Feykir


Feykir - 05.03.2003, Blaðsíða 2

Feykir - 05.03.2003, Blaðsíða 2
2 FEYKIR 8/2003 Eignasjóður Skaga- fjarðar - Sala íbúða Vegna fréttar í Rikisútvarpinu á Akureyri um sölu íbúða í eigu sveitar- félagsins og mörgum fyrirspumum sem mér hafa borist í kjölfarið vil ég koma á framfæri eftirfarandi upplýs- ingum. VonastégtilaðdraugurGróu á Leiti verði þar með kveðinn niður í þessu máli. Samkvæmt tillögu reikningsskila- og upplýsinganefndar sveitarfélaga heíur félagsmálaráðherra sett reglur um flokkun og greiningu í bókhaldi og reikningsskilum sveitarfélaga. Hér er um að ræða nánari reglur um flokkun fjárhagslegra upplýsinga hjá sveitarfélögum sem settar em á grundvelli reglugerðar um bókhald og ársreikninga sveitarfélaga nr. 944/2000. í samræmi við ákvæði reglugerðarinnar er gert ráð fyrir að sveitarfélög hagi bókhaldi sínu og reikningsskilum í samræmi við reglur þessar frá og með rekstrarárinu 2002 og við gerð ijárhagsáætlunar fyrir sömu ár. í samræmi við ofanritað og í tengslum við nýtt skipurit Sveitarfé- lagsins Skagafjarðar hefúr Eignasjóð- ur Skagafjarðar formlega verið stofn- aður. Hlutverk eignasjóðs er: * Að hafa með höndum umsýslu fastafjármuna sem nýttir em fyrst og ffemst af aðalsjóði sveitarfélagsins. * Að hafa með höndum umsýslu annarra fasteigna sveitarfélagsins, umhirðu og útleigu þeirra. * Að sjá um kaup og sölu fasteigna fyrir hönd sveitarfélagsins. * Að hafa með höndum umsýslu Félagsíbúða Skagafjarðar. * Annað en umsýsla fasteigna sem heyra skal undir eignasjóð er m.a.: * Lóðir og lendur: * Gatnakerfi, * Lausafjámiunir. Byggðarráð Skagafjarðar fer með málefhi eignasjóðs. Félagsíbúðir Skagafjarðar eiga nú 96 íbúðir sem að langstærstum hluta em félagslegar eignaríbúðir sem sveit- arfélaginu hefur lögum samkvæmt borið skylda til að innleysa en ekki tókst að selja aftur meðan félagslega íbúðakerfið var við lýði. Með lögum nr. 44/1998 féll úr gildi það form sem verið hafði í gildi varðandi úthlutanir félagslegra íbúða. Var sveitarfélögum þá heimilað að selja þær íbúðir sem innleystar höfðu verið, á frjálsum markaði, eftir vissum reglum. Á þeim rúmum fjórum ámm sem liðin em frá gildistöku nýju laganna hefúr sv.félagið Skagafjörður selt sjö íbúðir. Meginástæða þess að ekki hafa verið seldar fleiri íbúðir á þessu tímabili er sá skortur sem hér hefúr verið á leiguhúsnæði. Leiguverð hér á svæðinu er þó það lágt að leiga íbúð- anna stendur ekki nálægt því undir kostnaði við þær og em þær verulegur baggi á sveitarfélaginu þrátt fyrir að þær séu allar í leigu og sv.félagið Skagafjörður þurfi ekki að standa ffamrni fyrir þeim stórkostlega vanda sem sum önnur sveitarfélög á lands- byggðinni eiga við að glíma, að vera með fjölda auðra íbúða og ekkert nema kostnað þeirra vegna. Nú hefúr verið tekin ákvörðun um það af sveitarstjóm Skagafjarðar að stefna að sölu ca. sjö íbúða árlega næstu árin. Að það takist er þó háð þátttöku Varasjóðs húsnæðismála í niðurfærslu ibúðaverðsins því ljóst er að sveitarfélagið hefúr ekki bolmagn til að bera eitt það tap sem hlýst af sölu íbúðanna, en það er á bilinu 1 - 4 millj- ónir við sölu hverrar íbúðar. Að undanfömu hafa verið á kreiki ýmsar sögusagnir um hvemig sveitar- félagið hugsi sér að standa að sölu þessara íbúða út úr félagslega íbúða- kerfinu. Ómögulegt er að gera sér í hugarlund hvemig þær sögusagnir em til orðnar en á fúndi byggðarráðs SkagaQarðar þann 15.janúar s.l. lagði sveitarstjóri fram áætlun yfir þær fé- lagslegu íbúðir sem stefnan er að selja árin 2003-2005 og byggðarráð sam- þykkti áætlunina. Leigjendur í þeim íbúðum sem samkvæmt áætluninni á að selja á árinu 2003 fengu allir bréf þar um. Ein íbúð er þegar seld, ein verður auglýst nú á næstu dögum, áformað er að selja tvær íbúðir í vor, aðrar tvær í haust og síðan tvær næsta vetur, allt eftir