heimdraganum og farið út fyrir borgarmörk- in”, sagði borgarstjórinn fyrrverandi glaður í bragði á fúndinum. KODAKEXPRESS gæðaframk Flísar, flotgólf múrviðgerðarefni AðalsteinnJ. Maríusson Sími: 453 5591 853 0391 893 0391

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.