Feykir


Feykir - 05.03.2003, Blaðsíða 1

Feykir - 05.03.2003, Blaðsíða 1
rafsjá hf RAFVERKTAKAR SÉRVERSLUN MEÐ RAFTÆKI SÆMUNDARGÖTU1 SAUÐÁRKRÓKI Bygglngafiðnaðufinn I Skagaflrði Horfur á að staðan batni með vorinu Horíur eru á því að heldur sé að rætast úr verkefnastöðu hjá byggingar- iðnaðarmönnum í Skagafirði, þar sem að ljóst er að byijað verður í þremur stærri verkum í Skagafirði i á næst- unni. Stjóm Húsnæðissamvinnufélags Skagafjarðar ákvað á dögunum að ráð- ast í byggingu fjögurra hæða íbúða- blokkar við Ártorg með vorinu, og í síðustu viku var boðin út viðbygging við Heilbrigðisstofnunina á Sauðár- króki. Reyndar er ekkert gefið að heimaaðilar nái hagstæðasta tilboðinu í það verk, ffekar en í byggingu nem- endagarða sem ffamundan era á Hól- um. Jóns Karlssonar stjómarformanns fé- lagsins hefur verið ákveðið að byggja 16 ibúða blokk, enda era þegar komn- ar um og yfir tíu umsóknir um íbúðim- ar. Byggingin er að 90% fjánnögnuð með lánum frá íbúðalánasjóði, en ffamundan er að afla tilboða í fjár- mögnun á byggingartíma. 1 viðbyggingu Heilbrigðisstofnun- arinnar á Sauðárkróki sem boðin var út í síðustu viku, er nýtt aðalanddyri og athafnarými lyrir sjúkrabíla. Einnig verða gerðar tilheyrandi breytingar á jarðhæð heilsugæsluhluta stofnunar- innar, sem felast í að innrétta þar slysa- stofu og afgreiðslu. Það var mikill kraftur í nemendum Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra í Söngkeppni skólans sl. flmmtudagskvöld. Það er Líney Eggertsdóttir sem tekur lagið. Verkefnastaðan hefúr verið með lé- legasta móti hjá iðnaðarmönnum á Sauðákróki í vetur og til að mynda þurfti Trésmiðjan Borg að segja upp átta starfsmönnum um áramót og tóku uppsagnimar að hluta til gildi nú um mánaðamótin. Allmargir smiðir og nokkrir múrarar hafa þurff að sækja verkefni á höfúðborgarsvæðið og því verið burtu ffá heimilum sínum svo mánuðum skiptir. Segja má að þetta sé ný staða hjá iðnaðarmönnum á Sauð- árkróki, þó svo að smiðir frá Trésmiðj- unni Borg hafi oft á tíðum unnið við uppsetningu á innréttingum syðra, en innréttingar frá Borginni hafa verið eflirsóttar og fýrirtækið skapað sér all- mikinn markað á höfúðborgarsvæðinu og þannig náð að auka verkefni íyrir sína menn á verkstæðinu á Sauðár- króki. Það era byggingarfýrirtæki á Sauð- árkróki sem væntanlega standa að byggingu íbúðablokkarinnar fýrir Húsnæðissamvinnufélag Skagafjarðar við Ártorg, þau sömu og byggðu í sameiningu orlofshúsin. Þetta eru íbúðir fýrir eldri borgara og að sögn Sölu íbúða sveitarfélagsins Skagafjarðar dreift yfir árið „Ein íbúð er þegar seld, ein verður auglýst nú á næstu dögum, áform- að er að selja tvær íbúðir í vor, aðr- ar tvær í haust og síðan tvær næsta vetur, allt eftir því hvenær tíma- bundnir leigusamningar um þessar íbúðir renna út”, segir Ársæll Guð- mundsson sveitarstjóri Skagafjarð- ar í grein í Feyki í dag um sölu eigna. Þessar íbúðarsölur sveitarfé- lagsins ættu því ekki að yfirfylla húsnæðismarkaðinn og skapa verðfall eigna. í greininni bendir Ársæll á að á fundi byggðarráðs Skagafjarðar þann 15. janúar s.l. hafi sveitarstjóri lagt ffam áætlun yfir þær félagslegu íbúð- ir sem stefnan er að selja árin 2003- 2005 og byggðarráð samþykkti áætl- unina. Leigjendur i þeim íbúðum sem samkvæmt áætluninni á að selja á árinu 2003 hafí allir fengið bréf þar um. Félagsíbúðir Skagafjarðar eiga nú 96 íbúðir sem að langstærstum hluta era félagslegar eignaríbúðir sem sveitarfélaginu hefúr lögum sam- kvæmt borið skylda til að innleysa en ekki tókst að endurselja meðan fé- lagslega íbúðakerfið var við lýði. Á þeirn rúmum fjóram áram sem liðin era ffá gildistöku nýju laganna, sem heimila sölu íbúðanna á frjálsum markaði, hefúr sv.félagið Skagafjörð- ur selt sjö íbúðir. Meginástæða þess að ekki hafa verið seldar fleiri íbúðir á þessu tímabili, segir Ársæll þá að skortur hafi verið á leiguhúsnæði. „Leiguverð hér á svæðinu er þó það lágt að leiga íbúðanna stendur ekki nálægt því undir kostnaði og era íbúðimar því veralegur baggi á sveit- arfélaginu þrátt fýrir að þær séu allar í leigu. Nú hefúr verið tekin ákvörðun um það af sveitarstjóm Skagafjarðar að stefna að sölu um sjö íbúða árlega næstu árin. Að það takist er þó háð þátttöku Varasjóðs húsnæðismála í niðurfærslu ibúðaverðsins því ljóst er að sveitarfélagið hefúr ekki bolmagn til að bera eitt það tap sem hlýst af sölu íbúðanna, en það er á bilinu 1 - 4 milljónir við sölu hverrar íbúðar”, segir Ársæll Guðmundsson. —ckiDI— Aðalgötu 24 Skr. sími 453 5519, fax 453 6019 . ALMENN RAFTÆKJAÞJÓNUSTA . FRYSTI- OG KÆLIÞJÓNUSTA • BÍLA- OG SKIPARAFMAGN ’J* SfMff bílaverkstæði (S> ÆTÆWM. sími: 95-35141 ^ Sæmundargata Ib 550 Sauðárkrókur Fax: 36140 ^Bflaviðgerðir & Hjólbarðaviðgerðir & Réttingar # Sprautun

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.