Feykir


Feykir - 16.06.2004, Page 5

Feykir - 16.06.2004, Page 5
22/2004 FEYKIR 5 Mynd/Jens P. Eriksen. Skrúðganga 17. júní 1944 á leið út á Eyti Húsið til vinstri á myndinni, var lengi íbúðahús Laugu Kon- ráðs, Jóns Andréssonar og bama þeirra. Seinna rafmagnsverk- stæði Bjössa Jóns í Gránu og Palla Óskars. Húsið var rifið fyrir áratugum. Gegnt því vestan götunnar, Mjólkursamlagið, þá níu ára gömul bygging í fúllum rekstri. Norðar, Grána, höfúðstöðvar KS á þeim tima. Takið eftir snjónum í Gils- bungunni, nú á 60 ára afmæli lýðveldisins er hún svo til snjó- laus. Hinn 17. júní 1944 rann upp bjartur og fagur, sunnan andvari og hlýja, en skúraleiðingar fram eftir deginum. Svo segir í Sögu Sauðárkróks. Myndin ber þetta með sér, pollar á götunni, sem seinna hlaut nafnið Aðalgata. hing. Mynd/Jens P. Eriksen. Lýðveldi fagnað 1944 Bömin á myndinni em ffemst ffá vinstri Svava Steindórs, Ema á Hesti Jónsdóttir, aftar Guttormur i Ketu með derhúfúna, t.h. systir hans Lissý Björk, við hlið hennar Hralnhildur Stefáns- dóttir, aftar Ragnhildur séra Helga, Silla Gunna í köflóttri kápu, og öll hin bömin að fagna 17. júní, stofhdegi islenska lýðveldisins. Stærsta degi Islandssögunnar á síðari öldum. Húsin i bakgmnni em f.v. Artunga þar sem Frissi Júl og Fjóla ólu upp sinn stóra bamahóp, bak Artungu sér í hús Ingólfs Nikódemusarsonar Amahvoll sem þá var ársgamalt. Fyrir miðju Malland hús Guðrúnar skáldkonu ffá Lundi. í því húsi mikið breyttu elst nú upp Ingunn Kristjánsdóttir nýferm og verðandi stórsöngkona. Sunnar Árós byggt 1925, þá sér fjær í sláturhúsið og lengst til hægri er Sævarland byggt 1927, nú hús Elsu leikkonu Jónsdóttur. í dag stendur pósthúsið í miðjum ár- farvegi Sauðárinnar, sem var fyrir 60 ámm óijúfanlegur hluti bæjarbragsins á Króknum. hing. Þverárfj aHsveguriim sparar Frá því að umferðartalning hófst á Þverárfjalli í febrúar sl. hafa um 200 bílar farið um veginn á dag að meðaltali. Fyrirséð er að umferðin mun a.m.k. tvöfaldast við Þverár- fjallsveginn fullgerðan. En hvað þýðir þetta í krónum og aururn fyrir vegfarendur sem leið eiga vestur um eða austur um, til eða frá Blönduósi, Reykjavík, eða Skagaströnd á Krókinn. Vegstyttingin er 30 km. Nú em 46 km ffá kirkj- unni á Króknum á brúna yfir Blöndu og þar á hægri hönd er raunar einnig kirkja af nýju gerðinni. 1400 bílar á viku sinnum 30 gera 42 þúsund kílómetrum styttri akstur, eða 2,1 milljón kílómetra á 50 vikum. FÍB gefúr upp 42 krónur í kostnað á hvem ekinn kílómetra á 1300 kílóa einkabíl, miðað við 30 þúsund km akstur á ári. Sé sama bíl hinsvegar ekki ekið nema 15 þúsund km á ári hækkar kostnaðar í 62 krónur rúmar á hvem ekinn kiló- metra. Sé notast við kostnað- inn 42 krónur per ekinn km sparast 88,2 milljónir króna miðað við 200 bíla umferð um Þverárfjall á ári. Tvöfaldist umferðin sparast 176,4 millj- ónir króna á ári. Það er greinilega mikil arð- semi af Þverárfjallsvegi fyrir samfélagið. Þökk sé öllum þeim sem að þessari vegagerð hafa komið, sveitarstjómar- mönnum, alþingismönnum og ekki síst núverandi samgöngu- ráðherra. En vom það ekki skelfileg mistök að slá af ffam- kvæmdir við Þverárfjallsveg- inn um Gönguskörð sem á- formaðar vom á því herrans ári 2004? hing. Merkur áfangi Miklum áfanga var náð með gerð Þverárfjallsvegar 6. júní sl., er lokið var lagningu slitlags ffá Skúfi í Norðurárdal að vegamótum Skagastrandarvegar, alls um 7 km vegalengd. Síðara slitlagið verður lagt á veginn seinna í þessum mánuði.Samfellt slitlag er því komið ffá Blönduósi og Skagaströnd austur um Þverárfjall allt að Laxárdalsheiði. Umferðin á þessum nýja vegi er þegar mikil en sl. fostu- dag. laugardag og sunnudag fóm um veginn 923 bílar, skv. umferðartalningu vestan í Biskupsleitinu norðan í Hvammshlíðarfjallinu. Búast má við vaxandi umferðar- þunga er kernur að stórviðburðum sumarsins á Króknum s.s Landmóti UMFÍ. hing. Píanóstillingar og viðgerðir ísólfur Pálmarsson píanósmiður Símar 551 1980 og 699 0257 Kryddlegnir kjúklingabitar Lambalæri kr. lOítUJOOUU Ofnsteik kr. Tómatar kr. ís\ensKqú'"^ Agúrkur kr. Bökunarkartöflur kr. Ef þú kaupir 2 pakka af Kellogg's Special K færðu handklæði í kaupbæti. SPB04 Veiðivörur í miklu úrvali! Leggir kr. 419 Læri kr. 419 Vængir kr. 349 Grillsagaður lambaskrokkur kr. 499

x

Feykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.