því hvenær tímabundnir leigu- samningar um þessar íbúðir renna út. Allar verða þessar íbúðir auglýstar til sölu bæði í Sjónhomi og Feyki þannig að það ætti ekki að fara ffarn hjá nein- um. Ársæll Guðmundsson, sveitarstjóri. Samstaða fagnar skattalækkun Félagsfúndur hjá Stéttarfélaginu Samstöðu, sem haldinn var á Hvammstanga í síðustu viku, fagnar hug- myndum stjómmálamanna um lækkun skatta á einstak- linga. Félagið vill þó benda á að lækkun skattprósentunnar vegur þyngra fyrir þá hærra launuðu en almennt launa- fólk. Hækkun persónuafsláttar myndi tvímælalaust koma láglaunafólki betur til góða og vega mun þyngra í þeirra buddu, en lækkun skattprósentunnar.” Fundarmenn töldu að hækkun persónuafsláttar væri einhver besta kjarabót sem láglaunafólk þessa lands fengi ásamt afhámi eða lækkun viðmiða tekjutenginga sem em mjög íþyngjandi fyrir m.a. ungt fjölskyldufólk, aldraða og öryrkja. Gestabók á Molduxann Sú var tíðin, og kannski er það þannig ennþá, að þeir sem gengu á Tindastól gátu ritað þar nöfn sín í gestabók sem geymd var í vörðu efst á fjallinu. Ein- hver brögð mun hafa verið af því að gestabókin á Tindastólnum fengi ekki að vera í friði og þannig urðu afdrif gestabókar sem var uppi á Molduxa. Jón Helgason jámsmiður á Sauðárkróki hefúr nú á prjónum að endumýja þá gestabók. Jón lagði nýlega fram erindi í byggðaráði Skagaíjarðar þar sem hann óskaði eftir að fá að koma fyrir skríni úr ryðfríu stáli og gestabók á toppi Molduxa, sveitarsjóði að kostnað- arlausu. Byggðaráð samþykkti erindið. Gamanleikur hjá LS í Sæluvikunni Leikfélag Sauðárkróks er i startholun- rnn með „Sæluvikusfykkið”. Verið er að skoða handrit að nýju leikriti eítir Hávar Siguijónsson, sem er „kolsvört komedía” að sögn Sigurðar Halldórssonar eins stjómarmanns í LS, en altént er ljóst að það verður gamanleikur sem leikhúsgest- um verður boðið upp á að þessu sinni í Sæluvikunni. Æfingar hefjast um aðra helgi og hefúr Þröstur Guðbjartsson verið ráðinn til að leikstýra, en hann setti „Bláa hnöttinn” á fjalimar með félögum í Leikfélagi Sauð- árkróks á liðnu hausti og líkaði þeim mjög vel samstarfið við Þröst. Sigurður Halldórsson sagði í samtali við Feyki að ágætlega liti út með mann- skap, en vitaskuld væri nýtt blóð alltaf vel þegið. Mikið af ungum leikumm hefúr komið til liðs við LS á síðustu misserum, en hinsvegar hefúr reynst erfiðara að fá reyndari leikara félagsins til að stíga á svið. Nokkur kynslóðaskipti hafa átt sér stað innan leikfélagsins á síðustu árum. Vífið í lúkunum á Hvammstanga Hjá Leikflokknum á Hvammstanga em að hefjast æfingar á hinum þekkta gamanleik „Með vífið í lúkunum”. Það er Ingrid Jónsdóttir leikstjóri úr Reykjavík sem leikstýrir. Að sögn Jónínu Margrétar Amórsdótt- ur formanns leikklúbbsins verður byijað með leiklistamámskeiði í þessari viku, en um næstu helgi hefjast síðan æfingar á gamanleiknum. Sjö leikendur em í sfykk- inu og er búið að manna það að mestu. Stefnt er að frumsýningu miðvikudaginn 16. apríl. Leikflokkurinn á Hvammstanga hefúr um árabil sett upp sfykki annað hvert ár. Að sögn Jónínu Margrétar hefúr það komið vel út, bæði fjárhagslega og þá er einnig auðvelda að manna sfykkin þegar sýnt er annað hvert ár. Seinast setti Leik- flokkurinn upp íslenskt leikrit, „Góðverk- in kalla”, og fékk það ágæta aðsókn. Auglýsing í Feyki ber árangur L ói táð fréttablað á S'orðurla ndi v estra Kemur út á miðvikudögum. Útgefandi Feykir Ritstjóri: Þórhallur Ásmundsson. hf. Skrifstofa: Ægisstíg 10, Sauðárkróki. Áskriflarverð 210 krónur hvert tölublað með Póstfang: Box4,550 Sauðárkróki. Símar:453 vsk. Lausasöluverð: 250 krónur með vsk. 5757, 897 5729 og 854 6207. Netfang: feykir Setning og umbrot: Feykir. Prentun: Hvítt & @ krokur. is. og feykir@simnet.is Svart hf.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.