Feykir


Feykir - 18.06.2003, Qupperneq 4

Feykir - 18.06.2003, Qupperneq 4
4 FEYKIR 22/2003 Stigið norður fyrir heimsskautsbauginn Wimsey Ein er sú byggð í landinu í dag, sem virðist algjör tíma- skekkja sé miðað við þá byggða- þróun sem átt hefur sér stað síð- ustu áratugina, óheillaþróun sem margir vilja rekja rætur til kvóta- setningar bæði til sjós og lands. Þetta er Grímsey. Það er hreint með ólíkindum hvað Grímsey- ingum hefur tekist að halda á sínu og eyjaskeggjar eru enn í kringum hundraðið, íbúatala ekki mikið breyst um árabil, þó straumurinn annars staðar af landsbyggðinni hafi leitað suður. - Og víst er að þessi eyja í norðrinu á sterk ítök í mörgum Islendingum. Þeir eru margir sem hafa áhuga á að kynnast þessu sérstaka samfélagi. Þegar blaðamaður Feykis var að spjalla við kollega sinn Grím Gíslason á Blönduósi fyrir skömmu, kom á daginn að eldri borgarar í Aust- ur-Húnavatnssýslu hugðu á ferð út í Grímsey. Þama kom upp sú hugmynd að Feykismaður bætt- ist í hópinn og slæi tvær flugur í einu höggi. Þá var komið að því að halda í þorpið. Sigrún bauðst til að keyra þeim sem síður treystu sér til að ganga og þá var farið að rifja upp hveijir hefðu haft orð í þá áttina. Meðal ann- ars var Þormóður nefndur, en þegar kornið var af stað reyndist Þomióður vera með fremstu mönnum. Það var ekki langur spölur ífá Básum og niður í þoip, en á túnjaðri á leiðinni vom krakkmir í þorpinu í fótbolta. Það var Stella Gunnarsdóttir sem fór fyrir þessum unglingahóp, en hún er flokksstjóri þeirra í unglingavinnunni, Fyrir hádegi em krakkamir að vinna að snyrtingu í þorpinu, en timanum eftir hádegi er síðan varið í leiki. Að sjálfsögðu var fótboltinn efstur á blaði daginn eftir frækilegan sigur íslend- inga á Lettum. Höfnin í Grímsey, lífæðin, er glæsileg, og þrátt íyrir sólskinsblíðu þennan dag, með stinningsgolu, þá em allir bátar í höfn og floti Grímseyinga er álitlegur. Það var víst þónokkur gjóla íyrir utan og þegar menn em á línu, þá rekur mikið og ekki gott að vera við veiðar. Við hittum fyrir ffam- an salthúsið þá Óla H. Ólason, foður Sigrúnar i Básum, sem er einn aðalsjó- Á hcimskautsbaugnum, Grímur Gísla ásamt Sigga Kr. og frú, Guðrúnu Ingimarsdóttur. vikudagsmorgun og krakkanir í ung- lingavinnunni voru í glaðasólskini í heyskapnum við veginn þegar maður mætti í Vannahlíð rétt fyrir hálf ellefu. Það var greinilega kominn sumartakt- ur í umferðina á þessum vegamótum sem Varmahlíð er, og m.a. renndi þama ffam hjá á fleygiferð ferðalang- ur á reiðhjóli. En brátt birtist Hallur á sínum langferðabíl og innanborðs vom glaðværir heldri borgarar, og meira að segja heiðursborgarar innan um. Vitaskuld lét Grímur Gísla sig ekki vanta og kvaðst alltaf hafa langað til að heilsa upp á nöfnu sína. Sigur- steinn Guðmundsson læknir og for- maður Félags eldri borgara, sagði að það væri ómögulegt annað en koma a.m.k. einu sinni á ævinni út í Gríms- ey. Við Stóru-Akri var síðan stansað og þar komu i bílinn tveir Skagfirðing- ar í viðbót, hjónin María Helgadóttir og Sigurður Bjömsson. Þegar komið var ffam að Norðuránni sté Sigurður Pálsson fararstjóri fram i bílinn og kallaði til sín Guðríði Helgadóttur frá Austurhlíð, systur Maríu á Stóru- Ökmm, sem tekið hafði að sér að lesa ffásögn urn Grímsey sem talin er hafa verið skráð á þrettándu öld. Sigurður sagði að þessi lýsing ætti að koma í veg fyrir það að fólki leiddist á heið- inni. Af ffásögninni sem Guðriður las mátti ráða að snemma hefði Grímsey verið mikils metin, strax farið að bítast um eyna á elleftu öld, og þar var hafð- ur her manna úti um tíma. Þetta vom miklar bardagalýsingar hjá Guðriði og menn varla betur leiknir úr þeim en verstu skæmm nú á tímum. Það var ffekar dymmt yfir þegar komið var niður í Öxnadalinn og fólk yfir Hrísey og tekinn sveygurinn á Grímsey. Hálftíminn sem gefinn hafði verið sem flugtími stóðst nákvæm- lega, samkvæmt tímamælingu Sigurð- ar Kr. Jónssonar. En rétt þegar við renndum upp að flugstöðinni í Básum blasti heimsskautsbaugurinn við, merktur með vegvisum sem beindust að hinum og þessum heimsborgunum. Sigrún Óladóttir ferðaþjónustu- bóndi í Básum, tók mjög vel og mynd- arlega á móti gestunum og leiddi þá til stofu, þar sem boðið var upp á súpu og mikið af smurðu brauði áður en liald- ið var í skoðunarferð niður í þorpið. Það var margt skrafað yfir súpudisk- unurn á Básum, en í rúmgóðum stof- um á neðri hæði skiptist hópurinn í þrennt, en forustukonur í hópnum að- stoðuðu Sigrúnu við að uppvarta. fór að tala um hvort það myndi virka- lega ekki takast að flúga út þennan daginn. En það var strax orðið léttara yfir þegar kom niður undir mynni Hörgárdals, en vottaði varla fyrir þoku þegar nálgaðist Akureyri. Það var á miðvikudaginn síðasta sem Sigurður Pálsson ffá Sviðningi, formaður ferðanefndar Félgs eldri borgara í A.-Hún. hringdi í Feykis- mann og sagði að nú stæði til að gera það sem ekki hefði tekist á dögunum, að fljúga út í Gn'msey. Stefnt væri að því að leggja af stað ffá Blönduósi með Halli klukkan tíu næsta morgun og fara síðan ffá Akureyri með Flugf- élaginu klukkan eitt. Það var bjart hér vesturffá á mið- Fútboltaliðið í Grímsey ásamt Stellu Gunnarsdóttur flokksstjóra. Það var líflegt í rútunni hjá Halli Hilmars. Eftir mátulegan stans á Akureyrar- flugvelli, var kallað út og farið með tveimur vélum, 20 og 10 manna, en alls var hópurinn 27 manns. Feykis- maður fór með þeirri stærri og þar voru flugstjórar þeir Frimann Svans- son, ættaður úr Fjörðum, og Stein- grimur Friðriksson ffá Sauðárkróki. Það var haldið út með Eyjafirðin- um að vestan, Arskógströndinni og

x

Feykir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.