Feykir


Feykir - 16.06.2004, Qupperneq 7

Feykir - 16.06.2004, Qupperneq 7
22/2004 FEYKIR 7 Smáauglýsingar Til sölu! Til sölu fellihýsi Dutshmen. Aukahlutir: gjjótgrind, dimmer- tjald í öðrum enda, nýjar fjaðr- ir og stærri dekk. Stórt nýtt fortjald að verðmæti 110.000. Selst á 400.000. Upplýsingar í símum 899 9714 og 860 1270. Fæst geflns! Dökk hillusamstæða fæst gefins gegn því að verða sótt. Upplýsingar í síma 864 1116. Húsnæði! Fljótlega losnar íbúð í Dvalar- heimili aldraðra á Sauðártúni, nú Flásæti 5. Upplýsingar gefur Gestur Þorsteinsson í síma v.4555302 h. 453 5225. Auglýsið í Feyki Þorsteinn Sæmundsson, Dr. Achim Beylich og Dr. Armelle Decaulne fyrir utan Náttúrustofu Norðurlands vestra. Sediflux ráðstefiia á Króknum Næstkomandi helgi, þann 19. og 20. júní, munu um 40 jarðvísindamenn frá 12 löndum hittast hér á Sauðárkróki í tengslum við SEDIFLUX ráð- stefhu, sem haldin er á vegum Náttúrustofu Norðurlands vestra. Að sögn Dr. Þorsteins Sæmundssonar forstöðumanns Náttúrustofu Norðurlands vestra, sem ásamt Dr. Achim Beylich er einn af aðal skipu- leggjendum ráðstefhunnar, er megin hluti þeirra vísinda- manna sem kemur á ráðstefn- una frá Evrópu, en einnig koma vísindamenn ftá Japan, Kanada og Suður-Afnku. Þessi ráðstefna er fýrsti hluti verkefnis sem nefnist SEDIFLUX (Sedimentary So- urce-to-Sink-Flux in Cold En- vironments) sem er verkefni á vegum Vísindaráðs Evrópu- sambandsins. Verkefnið nær yfir þijú ár frá 2004 til 2006 og er ráðstefha hér ein af fjórum slíkum sem haldnar verða í tengslum við það. Næsta ráð- stefna verður haldin í Clennont-Ferrand í Frakklandi í janúar 2005, sú þriðja í London haustið 2005 og sú síð- asta í Þrándheimi í Noregi haustið 2006. Dr. Achim Beylich er aðal- skipuleggjandi verkefnisins en auk hans em 10 vísindamenn frá átta löndum í stýrihóp þess, en þeir em Dr. Samuel Etienne, Clermont-Ferrand, Frakklandi, Dr. Bemd Etzelmuller, Osló, Noregi, Dr. Vyacheslav V. Gordeev, Moskvu, Rússlandi, Dr. Jukka Kayhkö, Turku, Finnlandi, Dr. Volker Rachold, Potsdam, Þýskalandi, Dr. Andrew J. Russell, Keele/- Newcastle, Englandi, Prófessor Karl-Heinz Schmidt, Halle/S., Þýskalandi, Dr. Þorsteinn Sæ- mundsson, Sauðárkróki, ís- landi, Dr. Fiona S. Tweed, Staffordshire, Englandi og Dr. Jeff Warburton, Durham, Englandi. Tilgangur ráðstefhunnar og verkefhisins í heild sinni er að fá saman jarðvísindamenn sem em að vinna að rannsóknum á setflutningi í fjalllendi á kaldari svæðum Evrópu, svokölluðum há Arktískum svæðum og þeim breytingum sem eiga sér stað á þessum flutningi vegna breyt- inga á veðurfari sem á sér stað í dag. Þessi svæði em til dæmis ísland, norðanverð Skandinav- ía, Svalbarði og Alpamir. Ann- ar megin tilgangur með verk- efninu er að gera bæði almenn- ingi og ekki síst stjómmála- mönnum betur grein fyrir þeim miklu breytingum sem eiga sér stað á þessu svæðum, aðallega vegna þeirra veðurfarsbreyt- inga sem eiga sér stað í dag. í tilefni ráðstefnunnar hefur þremur vísindamönnum verið boðið á ráðstefhuna, en þeir em allir mjög ffamarlega á sínu vísindasviði. Þeir em prófessor Olav Slaymaker, ffá Vancou- ver í Kanada, prófessor Norikazu Matsuoka, sem er ffá Tsukuba í Japan og Dr. Philip A. Wookey sem er ffá Uppsöl- um í Svíþjóð. Að sögn þeirra Þorsteins og Dr. Achim Beylich er mikill á- hugi á þessu verkefni erlendis. Yfir eitt hundrað vísindamenn em meðlimir í því nú í dag víðs vegar ffá Evrópu og þar af sjö frá Islandi. Þorsteinn segir Áskrifendur góðir! Þeir sem eiga ógreidda seðla fyrir ákri ftargj öldu m eru vinsamlegast beðnir að greiða hið fyrsta. einnig að það sé mjög mikil- vægt að halda slíkar ráðstefnur hér á landi og fá hingað jarðvis- indamenn til að kynna sér að- stæður á Islandi. Hugsanlega gæti það leitt af sér auknar rannsóknir hérlendis og jafnvel aukið samstarf. Þeir Þorsteinn og Dr. Achim Beylich, sem ásamt Dr. Armelle Decaulne og Olgu Sandberg hafa unnið að skipu- lagningu ráðstefnunnar hér á Sauðárkróki, em mjög ánægðir með allar viðtökur sem þeir hafa fengið hér á Króknum. Þeir vilja koma á framfæri kæm þakklæti til allra þeirra sem lagt hafa þeim lið við und- irbúning ráðstefnunnar. Þeir vilja einnig benda á að þó að hér sé um að ræða vísindaráð- stefnu þá er áhugasömum fijálst að mæta á ráðstefnuna og kynna sér það sem þar er verið að fjalla um. Þökkum af alúð auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar elskulegrar móður okkar, tengdamóður, ömmu, langömmu og langalangömmu Sigurlaugar Andrésdóttur frá Kálfárdal, Hásæti 5c Sauðárkróki Amdís Ágústsdóttir Þórður Bjamason Elsa Ágústsdóttir Guðmar Pétursson Andrés Viðar Ágústsson Sigrún Aadnegard Gunnar Randver Ágústsson Steinunn Helga Hallsdóttir Hallfríður Hanna Ágústsdóttir Þorbjörg Steingríms Ágústsdóttir Reynir Ö. Stefánsson og ömmuböm. Króksara - Dagur KRÓKSARAR allir, búandi og brottfluttir. Mætum öll á Hafnardaginn á Sauðárkróki þann 17. júlí í ár. Notum þennan árlega gleði dag á Króknum til að hittast, svo að jarðarfarir verði ekki eina tilefnið til að endurnýja gömul kynni. Bjami Dagur, Tómas Dagur og Helgi Dagur. ít Skagafjörður Auglýsing vegna kjörskrár Kjörskrá Sveitarfélagsins Skagafjarðar vegna Forsetakosninganna 26. júní 2004 liggur frammi í Ráðhúsi, Skagfirðingabraut 21, alla virka daga frá kl. 9,00 til 16,00 til kjördags. Sveitarstjóri.

x

Feykir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.