Feykir


Feykir - 05.03.2003, Blaðsíða 7

Feykir - 05.03.2003, Blaðsíða 7
8/2003 FEYKIR 7 Hver er maðurinn? Að venju urðu góð við- brögð við síðasta mynda- þætti og þekktust tvær af fjórum myndum. Á mynd nr. 410 þekktist Þormóður Guð- laugsson sem um tíma bjó í Málmey en var síðast bif- reiðarstjóri í Reykjavík og á mynd nr. 412 er María Guð- mundsdóttir á Ánastöðum á Vatnsnesi. Þeim sem höfðu samband vegna myndanna em færðar bestu þakkir. Nú em birtar fjórar mynd- ir úr búi Jóns Normanns Jón- assonar á Selnesi á Skaga. Þau sem þekkja myndimar em beðin að hafa samband við Héraðsskjalasafn Skag- firðinga í síma 453 6640. Mynd nr. 414. Mynd nr. 415. Mynd nr. 416. Mynd nr. 417. Frj álsíþróttamenn að gera það gott á erlendri grundu Frjálsíþróttafólk í UMSS hefur verið að gera góða hluti að undanfomu en fjöldi skag- firskra íþróttakappa tóku þátt í danska meistaramótinu í fijáls- um íþróttum sem fór reyndar fram í Malmö í Svíþjóð um næstsíðustu helgi. Töluvert var um að íþróttamennimir bættu fyrri árangur sinn. Amdís María Einarsdóttir hljóp 800 m og var í eina riðl- inum í kvennaflokkinum. Am- dís hljóp mjög jafnt hlaup og var lokatíminn 2:19.41. Þetta var persónulegt met hjá henni innanhús en utanhúss tími hennar er 2:16.76. Þá hljóp Amdís Maria 400 m á 60,06 sekúndum og varð í 9. sæti og bætti þar með bæði íslandsmet stúlkna (17-18 ára) og ung- kvenna (19-20 ára) í 400 metra hlaupi innanhúss. Sunna Gestsdóttir hljóp gríðarlega vel í 200 m og sigr- aði í undanriðlunum á tíman- um 24.42 sem var bæting á innanhústimanum hennar sem var 24.50 s og í úrslitahlaupinu sigraði hún svo glæsilega þeg- ar hún hljóp á 24.30 sem var önnur bætingin hennar sama daginn og einnig glæsilegt ís- landsmet en gamla íslandsmet- ið var i eigu Silju Úlfarsdóttir 24.32 sek. Sveinn Margeirsson hljóp 3000 metra og varð þriðji í hlaupinu á tímanum 8:15.18, sem er bæting á innanhústíma hans um 20 sekúndur og einnig 4 sekúndna bæting á utanliús- tímanum. Þessi tími er um 3,5 s frá íslandsmeti Jón Diðriks- sonar. Ragnar Frosti Frostason hljóp fyrst 200 m og bætti sig um 5/100 s þegar hann hljójD á 23.58 sem er l/100s frá ís- landsmetinu í flokknum, 21 - 22 ára. Einnig hljóp Ragnar 800 m og var í fjórða sæti þeg- ar hann stórbætti innanhústím- ann sinn og hljóp á 1:54.07 en hann átti innanhúss 1:58.28 og einnig var þetta bæting á utan- hústímanum sem var 1:54.14. Þá var þetta bæting á 20 ára gömlu Islandsmeti í flokki 21 - 22 ára sem Biynjúlfur Hilm- arsson átti (1:57.4). Daginn eft- ir varð Ragnar Frosti í 5. sæti í 400 m og hljóp hann á 50,60 sekúndum og bætti sinn besta árangur um rúmlega 3 sek- úndubrot. Stefán Már Ágústs- son hljóp einnig 800 m og bætti sinn árangur innanhús um 25/100 þegar hann endaði í 6. sæti á tímanum 1:56.25. Smáauglýsmgar Ýmislegt! Húsbíll til sölu. Lítill Fiat Dueate vel innréttaður með öllu, ekinn 140.000. Ásett verð 1450.000. Upplýsingar í síma 860 0041 og 453 5187. Til sölu er Honda Mt 50cc. Hjólið lítur vel út og er í fínu lagi. Áhugasamir hafa sam- band við Ragnar í síma 867 9649 eða 453-8134. Tilboð óskast. Spilavist! Spilakvöld í Höfðaborg á Hofsósi fimmtudaginn 6. mars og fimmtudaginn 13. mars kl. 21,00. Verðlaun og kaffiveit- ingar. Mætum eldhress að vanda. Allir velkomnir! Félag eldri borgara Hofsósi. Húsnæði! Til sölu fimm herbergja 133 fm. íbúð á effi hæð Skólasatíg 1 Sauðárkróki. Upplýsingará kvöldin í síma 453 6394. Óska eftir litlu húsi til leigu á Sauðárkróki eða í næsta nágrenni frá 1. apríl 2003. Upplýsingar í síma 849 6700. Herbergi til leigu niðri í bæ. Upplýsingar í síma 453 5774 og 895 5774. Til leigu nokkrir básar í hesthúsi í Flæðigerði á Sauðárkróki. Upplýsingar í síma 453 5558. Hvellur! Nú kemur Hvellur Dansleikur verður haldinn í félagsheimilinu Melsgili fosstudagskvöldið 14. mars kl. 23 -3. Hljómsveitin Afabandið frá Akureyri leikur dansmúsík fyrir unga sem aldna. Fjölmennum, skemmtum okkur og eflum félagsskapinn. Nefndin. Munið skrifstofu Krabbameinsfélagsins Aðalgötu lOb. Opið þriðjudaga frá kl 11-13 og fimmtudaga frá kl 17-19. Sími 453 6030 og 863 6039. Áskrifendur góðir! Vinsamlegast munið eftir gíróseðlunum fyrir áskriftargjöldunum. Skilvísi ykkar er grundvöllurinn fyrir útgáfu blaðsins. fí Skagafjörður Sveitarfélagið Skagafjörður Borgarafundir Boðað er til borgarafunda sem hér segir: Hofsós - Höfðaborg, mánudaginn 10. mars kl 21:00 Sauðárkrókur - Bóknámshúsið, þriðjudaginn 11. mars kl. 21:00 Varmahlíð - Hótel Varmahlíð, þriðjudaginn 18. mars kl. 21:00 Kynning á málefnum sveitarfélagsins. Fyrirspurnir og umræður. Sveitarstjórnarfulltrúar verða á fundunum og svara fyrirspurnum. Sveitarstjórn Skagafjarðar. íbúasamtökin í Varmahlíð. íbúasamtökin út að austan.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.